Gjaldþrot umdeildrar starfsmannaleigu nam 320 milljónum króna Um tuttugu milljónir króna fengust greiddar af forgangskröfum í þrotabú starfsmannaleigunnar Verkleigunnar. Forsvarsmaður fyrirtækisins fékk tveggja ára dóm fyrir tveimur árum fyrir skattsvik. 5.12.2022 16:48
RAX heiðraður á hátíð í Portúgal Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, RAX, var heiðraður í lok Exodus Aveiro hátíðarinnar sem haldin var í Aveiro um helgina. Hann var útnefndur persónuleiki ársins (e. personality of the year). 5.12.2022 14:59
Jarðvegsbaktería líklega valdið hópsýkingu í hestunum Allt bendir til þess að jarðvegsbaktería hafi valdið hópsýkingu í hestum í hrossastóði á Suðurlandi og hesthúsi sömu eigenda á höfuðborgarsvæðinu. Hrossin voru rekin saman fyrir tveimur vikum þegar þau voru sprautuð með ormalyfi. Hrossin voru í góðu ástandi og umhirða þeirra til fyrirmyndar 5.12.2022 13:29
Fréttakvissið: Tíu spurningar úr öllum áttum á aðventunni Hversu vel fylgist þú með fréttum og líðandi stund? Taktu þátt í Fréttakvissi vikunnar sem er í boði á Vísi á laugardögum. 3.12.2022 09:01
Lögreglan lýsir aftur eftir Arturs Jansons Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Arturs Jansons, 28 ára, frá Lettlandi, en fyrir liggur staðfest ákvörðun um að verða við beiðni um afhendingu á honum til Lettlands á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar. Arturs er ekki talinn hættulegur. 1.12.2022 13:24
Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2022 Lesendum Vísis og hlustendum Bylgjunnar gefst færi á að útnefna mann ársins 2022 nú um áramótin. Opnað hefur verið fyrir tilnefningar og er öllum frjálst að senda inn. 1.12.2022 07:00
Leikskólatíminn í Reykjavík styttist frá og með 15. janúar Dvalartími barna í leikskólum í Reykjavík verður að hámarki 42,5 klukkustundir á viku frá og með 15. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í pósti frá Reykajvíkurborg til foreldra og forráðamanna leikskólabarna í dag. 30.11.2022 16:42
Með kynferðislegar myndir af börnum í tölvu og síma Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa, um nokkurt skeið fram til fimmtudagsins 18. júlí 2019, ítrekað skoðað myndir og myndskeið sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt á netinu eða með annarri upplýsinga- eða fjarskiptatækni. 30.11.2022 15:00
Ákærður fyrir að brjóta kynferðislega á konu með andlega fötlun Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðisbrot með því að hafa ítrekað haft samræði eða önnur kynferðismök við konu sem glímdi við andlega fötlun. Talið er að konan hafi hvorki getað spornað við verknaðnum vegna andlegrar fötlunar og né skilið þýðingu hans. 30.11.2022 07:00
Bræður berjast fyrir bótum vegna Brúneggjamálsins Aðalmeðferð í skaðabótamáli fyrrverandi eigenda Brúneggja gegn Ríkisútvarpinu og Matvælastofnun hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þetta er í annað skiptið sem eggjaframleiðendurnir láta reyna á rétt sinn fyrir dómstólum. 28.11.2022 11:26