Eiríkur nýr samskiptastjóri Hugverkastofunnar Eiríkur Sigurðsson hefur verið ráðinn samskiptastjóri Hugverkastofunnar. Hann var áður forstöðumaður samskiptasviðs Háskólans í Reykjavík. Eiríkur tekur við stöðu samskiptastjóra af Jóni Gunnarssyni sem hefur hafið störf við Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) í Alicante. 5.9.2022 15:54
Misstu allt sitt í eldsvoða: „Það var hryllingur að koma hingað inn“ Erna Kristín Brynjarsdóttir og Benedikt Hjalti Sveinsson upplifðu martröð í morgun þegar kviknaði í íbúð þeirra í fjölbýlishúsi við Ásbrú í Reykjanesbraut í morgun. Þau misstu allt sitt í brunanum. 5.9.2022 15:22
Fjölskylda missti heimili sitt í bruna í Reykjanesbæ Eldur kviknaði í þriggja hæða fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ um níuleytið í morgun. Íbúðin er stórskemmd en aðrar íbúðir í fjölbýlishúsinu sluppu án skemmda. 5.9.2022 13:47
Efna til söfnunar fyrir fjölskyldu Brynjars Þórs á Blönduósi Efnt hefur verið til söfnunar fyrir fjölskyldu Brynjars Þórs Guðmundssonar sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana á Blönduósi og sært eiginmann hennar alvarlega. Brynjar Þór lést í kjölfarið og er atburðarásin til rannsóknar hjá lögreglu. 3.9.2022 00:21
Vatnslögn fór í sundur og vatn flæðir um Hvassaleiti og Kringluna Stór kaldavatnslögn fór í sundur upp úr klukkan tíu í Hvassaleitinu og flæðir nú vatn um svæðið líkt og um straumþunga á sé að ræða. Bæði lögreglumenn og fulltrúar slökkviliðs eru mættir á svæðið til að gæta öryggis og reyna að leysa vandann. 2.9.2022 22:37
Á leið út úr dyrunum þegar kviknaði í spjaldtölvu heimilisins Móðir á Akureyri virðist hafa brugðist hárrétt við aðstæðum þegar eldur kviknaði í spjaldtölvu heimilisins. Litlu hefði mátt muna að afleiðingarnar hefðu orðið alvarlegar. 2.9.2022 17:44
Þriðjungur kvenna orðið fyrir áreitni eða ofbeldi á vinnustað Þriðjungur kvenna á Íslandi hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnustað einhvern tímann á lífsleiðinni samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum vísindamanna Háskóla Íslands. 2.9.2022 16:16
Hrafn giftist sálufélaga sínum eftir þrjátíu ára aðskilnað Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, og Oddný Halldórsdóttir eru orðin hjón. Hrafn greinir frá því á Facebook að þau hafi gengið í hjónaband fyrir tveimur vikum. Svaramenn voru Auður Magnúsdóttir og Guðmundur Baldursson. 2.9.2022 11:14
Skoða hvernig MAST stendur sig í eftirliti með velferð dýra Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja frumkvæðisúttekt á eftirliti Matvælastofnunar með velferð dýra. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar. Tilefni ákvörðunarinnar er ekki tiltekin en hún kemur í beinu framhaldi af háværri gagnrýni á eftirlit MAST með dýravelferð í Borgarbyggð. 1.9.2022 16:28
Reksturinn í járnum í Reykjavík Borgarráð samþykkti í dag árshlutareikning Reykjavíkurborgar. Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta nærri 10 milljörðum betri en áætlað var. Rekstrarniðurstaða A-hluta fyrir fyrstu sex mánuði ársins sýnir um 4 milljarða verri rekstrarniðurstöðu A-hluta en gert var ráð fyrir. Samþykktar voru tillögur til að draga úr rekstrarhalla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 1.9.2022 15:11