Ekki enn reynst unnt að ræða við þann sem var sparkað niður 23 steintröppur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2023 11:16 Moe's Bar í Jafnaseli í Breiðholti. Tröppurnar sjást glögglega á hægri hlið hússins. Moe's Bar Ekki hefur reynst unnt að taka skýrslu af karlmanni sem slasaðist alvarlega þegar honum var sparkað niður 23 steintröppur við veitinga- og skemmtistað í október. Rannsókn héraðssaksóknara miðar vel og verður tekin ákvörðun um saksókn í næstu viku. Árásin átti sér stað aðfaranótt 29. október og var meintur árásarmaður handtekinn seinni partinn þann dag. Myndbandsupptaka úr öryggismyndavél er lykilgagn í málinu. Þar sést karlmaður sparka aftan í annan karlmann sem fellur niður tröppurnar. RÚV greindi frá því í gær að mennirnir tveir væru báðir íslenskir og að umræddur veitingastaður væri Moe's bar í Jafnaseli. Málið barst lögreglu umrædda nótt með tilkynningu þess efnis að karlmaður hefði dottið niður stiga. Kalt hafi verið í veðri og fín íshula á götu og tröppum. Þegar lögregla kom á staðinn lá hinn slasaði meðvitundarlaus fyrir neðan stigann. Hann var með áberandi skurð á höfði sem blæddi úr. Hann var með sterkan púls en andaði óreglulega. Sjúkraflutningamenn fluttu hann á slysadeild til aðhlynningar. Þeir aðilar sem voru á vettvangi voru mikið ölvaðir. Litlar upplýsingar var að fá annað en að maðurinn hefði sennilega dottið. Afar illa haldinn Sá sem féll slasaðist alvarlega á höfði. Fram kom í gæsluvarðhaldsúrskurði um miðjan nóvember að hann lægi þungt haldinn á sjúkrahúsi og óvíst um batahorfur. Í ljós hafi komið blæðing utan á heila, bólga á heila og höfuðkúpubrot. Hann var þá kominn úr öndunarvél en þurfi fulla umönnun, gæti ekki borðað eða kyngt og væri með næringarslöngu niður í maga. Hann væri með lömunareinkenni hægra megin en gæti hreyft útlimina. Hann gæti þó ekki talað eða tjáð sig. Landsréttur féllst á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir meintum árásarmanni í gær til 20. janúar. Í greinargerð héraðssaksóknara kemur fram að þann 21. desember hafi héraðssaksóknari óskað eftir því við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu að reynt yrði að taka skýrslu af brotaþola. Svo virtist sem hann væri byrjaður að tjá sig. Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, segir í samtali við Vísi í dag að ekki sé enn hægt að ræða við hinn slasaða. Vitni báru kennsl á manninn Þá var því beint til lögreglu að afla frekari læknisfræðilegra gagna um hagi hins grunaða, teikna upp og mynda anddyrið á Moe's þar sem atvikið átti sér stað og hafa uppi á tilteknu vitni sem virðist samkvæmt myndbandsupptöku sjá vel umræddan atburð. Lögregla telur hafið yfir hafa að sá sem sætir gæsluvarðhaldi sé sá sem sparkaði manninum niður stigann. Viðkomandi hafi verið staddur á Moe's umrætt kvöld og þegar myndbönd úr öryggismyndavélum inni á staðnum og fyrir utan séu borin saman sé greinilegt að um sama aðila sé að ræða. Við bætist framburður vitna sem þekkja til hins grunaða og voru á staðnum umrætt kvöld. Hinn grunaði ber sjálfur við minnisleysi en sagðist þó í fyrstu skýrslutöku þekkja sjálfan sig á myndbandinu. Hann sagði svo síðar ekki þekkja sig. Hinn grunaði sætir gæsluvarðhaldi að óbreyttu til 20. janúar. Karl Ingi segir að ákvörðun um saksókn verði tekin í næstu viku. Tengd skjöl ÚrskurðurPDF101KBSækja skjal Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Sparkað niður 23 steintröppur við veitingastað í Reykjavík Landsréttur hefur úrskurðað mann í gæsluvarðhald til 8. desember vegna gruns um að hafa sparkað öðrum manni niður 23 steintröppur utandyra við inngang veitingastaðar í Reykjavík þann 29. október síðastliðinn. 