Gripinn með fullar ferðatöskur af ofskynjunarefnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2022 10:35 Sú jurt sem veldur ofskynjununum eru laufblöð sem innihalda efnið DMT. stöð 2 Karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa fyrir rúmum tveimur árum verið gripinn með rúmlega 32 kíló af sterku ofskynjunarlyfi við komuna til landsins. Mál hans verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Um er að ræða efnið dímetýlryptamín, betur þekkt sem DMT, sem er lýst sem sterku ofskynjunarlyfi sem svipar til LSD og ofskynjunarsveppa. Annars vegar er hægt að vinna efnið úr plöntum eða búa það til. Fjallað var um efnið í fréttum Stöðvar 2 árið 2020. Efnin fundust í tveimur ferðatöskum ákærða sem kom hingað til lands með flugi frá Spáni með millilendingu í London. Efnið var í þrjátíu pakkningum, með um tvö prósent styrkleika sem áætlað er að svari til rúmlega fimmtán þúsund neysluskammta. Þá var karlmaðurinn einnig með rúmlega fimmtíu grömm af DMT í formi grænna laufa og tæplega 400 grömm af mítragýnín (Kratom). Maðurinn er talinn hafa ætlað að selja efnin hér á landi. Notkun suður-ameríska ofskynjunarlyfsins ayahuasca hefur færst í aukarnar hér á landi. Ayahuasca er náttúrseyði sem á uppruna sinn í perúska hluta Amazon-frumskógarins þar sem frumbyggjar hafa í margar aldir bruggað það til náttúrulækninga. Ólöglegt en mikið notað af áhugafólki um andleg málefni Neysla þess kallar fram kröftug ofskynjunaráhrif en það inniheldur DMT sem er á bannlista á Íslandi og víðar. Þrátt fyrir það virðist fjölbreyttur hópur áhugafólks um andleg málefni nota efnið hér á landi til að komast í samband við sjálft sig og náttúruna. Þá eru dæmi um að fólk noti efnið til að lina þjáningar. Það var tilfellið hjá Pétri Kristjáni Guðmundssyni, kvikmyndagerðarmanni, sem var mikill útivistargarpur sem hafði stundaði snjóbretti og fjallgöngur af krafti þegar hann lamaðist í slysi í Austurríki fyrir liðlega tíu árum síðan. Læknar sögðu honum að hann mundi aldrei geta staðið upp aftur en Pétur neitaði að gefast upp og var staðráðinn í því að ganga á ný. Hann sagði í viðtali í Ísland í dag árið 2020 að DMT hefði veitt honum glugga í eigin undirmeðvitund. Fíkniefnabrot Dómsmál Smygl Tengdar fréttir Grunaðir um framleiðslu á hættulegu ofskynjunarlyfi Þrír menn sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í gær í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu eru grunaðir um framleiðslu á ofskynjunarlyfinu DMT. Ríkisútvarpið greinir frá þessu. 4. desember 2020 19:28 Notar ólöglega ofskynjunarsveppi gegn þjáningu Pétur Kristján Guðmundsson, kvikmyndagerðarmaður, var mikill útivistargarpur sem hafði stundaði snjóbretti og fjallgöngur af krafti þegar hann lamaðist í slysi í Austurríki fyrir liðlega tíu árum síðan. 22. september 2020 21:24 Hafa áhyggjur af pennum með ofskynjunarlyfi sem eru nýjung á fíkniefnamarkaði Svokallaðir DMT pennar sem innihalda ofskynjunarlyf eru nýjung á íslenskum fíkniefnamarkaði og ganga kaupum og sölum á netinu. 12. janúar 2020 19:54 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Sjá meira
