Gripinn með fullar ferðatöskur af ofskynjunarefnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2022 10:35 Sú jurt sem veldur ofskynjununum eru laufblöð sem innihalda efnið DMT. stöð 2 Karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa fyrir rúmum tveimur árum verið gripinn með rúmlega 32 kíló af sterku ofskynjunarlyfi við komuna til landsins. Mál hans verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Um er að ræða efnið dímetýlryptamín, betur þekkt sem DMT, sem er lýst sem sterku ofskynjunarlyfi sem svipar til LSD og ofskynjunarsveppa. Annars vegar er hægt að vinna efnið úr plöntum eða búa það til. Fjallað var um efnið í fréttum Stöðvar 2 árið 2020. Efnin fundust í tveimur ferðatöskum ákærða sem kom hingað til lands með flugi frá Spáni með millilendingu í London. Efnið var í þrjátíu pakkningum, með um tvö prósent styrkleika sem áætlað er að svari til rúmlega fimmtán þúsund neysluskammta. Þá var karlmaðurinn einnig með rúmlega fimmtíu grömm af DMT í formi grænna laufa og tæplega 400 grömm af mítragýnín (Kratom). Maðurinn er talinn hafa ætlað að selja efnin hér á landi. Notkun suður-ameríska ofskynjunarlyfsins ayahuasca hefur færst í aukarnar hér á landi. Ayahuasca er náttúrseyði sem á uppruna sinn í perúska hluta Amazon-frumskógarins þar sem frumbyggjar hafa í margar aldir bruggað það til náttúrulækninga. Ólöglegt en mikið notað af áhugafólki um andleg málefni Neysla þess kallar fram kröftug ofskynjunaráhrif en það inniheldur DMT sem er á bannlista á Íslandi og víðar. Þrátt fyrir það virðist fjölbreyttur hópur áhugafólks um andleg málefni nota efnið hér á landi til að komast í samband við sjálft sig og náttúruna. Þá eru dæmi um að fólk noti efnið til að lina þjáningar. Það var tilfellið hjá Pétri Kristjáni Guðmundssyni, kvikmyndagerðarmanni, sem var mikill útivistargarpur sem hafði stundaði snjóbretti og fjallgöngur af krafti þegar hann lamaðist í slysi í Austurríki fyrir liðlega tíu árum síðan. Læknar sögðu honum að hann mundi aldrei geta staðið upp aftur en Pétur neitaði að gefast upp og var staðráðinn í því að ganga á ný. Hann sagði í viðtali í Ísland í dag árið 2020 að DMT hefði veitt honum glugga í eigin undirmeðvitund. Fíkniefnabrot Dómsmál Smygl Tengdar fréttir Grunaðir um framleiðslu á hættulegu ofskynjunarlyfi Þrír menn sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í gær í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu eru grunaðir um framleiðslu á ofskynjunarlyfinu DMT. Ríkisútvarpið greinir frá þessu. 4. desember 2020 19:28 Notar ólöglega ofskynjunarsveppi gegn þjáningu Pétur Kristján Guðmundsson, kvikmyndagerðarmaður, var mikill útivistargarpur sem hafði stundaði snjóbretti og fjallgöngur af krafti þegar hann lamaðist í slysi í Austurríki fyrir liðlega tíu árum síðan. 22. september 2020 21:24 Hafa áhyggjur af pennum með ofskynjunarlyfi sem eru nýjung á fíkniefnamarkaði Svokallaðir DMT pennar sem innihalda ofskynjunarlyf eru nýjung á íslenskum fíkniefnamarkaði og ganga kaupum og sölum á netinu. 