Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Eiríkur nýr samskiptastjóri Hugverkastofunnar

Eiríkur Sigurðsson hefur verið ráðinn samskiptastjóri Hugverkastofunnar. Hann var áður forstöðumaður samskiptasviðs Háskólans í Reykjavík. Eiríkur tekur við stöðu samskiptastjóra af Jóni Gunnarssyni sem hefur hafið störf við Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) í Alicante.

Efna til söfnunar fyrir fjölskyldu Brynjars Þórs á Blönduósi

Efnt hefur verið til söfnunar fyrir fjölskyldu Brynjars Þórs Guðmundssonar sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana á Blönduósi og sært eiginmann hennar alvarlega. Brynjar Þór lést í kjölfarið og er atburðarásin til rannsóknar hjá lögreglu.

Vatnslögn fór í sundur og vatn flæðir um Hvassaleiti og Kringluna

Stór kaldavatnslögn fór í sundur upp úr klukkan tíu í Hvassaleitinu og flæðir nú vatn um svæðið líkt og um straumþunga á sé að ræða. Bæði lögreglumenn og fulltrúar slökkviliðs eru mættir á svæðið til að gæta öryggis og reyna að leysa vandann.

Hrafn giftist sálufélaga sínum eftir þrjátíu ára aðskilnað

Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, og Oddný Halldórsdóttir eru orðin hjón. Hrafn greinir frá því á Facebook að þau hafi gengið í hjónaband fyrir tveimur vikum. Svaramenn voru Auður Magnúsdóttir og Guðmundur Baldursson.

Skoða hvernig MAST stendur sig í eftirliti með velferð dýra

Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja frumkvæðisúttekt á eftirliti Matvælastofnunar með velferð dýra. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar. Tilefni ákvörðunarinnar er ekki tiltekin en hún kemur í beinu framhaldi af háværri gagnrýni á eftirlit MAST með dýravelferð í Borgarbyggð.

Reksturinn í járnum í Reykjavík

Borgarráð samþykkti í dag árshlutareikning Reykjavíkurborgar. Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta nærri 10 milljörðum betri en áætlað var. Rekstrarniðurstaða A-hluta fyrir fyrstu sex mánuði ársins sýnir um 4 milljarða verri rekstrarniðurstöðu A-hluta en gert var ráð fyrir. Samþykktar voru tillögur til að draga úr rekstrarhalla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Sjá meira