Flugvél Easy Jet sneri við skömmu eftir flugtak frá Keflavík Flugvél Easy Jet á leið frá Keflavík til Lundúna sneri við skömmu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli og er á leið aftur til lendingar. 16.12.2022 23:47
Búið að loka fyrir umferð um Hellisheiði og Þrengsli Lokað hefur verið fyrir umferð um Hellisheiði, Sandskeið og Þrengsli vegna veðurs. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. 16.12.2022 23:24
Vinir Daníels gleymdu aldeilis ekki fimm ára gömlu loforði Það er óhætt að segja að Daníel Óskar Jóhannesson hafi staðið við stóru orðin sem hann lét falla í góðra vina hópi árið 2017. Þá sagðist hann ætla að mæta blár í bíó þegar framhaldsmynd af Avatar kæmi út. Myndin var frumsýnd í kvöld. 16.12.2022 23:11
Veðrið orðið vitlaust á Suðurnesjum og ökumenn varaðir við Veður er orðið vitlaust á Suðurnesjum og færð farin að spillast verulega. Aðalvarðstjóri segir orðið afar blint á mörgum vegum en engum hefur verið lokað enn sem komið er. 16.12.2022 21:48
Barði í borð og sagði Katrínu hafa samþykkt eiturpillu í loftslagsmálum Heimild til þess að ríkið geti notað óseldar losunarheimildir vegna stóriðju upp í sínar eigin loftslagsskuldbindingar var samþykkt á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarflokkanna og Miðflokks greiddu atkvæði með frumvarpinu. Þingmaður Pírata segir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hafa samþykkt eiturpillu inn í aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. 16.12.2022 21:37
Lækka endurgreiðslu á rafbílum en fjölga þeim sem geta fengið Hámarksendurgreiðsla á virðisaukaskatti við kaup á rafmagns- og vetnisbílum lækkar á árinu 2023 úr 1,56 milljónum króna í 1,32 milljónir króna. Hámarksfjöldi bíla sem geta sótt slíka ívilnun hefur verið fjölgað úr fimmtán þúsund í tuttugu þúsund. Þetta kemur fram í nýsamþykktu frumvarpi um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld. 16.12.2022 20:33
Löggan sinnir betlara, þefar uppi graslykt og ræðir við gervilöggur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með starfsmann á Twitter-vaktinni í kvöld þar sem greint er frá öllum útköllum lögreglunnar. Twitter-verkefnið stendur í hálfan sólarhring. 16.12.2022 19:30
Fjárlög samþykkt og næsti þingfundur 23. janúar Fjárlög fyrir árið 2023 voru samþykkt á Alþingi nú síðdegis. Þar með er Alþingi komið í jólafrí. 16.12.2022 19:13
Dæmdur fyrir að smita fyrrverandi af HIV-veirunni Karlmaður á fertugsaldri í Noregi hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa smitað fyrrverandi eiginkonu sína af HIV-veirunni. Þá þarf hann að greiða henni 220 þúsund norskar krónur í bætur, eða sem svarar til 3,2 milljóna íslenskra króna. 16.12.2022 19:06
Vísindamaðurinn í fallegu lopapeysunum heiðraður í Bandaríkjunum Freysteinn Sigmundsson, vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans, hefur verið kjörinn heiðursfélagi hjá Sambandi bandarískra jarðvísindamanna (American Geophysical Union - AGU) fyrir rannsóknir sínar og framlag á sviði jarðeðlisfræði. Greint er frá þessu á vef Háskóla Íslands. 16.12.2022 18:21