Svona var blaðamannafundur Guðlaugs Þórs og Svetlönu Tsikhanovskayu Kolbeinn Tumi Daðason og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 2. júlí 2021 09:15 Svetlana Tíkanovskaja, bauð sig fram til forseta Belarús í fyrra. Hún er nú í útlegð í Litháen. Vísir/Arnar Svetlana Tsikhanovskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Belarús (Hvíta-Rússlandi), er komin til Íslands og situr blaðamannafund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í utanríkisráðuneytinu klukkan 10. Fundurinn verður í beinni útsendingu og textalýsingu á Vísi. Svetlana bauð sig fram gegn sitjandi forseta, Alexander Lukashenko, í forsetakosningum í landinu í fyrra eftir að eiginmaður hennar var fangelsaður. Lukashenko var lýstur sigurvegari en sú niðurstaða hefur verið mjög umdeild og hefur hann verið sakaður um að hafa haft rangt við í kosningunum. Svetlana flúði land í kjölfar fjöldamótmæla í heimalandinu og fékk hæli í Litháen ásamt börnum sínum. Ísland hefur um árabil tekið þátt í þvingunaraðgerðum Evrópusambandsins gagnvart Belarús vegna víðtækra og grófra mannréttindabrota þar í landi. Aðgerðirnar voru síðast hertar nú í júní í kjölfar þvingaðrar lendingar farþegaþotu Ryanair í Minsk og handtöku Raman Pratasevich og Sofiu Sapage. Sú atburðarráðs endurspeglar afstöðu þarlendra stjórnvalda til alþjóðlegra skuldbindinga um flugsamgöngur, mannréttindi og fjölmiðlafrelsi. Upptöku frá fundinum má sjá að neðan.
Svetlana bauð sig fram gegn sitjandi forseta, Alexander Lukashenko, í forsetakosningum í landinu í fyrra eftir að eiginmaður hennar var fangelsaður. Lukashenko var lýstur sigurvegari en sú niðurstaða hefur verið mjög umdeild og hefur hann verið sakaður um að hafa haft rangt við í kosningunum. Svetlana flúði land í kjölfar fjöldamótmæla í heimalandinu og fékk hæli í Litháen ásamt börnum sínum. Ísland hefur um árabil tekið þátt í þvingunaraðgerðum Evrópusambandsins gagnvart Belarús vegna víðtækra og grófra mannréttindabrota þar í landi. Aðgerðirnar voru síðast hertar nú í júní í kjölfar þvingaðrar lendingar farþegaþotu Ryanair í Minsk og handtöku Raman Pratasevich og Sofiu Sapage. Sú atburðarráðs endurspeglar afstöðu þarlendra stjórnvalda til alþjóðlegra skuldbindinga um flugsamgöngur, mannréttindi og fjölmiðlafrelsi. Upptöku frá fundinum má sjá að neðan.
Hvíta-Rússland Utanríkismál Mannréttindi Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira