Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Landsvirkjun og Norðurál birta orkusamninga

Norðurál og Landsvirkjun hafa aflétt trúnaði af raforkusamningum fyrirtækjanna. Báðir aðilar segjast vonast til að birtingin styðji við og auki upplýsta umræðu um orkumál á Íslandi.

Bein útsending: Saga íslensku stjórnarskrárinnar

Ragnhildur Helgadóttir, prófessor og forseti samfélagssviðs HR, fjallar um sögu íslensku stjórnarskrárinnar í stafrænum þriðjudagsfyrirlestri HR og Vísis. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12 og er reiknað með því að hann verði um klukkustund að lengd.

Óvíst með frekara gæsluvarðhald yfir Íslendingnum

Karlmaður á fertugsaldri frá Litháen, sem fyrstur var handtekinn í tengslum við morðið í Rauðagerði þann 13. febrúar, hefur verið látinn laus úr haldi lögreglu. Hann sætir nú farbanni að sögn Margeirs Sveinsson yfirlögregluþjóns sem fer fyrir rannsókn málsins.

81 árs og eldri streyma í bólusetningu

Í dag hófst bólusetning fyrir Covid-19 á einstaklingum í aldurshópnum 81 árs og eldri. Á höfuðborgarsvæðinu fer bólusetningin fram í Laugardalshöll en þangað eru þeir boðaðir sem fæddir eru 1939 eða fyrr að því er segir í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Minnast Johns Snorra við Vífilsstaðavatn í kvöld

Vinir og vandamenn Johns Snorra Sigurjónssonar ætla að hittast við Vífilsstaðavatn í kvöld klukkan 19:30 í þeim tilgangi að biðja og eiga samverustund. Eftir bænastund sem leidd verður af Jónu Hrönn Bolladóttur presti stendur til að mynda hring um vatnið með höfuð og vasaljósum.

Skjálfti upp á 5,1 á suðvesturhorninu

Kraftmikill jarðskjálfti 5,1 að stærð fannst vel á suðvesturhorninu um klukkan 16:35 í dag. Skjálftinn fannst meðal annars vel á höfuðborgarsvæðinu, í Borgarnesi, á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Hvolsvelli.

Óvíst um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Íslendingnum

Engin ný tíðindi eru af rannsókn lögreglu á morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn. Þetta segir Margeir Sveinsson í tilkynningu frá lögreglu. Yfirheyrslur og úrvinnsla gagna haldi áfram en sé mjög tímafrekt.

Bauðst til að borga táningsstúlku til að sleppa við kæru

Íslenskur karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotið gegn blygðunarsemi táningsstúlku. Birti hann kynferðislega mynd af henni á vefsíðu ásamt nafni hennar og upplýsingum um notendanafn hennar á samfélagsmiðlinum Snapchat.

Snarpur skjálfti á Reykjanesi

Snarpur skjálfti fannst vel á suðvesturhorninu, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, um klukkan 13:50 í dag. Skrifstofur fréttastofu á Suðurlandsbraut í Reykjavík hristust vel en skjálftinn varði þó nokkuð skemur en stóru skjálftarnir sem urðu í nótt og á laugardagsmorgun.

Sjá meira