Telma og Unnur til Sendiráðsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. mars 2021 11:51 Unnur Ösp Ásgrímsdóttir hefur verið ráðin sem yfirmaður stafrænnar notendaupplifunar og Telma Hrönn Númadóttir er nýr verkefnastjóri hjá Sendiráðinu. Aðsend Tveir sérfræðingar hafa bæst í hópinn hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Sendiráðinu, á sviði notendaupplifunar annars vegar en verkefnastýringar hins vegar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sendiráðinu. Unnur Ösp Ásgrímsdóttir hefur verið ráðin sem yfirmaður stafrænnar notendaupplifunar hjá Sendiráðinu. Helstu verkefni Unnar verða að stýra ráðgjafateymi Sendiráðsins og aðstoða við innleiðingu á Design Thinking hugmyndafræðinni hjá samstarfsaðilum Sendiráðsins. Unnur Ösp er með MSc. í verkfræði frá Álaborgarháskóla í Danmörku og hefur gengt ýmsum störfum tengt notendaupplifun og nú síðast leiddi hún teymi á sviði notendaupplifunar hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Tempo. „Ég er spennt að koma inn í öflugt teymi hjá Sendiráðinu. Mín sýn er að þarfagreining og notendaupplifun séu lykilþættir í þróunarferli verkefna og fjárfesting í þeirri vinnu skilar sér margfallt til baka.“ segir Unnur Ösp. Telma Hrönn Númadóttir, nýr verkefnastjóri hjá Sendiráðinu, er með MPM gráðu í Verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Áður en hún hóf störf hjá Sendiráðinu hefur Telma meðal annars unnið fyrir Activity Stream, Wuxi NextCode og Háskólann í Reykjavík. Meðal verkefna Telmu verður utanumhald og verkefnastýring á þeim fjölmörgu hugbúnaðarverkefnum sem Sendiráðið þróar fyrir samstarfsaðila sína. „Ég tel að mín þekking og reynsla af bæði verkefna- og vörustýringu eigi eftir að skila sér vel til samstarfsaðila Sendiráðsins,“ segir Telma Hrönn. „Það er mikill fengur að þessum liðstyrk enda búa þær yfir mikilli þekkingu á hugbúnaðarþróun og á sama tíma er ánægjulegt að bæta kynjahlutfall fyrirtækisins sem í dag er að fjórðungi konur. Lukkulega eru konur sífellt að færa sig meira inn á þetta svið og er okkar markmið að minnka kynjabilið enn frekar í nánustu framtíð,” segir Hrafn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Sendiráðsins. Vistaskipti Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Unnur Ösp Ásgrímsdóttir hefur verið ráðin sem yfirmaður stafrænnar notendaupplifunar hjá Sendiráðinu. Helstu verkefni Unnar verða að stýra ráðgjafateymi Sendiráðsins og aðstoða við innleiðingu á Design Thinking hugmyndafræðinni hjá samstarfsaðilum Sendiráðsins. Unnur Ösp er með MSc. í verkfræði frá Álaborgarháskóla í Danmörku og hefur gengt ýmsum störfum tengt notendaupplifun og nú síðast leiddi hún teymi á sviði notendaupplifunar hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Tempo. „Ég er spennt að koma inn í öflugt teymi hjá Sendiráðinu. Mín sýn er að þarfagreining og notendaupplifun séu lykilþættir í þróunarferli verkefna og fjárfesting í þeirri vinnu skilar sér margfallt til baka.“ segir Unnur Ösp. Telma Hrönn Númadóttir, nýr verkefnastjóri hjá Sendiráðinu, er með MPM gráðu í Verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Áður en hún hóf störf hjá Sendiráðinu hefur Telma meðal annars unnið fyrir Activity Stream, Wuxi NextCode og Háskólann í Reykjavík. Meðal verkefna Telmu verður utanumhald og verkefnastýring á þeim fjölmörgu hugbúnaðarverkefnum sem Sendiráðið þróar fyrir samstarfsaðila sína. „Ég tel að mín þekking og reynsla af bæði verkefna- og vörustýringu eigi eftir að skila sér vel til samstarfsaðila Sendiráðsins,“ segir Telma Hrönn. „Það er mikill fengur að þessum liðstyrk enda búa þær yfir mikilli þekkingu á hugbúnaðarþróun og á sama tíma er ánægjulegt að bæta kynjahlutfall fyrirtækisins sem í dag er að fjórðungi konur. Lukkulega eru konur sífellt að færa sig meira inn á þetta svið og er okkar markmið að minnka kynjabilið enn frekar í nánustu framtíð,” segir Hrafn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Sendiráðsins.
Vistaskipti Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun