Höfnuðu beiðninni því endanlegur dómur í máli meints morðingja lá ekki fyrir Albanskur karlmaður á fertugsaldri var ekki framseldur til Albaníu árið 2017 vegna þess að endanlegur dómur lá ekki fyrir í sakamáli hans í heimalandinu. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. 30.3.2021 11:51
Sunnudagurinn var metdagur og helmingi færri fóru í gær Um 18400 manns hafa sótt gosstöðvarnar heim frá því að Ferðamálastofa setti upp teljara sinn á gönguleiðinni inni í Geldingadal á miðvikudag. Þetta segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri í samtali við Vísi. 30.3.2021 11:09
Börnin montin en öll sammála um að ekki þurfi að fara aftur Ætti ég að taka börnin með að skoða eldgosið? Þessi spurning hefur kviknað í hugum fjölmargra foreldra undanfarna viku. Lilja Sigurgeirsdóttir og Gunnar Guðmundsson skelltu sér með krakkaskarann í Geldingadali í gær og sköpuðu minningar fyrir lífstíð. Líkur eru á að fleiri geri slíkt hið sama á morgun enda veðurspá afar góð. 29.3.2021 19:30
Hvetja til gjaldtöku við gosstöðvarnar Fjölbreyttur hópur fólks er sammála um að skynsamlegt væri að koma á gjaldtöku fyrir bílastæði við Suðurstrandarveg. Björn Teitsson, kynningarstjóri hjá Krabbameinsfélaginu og fyrrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, vakti máls á þessu í Morgunblaðinu í dag. 29.3.2021 16:38
Willum vill leiða Framsókn í Kraganum Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknar, vill leiða flokkinn í Suðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum í haust. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum. Hann var í fyrsta sæti Framsóknar í Kraganum í kosningunum árið 2017. 29.3.2021 15:38
Meintur morðingi eftirlýstur í Albaníu en íslensk stjórnvöld höfnuðu framsali Albanskur karlmaður sem lögregla segir að hafi játað að hafa banað samlanda sínum í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn er eftirlýstur í heimalandi sínu fyrir vopnað rán og hefur verið um árabil. Fréttablaðið greindi fyrst frá. 29.3.2021 14:29
Raunveruleikaþáttur MTV fékk 312 milljónir endurgreiddar Framleiðslukostnaður raunveruleikasjónvarpsþáttarins The Challenge nam á annan milljarð króna. Öll serían var tekin upp á Íslandi í september en Pegasus sá um verkefnið fyrir hönd MTV-sjónvarpsstöðvarinnar. 29.3.2021 12:27
Engin frumkvæðisathugun í kortunum hjá umboðsmanni Umboðsmaður Alþingis hefur enga ákvörðun tekið um að hefja frumkvæðisathugun á samskiptum lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og dómsmálaráðherra á aðfangadag síðastliðinn. Málið er enn á borði ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 29.3.2021 11:44
Streymdu til Serbíu í ókeypis bólusetningu Þúsundir streymdu frá Bosníu og Hersegóvínu, Svartfjallalandi og Norður-Makedóníu yfir landamærin til nágranna sinna í Serbíu í dag þar sem yfirvöld bjóða upp á ókeypis bólusetningu yfir helgina. 27.3.2021 20:00
Svona komst Natan Dagur áfram í The Voice Norway Og Natan Dagur Benediktsson er kominn áfram í þriðju umferð norsku sjónvarpskeppninnar The Voice. 27.3.2021 17:54