Telma og Unnur til Sendiráðsins Tveir sérfræðingar hafa bæst í hópinn hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Sendiráðinu, á sviði notendaupplifunar annars vegar en verkefnastýringar hins vegar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sendiráðinu. 1.3.2021 11:51
Þjálfari brá fæti fyrir ungan leikmann ÍR Szymon Eugieniusz Nabakowski, yngri flokka þjálfari hjá Skallagrími í Borgarnesi, segist munu læra af mistökum sínum þegar hann brá fæti fyrir leikmann ÍR í síðustu viku. Gestirnir í Breiðholti voru með mikla yfirburði gegn Borgnesingum og lét þjálfarinn skapið hlaupa með sig í gönur. 1.3.2021 11:21
Allir 1.097 gestirnir fengið sömu þjónustu Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna, segir stoltur af starfinu sem unnið hefur verið í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg undanfarið ár. Ljóst sé að úrræðið hafi virkað vel en í húsinu hefur verið að finna þau afbrigði kórónuveirunnar sem eru mest smitandi. 1.3.2021 10:28
Suðvesturhornið nötraði um klukkan hálftvö Óhætt er að segja að íbúar á höfuðborgarsvæðinu og víðar hafi fundið fyrir jarðskjálfta sem varð um klukkan hálftvö í nótt. Skjálftinn var 4,9 að stærð og er sá stærsti síðan skjálfti að stærð 5,2 reið yfir á laugardagsmorgun. 1.3.2021 01:34
Snarpur skjálfti rétt eftir miðnætti Enn skelfur suðvesturhornið en höfuðborgarsvæðið hristist vel um klukkan tíu mínútur yfir tólf. Jarðskjálftahrinan ætlar greinilega að halda áfram í mars en mánuðurinn rann í garð á miðnætti. 1.3.2021 00:12
Gunnar Karl Haraldsson er látinn Gunnar Karl Haraldsson framhaldsskólakennaranemi, Eyjapeyi og baráttumaður fyrir réttindum fatlaðs fólks er látinn 26 ára gamall. Fjölskylda hans greindi frá andlátinu á Facebook í dag en Gunnar Karl lést í morgun eftir baráttu við krabbamein. 28.2.2021 21:22
Óvæntur afmælisgjörningur Bjarna fyrir Þóru Margréti á N1 Viðskiptavinir N1 í Ártúnshöfða ráku margir hverjir upp stór augu í gær þegar þeir voru mættir í óvæntan afmælisgjörning sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hafði skipulagt fyrir Þóru Margréti Baldvinsdóttur konu sína. 28.2.2021 19:01
Bein útsending: Vísindi á mannamáli Á Stafræna Háskóladeginum situr vísinda- og fræðafólk Háskóla Íslands fyrir svörum í beinu streymi úr Hátíðasal skólans. 27.2.2021 12:00
Dæmdur fyrir nauðgun undir fölsku flaggi Gabríel Varada Snæbjörnsson hefur verið dæmdur í fjögurrra ára fangelsi fyrir nauðgun og brot gegn blygðungarsemi ungrar konu. Gabríel vilti á sér heimildir um tuttugu mánaða skeið, kúgaði konuna til kynmaka með öðrum mönnum og til að senda sér kynferðislegt myndefni. Þá nauðgaði hann henni á hótelherbergi á höfuðborgarsvæðinu. 26.2.2021 16:02
Dómar yfir Jaroslövu og fimm samverkamönnum mildaðir Jaroslava Davíðsson var í Landsrétti í dag dæmd í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot með aðild að framleiðslu amfetamíns í sumarbústað í Borgarnesi. Dómur hennar og fimm karlmanna í málinu voru mildaðir frá því sem var í héraðsdómi. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan 14 í dag. 26.2.2021 14:14