17. nóvember 2022 07:52 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Árásin átti sér stað aðfaranótt 29. október og var meintur árásarmaður handtekinn seinni partinn þann dag. Myndbandsupptaka úr öryggismyndavél er lykilgagn í málinu. Þar sést karlmaður sparka aftan í annan karlmann sem fellur niður tröppurnar. RÚV greindi frá því í gær að mennirnir tveir væru báðir íslenskir og að umræddur veitingastaður væri Moe's bar í Jafnaseli. Málið barst lögreglu umrædda nótt með tilkynningu þess efnis að karlmaður hefði dottið niður stiga. Kalt hafi verið í veðri og fín íshula á götu og tröppum. Þegar lögregla kom á staðinn lá hinn slasaði meðvitundarlaus fyrir neðan stigann. Hann var með áberandi skurð á höfði sem blæddi úr. Hann var með sterkan púls en andaði óreglulega. Sjúkraflutningamenn fluttu hann á slysadeild til aðhlynningar. Þeir aðilar sem voru á vettvangi voru mikið ölvaðir. Litlar upplýsingar var að fá annað en að maðurinn hefði sennilega dottið. Afar illa haldinn Sá sem féll slasaðist alvarlega á höfði. Fram kom í gæsluvarðhaldsúrskurði um miðjan nóvember að hann lægi þungt haldinn á sjúkrahúsi og óvíst um batahorfur. Í ljós hafi komið blæðing utan á heila, bólga á heila og höfuðkúpubrot. Hann var þá kominn úr öndunarvél en þurfi fulla umönnun, gæti ekki borðað eða kyngt og væri með næringarslöngu niður í maga. Hann væri með lömunareinkenni hægra megin en gæti hreyft útlimina. Hann gæti þó ekki talað eða tjáð sig. Landsréttur féllst á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir meintum árásarmanni í gær til 20. janúar. Í greinargerð héraðssaksóknara kemur fram að þann 21. desember hafi héraðssaksóknari óskað eftir því við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu að reynt yrði að taka skýrslu af brotaþola. Svo virtist sem hann væri byrjaður að tjá sig. Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, segir í samtali við Vísi í dag að ekki sé enn hægt að ræða við hinn slasaða. Vitni báru kennsl á manninn Þá var því beint til lögreglu að afla frekari læknisfræðilegra gagna um hagi hins grunaða, teikna upp og mynda anddyrið á Moe's þar sem atvikið átti sér stað og hafa uppi á tilteknu vitni sem virðist samkvæmt myndbandsupptöku sjá vel umræddan atburð. Lögregla telur hafið yfir hafa að sá sem sætir gæsluvarðhaldi sé sá sem sparkaði manninum niður stigann. Viðkomandi hafi verið staddur á Moe's umrætt kvöld og þegar myndbönd úr öryggismyndavélum inni á staðnum og fyrir utan séu borin saman sé greinilegt að um sama aðila sé að ræða. Við bætist framburður vitna sem þekkja til hins grunaða og voru á staðnum umrætt kvöld. Hinn grunaði ber sjálfur við minnisleysi en sagðist þó í fyrstu skýrslutöku þekkja sjálfan sig á myndbandinu. Hann sagði svo síðar ekki þekkja sig. Hinn grunaði sætir gæsluvarðhaldi að óbreyttu til 20. janúar. Karl Ingi segir að ákvörðun um saksókn verði tekin í næstu viku. Tengd skjöl ÚrskurðurPDF101KBSækja skjal
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Sparkað niður 23 steintröppur við veitingastað í Reykjavík Landsréttur hefur úrskurðað mann í gæsluvarðhald til 8. desember vegna gruns um að hafa sparkað öðrum manni niður 23 steintröppur utandyra við inngang veitingastaðar í Reykjavík þann 29. október síðastliðinn. 17. nóvember 2022 07:52 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Sparkað niður 23 steintröppur við veitingastað í Reykjavík Landsréttur hefur úrskurðað mann í gæsluvarðhald til 8. desember vegna gruns um að hafa sparkað öðrum manni niður 23 steintröppur utandyra við inngang veitingastaðar í Reykjavík þann 29. október síðastliðinn. 17. nóvember 2022 07:52