Um er að ræða efnið dímetýlryptamín, betur þekkt sem DMT, sem er lýst sem sterku ofskynjunarlyfi sem svipar til LSD og ofskynjunarsveppa. Annars vegar er hægt að vinna efnið úr plöntum eða búa það til. Fjallað var um efnið í fréttum Stöðvar 2 árið 2020. Efnin fundust í tveimur ferðatöskum ákærða sem kom hingað til lands með flugi frá Spáni með millilendingu í London. Efnið var í þrjátíu pakkningum, með um tvö prósent styrkleika sem áætlað er að svari til rúmlega fimmtán þúsund neysluskammta. Þá var karlmaðurinn einnig með rúmlega fimmtíu grömm af DMT í formi grænna laufa og tæplega 400 grömm af mítragýnín (Kratom). Maðurinn er talinn hafa ætlað að selja efnin hér á landi. Notkun suður-ameríska ofskynjunarlyfsins ayahuasca hefur færst í aukarnar hér á landi. Ayahuasca er náttúrseyði sem á uppruna sinn í perúska hluta Amazon-frumskógarins þar sem frumbyggjar hafa í margar aldir bruggað það til náttúrulækninga. Ólöglegt en mikið notað af áhugafólki um andleg málefni Neysla þess kallar fram kröftug ofskynjunaráhrif en það inniheldur DMT sem er á bannlista á Íslandi og víðar. Þrátt fyrir það virðist fjölbreyttur hópur áhugafólks um andleg málefni nota efnið hér á landi til að komast í samband við sjálft sig og náttúruna. Þá eru dæmi um að fólk noti efnið til að lina þjáningar. Það var tilfellið hjá Pétri Kristjáni Guðmundssyni, kvikmyndagerðarmanni, sem var mikill útivistargarpur sem hafði stundaði snjóbretti og fjallgöngur af krafti þegar hann lamaðist í slysi í Austurríki fyrir liðlega tíu árum síðan. Læknar sögðu honum að hann mundi aldrei geta staðið upp aftur en Pétur neitaði að gefast upp og var staðráðinn í því að ganga á ný. Hann sagði í viðtali í Ísland í dag árið 2020 að DMT hefði veitt honum glugga í eigin undirmeðvitund.
Fíkniefnabrot Dómsmál Smygl Tengdar fréttir Grunaðir um framleiðslu á hættulegu ofskynjunarlyfi Þrír menn sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í gær í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu eru grunaðir um framleiðslu á ofskynjunarlyfinu DMT. Ríkisútvarpið greinir frá þessu. 4. desember 2020 19:28 Notar ólöglega ofskynjunarsveppi gegn þjáningu Pétur Kristján Guðmundsson, kvikmyndagerðarmaður, var mikill útivistargarpur sem hafði stundaði snjóbretti og fjallgöngur af krafti þegar hann lamaðist í slysi í Austurríki fyrir liðlega tíu árum síðan. 22. september 2020 21:24 Hafa áhyggjur af pennum með ofskynjunarlyfi sem eru nýjung á fíkniefnamarkaði Svokallaðir DMT pennar sem innihalda ofskynjunarlyf eru nýjung á íslenskum fíkniefnamarkaði og ganga kaupum og sölum á netinu. 12. janúar 2020 19:54 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Sjá meira
Grunaðir um framleiðslu á hættulegu ofskynjunarlyfi Þrír menn sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í gær í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu eru grunaðir um framleiðslu á ofskynjunarlyfinu DMT. Ríkisútvarpið greinir frá þessu. 4. desember 2020 19:28
Notar ólöglega ofskynjunarsveppi gegn þjáningu Pétur Kristján Guðmundsson, kvikmyndagerðarmaður, var mikill útivistargarpur sem hafði stundaði snjóbretti og fjallgöngur af krafti þegar hann lamaðist í slysi í Austurríki fyrir liðlega tíu árum síðan. 22. september 2020 21:24
Hafa áhyggjur af pennum með ofskynjunarlyfi sem eru nýjung á fíkniefnamarkaði Svokallaðir DMT pennar sem innihalda ofskynjunarlyf eru nýjung á íslenskum fíkniefnamarkaði og ganga kaupum og sölum á netinu. 12. janúar 2020 19:54