Fyrsta sýnishornið úr frumraun Sigurjóns Sighvatssonar sem leikstjóra Sigurjón Sighvatsson, sem er hvað þekktastur sem kvikmyndaframleiðandi, er sestur í stól leikstjóra. Heimildarmyndin Exxtinction Emergency verður frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF í Reykjavík nú í september. 9.9.2022 11:01
Hverfur í Viðey í ágúst árið 1956 Reykjavík – glæpasaga eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Ragnar Jónasson rithöfund kemur út þann 25. október næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veröld bókaútgáfu. 9.9.2022 10:00
Drekagler er glæsilegur íshellir í Kötlujökli Íshellir í Kötlujökli í nágrenni Víkur í Mýrdal er magnað náttúrufyrirbæri sem nýtur aukinna vinsælda hjá erlendum ferðamönnum. Ragnar Axelsson, RAX, gerði sér ferð í hellinn í vikunni og myndaði í bak og fyrir. 8.9.2022 22:01
Óvenjumörg sjúkraflug á Reykjavíkurflugvelli Óvenjulega mikið er að gera í sjúkraflugi á Reykjavíkurflugvelli í þessari viku. Rekstrarstjóri flugþjónustu á vellinum man ekki eftir öðru eins. 8.9.2022 16:02
Fögnuðu því að finna jarðskjálftakrafta í fyrsta skipti Íbúar í Grímsey vöknuðu flestir ef ekki allir um fjögurleytið í nótt þegar skjálfti af stærðinni 4,9 reið yfir í nágrenni eyjunnar. Bandarískir ferðamenn fögnuðu skjálftanum og segjast geta hakað við boxið á golulistanum. 8.9.2022 10:36
Saka Lilju um metnaðarleysi við ráðningu eftirmanns Hörpu Samband íslenskra myndlistarmanna og Listfræðafélag Íslands gera athugasemdir við að meiri áhersla sé gerð á leiðtogahæfni en myndlistarþekkingu í auglýsingu um stöðu safnstjóra Listasafns Íslands. Þeir hvetja Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra til að endurskoða auglýsinguna sem sé heldur ekki gert með nægjanlega góðum fyrirvara. 7.9.2022 14:28
„Ég veit ekki nákvæmlega hvernig honum tókst að gera þetta“ Yfirleiðsögumaður í Eystri-Rangá segir að spænskur veiðimaður hafi líklega sloppið ágætlega miðað við aðstæður þegar löng veiðistöng hans rakst í háspennulínu. Karlmaðurinn, sem er vanur veiðimaður, er með brunasár víða á líkamanum. 7.9.2022 13:39
Varaþingmaður hættur í Flokki fólksins vegna hrossamálsins Varaþingmaður Flokks fólksins er hættur í flokknum vegna tengsla við meint dýraníð í Borgarfirði. Formanni flokksins blöskraði að varaþingmaðurinn væri tengdur málinu. 6.9.2022 16:32
Nýtt tríó hluti af sextettnum sem ákveður hverjir fái fálkaorðuna Ákveðið hefur verið að skipa Drífu Hjartardóttur, fyrrverandi alþingismann, Sigríði Snævarr, fyrrverandi sendiherra, og Sigurbjörn Árna Arngrímsson, skólameistara, í orðunefnd. Orðunefnd fer með málefni hinnar íslensku fálkaorðu. 6.9.2022 15:50
Fór í sundur á samskeytum Ljóst er að kaldavatnslögnin sem fór í sundur með látum í Hvassaleitinu á föstudagskvöld sem leið rofnaði á samskeytum. Enn er til skoðunar hvers vegna. Um er að ræða stóra stofnlögn sem flytur kalt vatn úr Heiðmörk og í gegnum höfuðborgina. 6.9.2022 13:16