Nýjustu Hafnfirðingarnir leystir út með krúttkörfu Frá áramótunum í fyrra hafa allir nýfæddir Hafnfirðingar fengið heimsendar hamingjuóskir og kort frá heimabænum um að þeirra bíði táknræn gjöf, svokölluð krúttkarfa, á barnadeildinni á Bókasafni Hafnarfjarðar. 347 börn fæddust í sveitarfélaginu í fyrra. 7.2.2023 14:03
Segja Aðalstein vanhæfan og krefjast þess formlega að hann víki Efling - stéttarfélag sendi í morgun kröfu til embættis ríkissáttasemjara um að Aðalsteinn Leifsson víki sæti sökum vanhæfis í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Er þess krafist að skipaður verði staðgengill hans til að fara með málið. 7.2.2023 10:13
Óvissa um fundi hjá ríkissáttasemjara Ekki hefur verið hægt að halda fund beggja deiluaðila með ríkissáttasemjara um atkvæðagreiðslu hans um miðlunartillögu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tölvusamskipti hafi átt sér stað í gær milli hennar og ríkissáttasemjara um mögulegan fundartíma og síðast rætt að hann gæti orðið klukkan 14. Ekkert formlegt fundarboð hafi hins vegar komið til ríkissáttasemjara. 7.2.2023 08:59
Sextán vilja sæti í stjórn VR Elva Hrönn Hjartardóttir og Ragnar Þór Ingólfsson eru í framboði til formanns VR. Framboðsfrestur vegna formanns- og stjórnarkjörs VR rann út á hádegi í dag og vilja sextán komast í stjórn félagsins. 6.2.2023 17:22
Útkall í verslunareiningu á Hagamel Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu stendur þessa stundina í reykræstingu á veitingastaðnum Asia food við Hagamel í vesturbæ Reykjavíkur. 6.2.2023 16:35
Drífa ný talskona Stígamóta Drífa Snædal hefur verið ráðin talskona Stígamóta og tekur við starfinu þann 1. mars af Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur sem hefur ráðið sig til almannatengslafyrirtækisins Aton JL. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stígamótum. 6.2.2023 16:21
Þóra Arnórsdóttir hættir hjá RÚV Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks hjá Ríkisútvarpinu, hefur sagt upp störfum hjá Ríkisutvarpinu. Hún segist skilja sátt eftir 25 ára starf í fjölmiðlum og ætlar í annan bransa sem þó er leyndarmál fyrst um sinn. 6.2.2023 13:49
Í beinni: Dómstólar kveða upp dóma sína í kjaradeilunni Von er á því að bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Félagsdómur komist að niðurstöðu varðandi það annars vegar hvort Efling þurfi að afhenda sáttasemjara félagatal sitt og hins vegar hvort boðað verkfall tæplega þrjú hundruð félagsmanna Eflingar á morgun standist lög. 6.2.2023 12:37
Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6.2.2023 11:27
Ekki vitað af Íslendingum á skjálftasvæðum Utanríkisráðuneytið er ekki meðvitað um að neinn Íslendingur sé á þeim svæðum í suðurhluta Tyrklands eða norðurhluta Sýrlands þar sem ógnarstór jarðskjálfti reið yfir í morgun. Skjálftinn var af stærðinni 7,8 stig og ljóst að mannfall er mikið. 6.2.2023 11:16