Landsvirkjun og Norðurál birta orkusamninga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. mars 2021 11:54 Álver Norðuráls á Grundartangi. Landsvirkjun Norðurál og Landsvirkjun hafa aflétt trúnaði af raforkusamningum fyrirtækjanna. Báðir aðilar segjast vonast til að birtingin styðji við og auki upplýsta umræðu um orkumál á Íslandi. Þetta er í fyrsta sinn sem trúnaði er aflétt af hálfu Landsvirkjunar. Norðurál tekur nú annað skref sitt í opinberun langtímasamninga, en nýverið birti fyrirtækið raforkusamning sinn við Orkuveitu Reykjavíkur, í samræmi við samkomulag fyrirtækjanna tveggja. Greint er frá tíðindunum í sameiginlegri tilkynningu aðila. Norðurál er þriðji stærsti viðskiptavinur Landsvirkjunar, en Landsvirkjun selur fyrirtækinu um þriðjung þeirrar raforku sem álverið notar. Fyrirtækin hafa átt í farsælu samstarfi í meira en 20 ár, eða allt frá stofnun álversins árið 1997. Síðan þá hefur álverið stækkað og aukið orkukaup sín frá Landsvirkjun. Norðurál kaupir einnig raforku frá fleiri orkusölum á Íslandi. Landsvirkjun selur raforku til Norðuráls samkvæmt tveimur langtímasamningum, auk sölu til skamms tíma eftir atvikum. Langtímasamningarnir eru tengdir markaðsverði. Samningur 1 kveður á um 161 MW eða 1410 GWst á ári og á rætur að rekja til ársins 1997, þótt þá hafi hann verið minni. Raforkuverðið var upphaflega tengt álverði, en frá 1. nóvember 2019 hefur það verið tengt orkuverði á Nord Pool raforkumarkaði Norðurlandanna. Samningurinn gildir til ársloka 2023. Samningur 2 er mun minni. Hann kveður á um 25 MW eða 212 GWst á ári og var gerður árið 2009 í tengslum við stækkun álversins. Samningurinn er tengdur álverði og gildir út október 2029. Bæði Landsvirkjun og Norðurál birta samningana í heild á heimasíðum sínum. Orkumál Landsvirkjun Áliðnaður Stóriðja Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem trúnaði er aflétt af hálfu Landsvirkjunar. Norðurál tekur nú annað skref sitt í opinberun langtímasamninga, en nýverið birti fyrirtækið raforkusamning sinn við Orkuveitu Reykjavíkur, í samræmi við samkomulag fyrirtækjanna tveggja. Greint er frá tíðindunum í sameiginlegri tilkynningu aðila. Norðurál er þriðji stærsti viðskiptavinur Landsvirkjunar, en Landsvirkjun selur fyrirtækinu um þriðjung þeirrar raforku sem álverið notar. Fyrirtækin hafa átt í farsælu samstarfi í meira en 20 ár, eða allt frá stofnun álversins árið 1997. Síðan þá hefur álverið stækkað og aukið orkukaup sín frá Landsvirkjun. Norðurál kaupir einnig raforku frá fleiri orkusölum á Íslandi. Landsvirkjun selur raforku til Norðuráls samkvæmt tveimur langtímasamningum, auk sölu til skamms tíma eftir atvikum. Langtímasamningarnir eru tengdir markaðsverði. Samningur 1 kveður á um 161 MW eða 1410 GWst á ári og á rætur að rekja til ársins 1997, þótt þá hafi hann verið minni. Raforkuverðið var upphaflega tengt álverði, en frá 1. nóvember 2019 hefur það verið tengt orkuverði á Nord Pool raforkumarkaði Norðurlandanna. Samningurinn gildir til ársloka 2023. Samningur 2 er mun minni. Hann kveður á um 25 MW eða 212 GWst á ári og var gerður árið 2009 í tengslum við stækkun álversins. Samningurinn er tengdur álverði og gildir út október 2029. Bæði Landsvirkjun og Norðurál birta samningana í heild á heimasíðum sínum.
Orkumál Landsvirkjun Áliðnaður Stóriðja Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Sjá meira