Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Seinheppni Árnýjar og Daða Freys heldur áfram

Eurovision-parið Árný Fjóla Ásmundsdóttir og Daði Freyr Pétursson þarf að finna sér nýtt húsnæði sem allra fyrst í Berlín í Þýskalandi. Stóra lekamálið í íbúð þeirra hefur dregið dilk á eftir sér.

Síminn tryggði sér enska boltann til ársins 2025

Síminn hefur tryggt sér sjónvarpsréttinn að ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu til ársins 2025. Síminn hafði betur í baráttu við Sýn og Viaplay sem sömuleiðis buðu í sjónvarpsréttinn.

Ákærð fyrir að svipta barnsföður umsjá yfir börnum þeirra

Kona nokkur hefur verið ákærð fyrir sifskaparbrot með því að hafa á tveggja ára tímabili svipt barnsföður sinn valdi og umsjá yfir tveimur börnum þeirra. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness þar sem það var þingfest á föstudaginn.

Einn af fimm í fangelsi vegna hrottalegrar frelsissviptingar

Fimm karlmenn á aldursbilinu 20 til 38 ára hafa fengið dóm meðal annars fyrir frelsissviptingu og líkamsárás á Akureyri í febrúar 2018. Fjórir af fimm fengu skilorðsbundna dóma en þyngsti dómurinn var 22 mánaða fangelsi.

Fyrsta Chi­cago-vélin lenti á Kefla­víkur­flug­velli

Bandaríska flugfélagið United Airlines hóf í dag í fyrsta sinn beint flug milli Keflavíkurflugvallar og Chicago. Þetta er í fyrsta sinn sem United býður upp á beint flug milli Íslands og Chicago en bandarískt flugfélag hefur ekki áður boðið upp á beint flug á þessari leið.

Vara við gosmóðunni sem greinist ekki í mælingum

Móðan sem liggur yfir höfuðborgarsvæðinu og hefur gert frá því snemma í morgun er gosmóða frá eldgosinu í Fagradalsfjalli í bland við þokuloft. Gosmóðan inniheldur mengun sem hefur náð að umbreytast og greinist hún því ekki með hefðbundnum mælingum á brennisteinsdíoxíði (SO2).

Svona var blaðamannafundur Guðlaugs Þórs og Svetlönu Tsikhanovskayu

Svetlana Tsikhanovskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Belarús (Hvíta-Rússlandi), er komin til Íslands og situr blaðamannafund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í utanríkisráðuneytinu klukkan 10. Fundurinn verður í beinni útsendingu og textalýsingu á Vísi.

„Þetta er bara rugl“

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu bauð góðan daginn á Facebook á áttunda tímanum í morgun. Greinileg þreytumerki má merkja á færslu slökkviliðsins sem gerir í stuttu máli upp annasaman sólarhring við störf.

Sjá meira