Nístingskuldi í kortunum: Skoða aftur á morgun hvort ástæða sé til að loka sundlaugum Notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu náði sögulegu hámarki í gær. Í nótt mældist átján gráðu frost í Húsafelli og ekki er útlit fyrir að kuldakast síðustu daga nái hámarki fyrr en á föstudaginn. Staðan verður metin á morgun varðandi hvort einstaka sundlaugum verði lokað tímabundið til að spara heita vatnið. 14.12.2022 14:46
Laun félagsmanna VR á taxta hækka um ellefu prósent að meðaltali Félagsmenn hjá VR sem eru á taxta fá að meðaltali ellefu prósenta hækkun á launum sínum frá því sem var í apríl síðastiðnum verði nýr kjarasamningur við Samtök atvinnulífsins samþykktur. VR er fjölmennasta stéttarfélag landsins með yfir fjörutíu þúsund félagsmenn. Samningurinn er til fimmtán mánaða. 14.12.2022 12:50
Kaldavatnslaust á Kársnesi og heitavatnslaust í Laugarnesi Kaldavatnslaust er víða á Kársnesi og truflana á vatnsflæði gætir víðar í Kópavogi eftir að kaldavatnslögn við Kársnesbraut rofnaði. Þá er heitavatnslaust á Laugarnesvegi í Laugardalnum vegna bilunar. 14.12.2022 11:14
Brynja Scheving og Þorsteinn gengu í það heilaga í Las Vegas Brynja Scheving, skólastjóri í Balletskóla Eddu Scheving, og Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu, eru hjón. Þau gengu í það heilaga í sól og blíðu í Las Vegas í Bandaríkjunum í gær. 14.12.2022 10:11
Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp á geðdeild Landspítala Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítalans hefur verið ákærður fyrir manndráp og brot í opinberu starfi. Hjúkrunarfræðingnum er gefið að sök að hafa banað sjúklingnum með því að neyða mat ofan í hana. 13.12.2022 16:21
Með miklar fjárhagsáhyggjur og sitja eftir ein án samnings Tveir þriðju félagsfólks Eflingar með undir 500 þúsund krónur í mánaðarlaun er með miklar fjárhagsáhyggjur. Yfir þriðjungur allra Eflingarfélaga hafa þurft að leita sér aðstoðar vegna bágrar fjárhagsstöðu og fjórðungur gerði það hjá vinum eða ættingum. Margir eiga í erfiðleikum með afborganir lána. 13.12.2022 14:52
Krefur Orku náttúrunnar um 125 milljónir króna Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem Orka náttúrunnar braut gegn með uppsögn árið 2018, krefst 125 milljóna króna í skaða- og miskabætur. Hún hafði áður hafnað boði fyrirtækisins um 13,6 milljónir króna í bætur. 13.12.2022 12:42
Goðsögnin Maggi Pé fallin frá Magnús Vignir Pétursson, kaupmaður og milliríkjadómari í bæði handbolta og knattspyrnu, lést föstudaginn 9. desember 89 ára gamall. 13.12.2022 10:07
Bókari á heimili fyrir þroskahamlaða ákærður fyrir fjárdrátt Launafulltrúi og bókari Skálatúns í Mosfellsbæ hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt. Honum er gefið að sök að hafa dregið sér rúmlega ellefu milljónir króna yfir níu ára tímabil. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness. 12.12.2022 16:54
Eros Ramazzotti heldur tónleika í Laugardalshöll Stórstjarnan ítalska Eros Ramazzotti er á leiðinni til Íslands. Hann heldur tónleika í Laugardalshöll þann 26. ágúst á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nordic Live Events. 12.12.2022 16:08