Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Óttast banaslys vegna kæruleysis þeirra sem stýri

Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir Ólafsfjarðargöng ekkert annað en dauðagildru. Göngin séu barn síns tíma og hann vilji ekki þurfa að taka þátt í því að bjarga tugum látinna úr göngunum vegna kæruleysis í samgöngumálum.

„Þetta er bara skítaveður“

Veðrið mun ekki leika við fjölmarga landsmenn um helgina. Vonskuveður verður á gosstöðvunum og einfaldlega skítaveður að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Nauðgaði samstarfskonu sem hafði búið um hann á sófanum

Þröstur Thorarensen, þrítugur karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Þá var honum gert að greiða fórnarlambinu tvær milljónir króna í miskabætur. Landsréttur staðfesti með öllu fyrri dóm yfir Þresti úr héraði.

Þynging og sýkna í innherjasvikamáli í Icelandair

Landsréttur staðfesti í dag þriggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir Kristjáni Georg Jósteinssyni í Icelandair-innhverjasvikamálinu. Þá var dómur yfir Kjartani Jónssyni þyngdur úr átján mánuðum í tvö ár. Kjartan Bergur Jónsson, sem fékk fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm í héraði, var sýknaður í Landsrétti.

Sýknudómur í máli Sjanghæ gegn Sunnu staðfestur

Landsréttur hefur staðfest sýknudóm úr héraði í máli veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri á hendur Sunnu Valgerðardóttur fréttamanni, Magnúsi Geir Þórðarsyni fyrrverandi útvarpsstjóra og Ríkisútvarpinu. Dómur var kveðinn upp klukkan 14. Eigandi Sjanghæ krafðist miskabóta upp á þrjár milljónir.

Sjá meira