12. janúar 2020 19:54 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Um er að ræða efnið dímetýlryptamín, betur þekkt sem DMT, sem er lýst sem sterku ofskynjunarlyfi sem svipar til LSD og ofskynjunarsveppa. Annars vegar er hægt að vinna efnið úr plöntum eða búa það til. Fjallað var um efnið í fréttum Stöðvar 2 árið 2020. Efnin fundust í tveimur ferðatöskum ákærða sem kom hingað til lands með flugi frá Spáni með millilendingu í London. Efnið var í þrjátíu pakkningum, með um tvö prósent styrkleika sem áætlað er að svari til rúmlega fimmtán þúsund neysluskammta. Þá var karlmaðurinn einnig með rúmlega fimmtíu grömm af DMT í formi grænna laufa og tæplega 400 grömm af mítragýnín (Kratom). Maðurinn er talinn hafa ætlað að selja efnin hér á landi. Notkun suður-ameríska ofskynjunarlyfsins ayahuasca hefur færst í aukarnar hér á landi. Ayahuasca er náttúrseyði sem á uppruna sinn í perúska hluta Amazon-frumskógarins þar sem frumbyggjar hafa í margar aldir bruggað það til náttúrulækninga. Ólöglegt en mikið notað af áhugafólki um andleg málefni Neysla þess kallar fram kröftug ofskynjunaráhrif en það inniheldur DMT sem er á bannlista á Íslandi og víðar. Þrátt fyrir það virðist fjölbreyttur hópur áhugafólks um andleg málefni nota efnið hér á landi til að komast í samband við sjálft sig og náttúruna. Þá eru dæmi um að fólk noti efnið til að lina þjáningar. Það var tilfellið hjá Pétri Kristjáni Guðmundssyni, kvikmyndagerðarmanni, sem var mikill útivistargarpur sem hafði stundaði snjóbretti og fjallgöngur af krafti þegar hann lamaðist í slysi í Austurríki fyrir liðlega tíu árum síðan. Læknar sögðu honum að hann mundi aldrei geta staðið upp aftur en Pétur neitaði að gefast upp og var staðráðinn í því að ganga á ný. Hann sagði í viðtali í Ísland í dag árið 2020 að DMT hefði veitt honum glugga í eigin undirmeðvitund.
Fíkniefnabrot Dómsmál Smygl Tengdar fréttir Grunaðir um framleiðslu á hættulegu ofskynjunarlyfi Þrír menn sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í gær í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu eru grunaðir um framleiðslu á ofskynjunarlyfinu DMT. Ríkisútvarpið greinir frá þessu. 4. desember 2020 19:28 Notar ólöglega ofskynjunarsveppi gegn þjáningu Pétur Kristján Guðmundsson, kvikmyndagerðarmaður, var mikill útivistargarpur sem hafði stundaði snjóbretti og fjallgöngur af krafti þegar hann lamaðist í slysi í Austurríki fyrir liðlega tíu árum síðan. 22. september 2020 21:24 Hafa áhyggjur af pennum með ofskynjunarlyfi sem eru nýjung á fíkniefnamarkaði Svokallaðir DMT pennar sem innihalda ofskynjunarlyf eru nýjung á íslenskum fíkniefnamarkaði og ganga kaupum og sölum á netinu. 12. janúar 2020 19:54 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Grunaðir um framleiðslu á hættulegu ofskynjunarlyfi Þrír menn sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í gær í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu eru grunaðir um framleiðslu á ofskynjunarlyfinu DMT. Ríkisútvarpið greinir frá þessu. 4. desember 2020 19:28
Notar ólöglega ofskynjunarsveppi gegn þjáningu Pétur Kristján Guðmundsson, kvikmyndagerðarmaður, var mikill útivistargarpur sem hafði stundaði snjóbretti og fjallgöngur af krafti þegar hann lamaðist í slysi í Austurríki fyrir liðlega tíu árum síðan. 22. september 2020 21:24
Hafa áhyggjur af pennum með ofskynjunarlyfi sem eru nýjung á fíkniefnamarkaði Svokallaðir DMT pennar sem innihalda ofskynjunarlyf eru nýjung á íslenskum fíkniefnamarkaði og ganga kaupum og sölum á netinu. 12. janúar 2020 19:54