Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Húsráðandi á vettvangi manndrápsins látinn laus

Kona, ein þeirra þriggja sem handtekin voru grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt sunnudags, er laus úr haldi. Konan var húsráðandi á heimilinu þar sem karlmaður fannst látinn af völdum stungusára. Réttarkrufning hefur farið fram á hinum látna. Nokkurra vikna bið gæti verið eftir niðurstöðum.

Fallist á kröfu um einangrun yfir hinum manninum líka

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst nú síðdegis á kröfu héraðssaksóknara um tveggja vikna áframhaldandi einangrun í tilfelli karlmanns á þrítugsaldri sem lögreglu grunar um skipulagningu hryðjuverkaárásar. Héraðssaksóknari segir rannsókn miða ágætlega.

Telja Ragnar Þór ekki geta valdið hlut­verki for­seta verka­fólks

Formenn ellefu verkalýðsfélaga undir hatti Alþýðusambands Íslands segja Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, ekki færan um að gegna hlutverki forseta ASÍ. Þau segja hann sækjast í völd og ætla að sitja með tvo hatta í komandi kjaraviðræðum. Þar sé skýr hagsmunaárekstur á ferðinni.

Gríðarlegur fjöldi mótmælti um allt land og ráðherra baðst afsökunar

Framhaldsskólanemendur víðs vegar um landið yfirgáfu skólastofur sínar klukkan ellefu í dag. Fleiri hundruð ef ekki þúsund söfnuðust saman á skólalóð Menntaskólans við Hamrahlíð og mótmæltu viðbragðsleysi skólastjórnenda í kynferðisbrotamálum innan veggja framhaldsskólanna. Menntamálaráðherra biðst afsökunar á að ekki hafi verið hlustað á nemendur.

Fallist á kröfu um áframhaldandi einangrun

Karlmaður á þrítugsaldri sem lögreglu grunar um að hafa haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi var á tólfta tímanum úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald og einangrun til tveggja vikna.

Nokkur hundruð nemenda mótmæla við MH

Nemendur við Menntaskólann við Hamrahlíð og öðrum framhaldsskólum krefjast þess að tekið verði af sömu alvöru, ef ekki meiri, á kynferðisbrotum og öðrum ofbeldisbrotum í skólum hér á landi. Allir nemendur eigi rétt á því að vera í öruggu umhverfi. 

Brunaði heim, eyddi öllum tölvuleikjunum og sneri við blaðinu

Kristinn Sigmarsson rekur í dag fyrirtæki sem sérhæfir sig í heildrænni heilsu. Fyrir tíu árum hafði hann ákveðið að eina leiðin væri að svipta sig lífi. Hann hafi verið heilsulaus tölvuleikjafíkill sem flúið hafi ábyrgð og verið í vonlausri stöðu, andlega og líkamlega. 

Stormasamt samband litað af neyslu fíkniefna

Kona á fertugsaldri er meðal þriggja sem sæta gæsluvarðhaldi grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt mánudags. Hinn látni, karlmaður á fimmtugsaldri, er eiginmaður konunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu höfðu þau átt í stormasömu sambandi.

Sjá meira