Segja Aðalstein vanhæfan og krefjast þess formlega að hann víki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2023 10:13 Sólveig og félagar í Eflingu eru ekki sátt með framgöngu Aðalsteins í deilunni. Vísir/Vilhelm Efling - stéttarfélag sendi í morgun kröfu til embættis ríkissáttasemjara um að Aðalsteinn Leifsson víki sæti sökum vanhæfis í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Er þess krafist að skipaður verði staðgengill hans til að fara með málið. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur í orði óskað eftir því undanfarna daga að sáttasemjari víki. Nú hefur stéttarfélagið sent formlegt erindi til sáttasemjara sem Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Eflingar, ritar. Í erindinu er meðhöndlun ríkissáttasemjara á málinu rakin. Rök eru leidd að því hann hafi með framgöngu sinni gefið skýrt tilefni til að draga óhlutdrægni sína í efa. „Ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu sína án þess að hann uppfyllti skilyrði laga um að ráðgast við Eflingu. Tillagan er efnislega samhljóða tilboði Samtaka atvinnulífsins, og kom í engum atriðum til móts við sjónarmið Eflingar,“ segir í kröfu Eflingar. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í gær að Eflingu bæri að afhenda sáttasemjara kjörskrá sína tafarlaust svo sáttasemjari geti látið atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna fara fram hjá öllum félagsmönnum Eflingar. Sólveig Anna segist ekki ætla að afhenda kjörskrána fyrr en Landsréttur hefur tekið málið fyrir. „Öll heildarsamtök launafólks á Íslandi hafa opinberlega gagnrýnt miðlunartillögu ríkissáttasemjara,“ segir í tilkynningu frá Eflingu. Er þar vísað til þess að ASÍ, SGS og VR hafa öll gagnrýnt tillöguna. Verkfall félagsmanna Eflingar á sjö hótel í Reykjavík hefst klukkan tólf í dag. Þá lýkur atkvæðagreiðslu um víðtækari aðgerðir á átta hótelum til viðbótar auk bílstjóra hjá Samskipum og olíufélögum. Erindið í heild sinni má sjá í viðhengi að neðan. Tengd skjöl Krafa_vegna_vanhæfisPDF454KBSækja skjal Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur í orði óskað eftir því undanfarna daga að sáttasemjari víki. Nú hefur stéttarfélagið sent formlegt erindi til sáttasemjara sem Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Eflingar, ritar. Í erindinu er meðhöndlun ríkissáttasemjara á málinu rakin. Rök eru leidd að því hann hafi með framgöngu sinni gefið skýrt tilefni til að draga óhlutdrægni sína í efa. „Ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu sína án þess að hann uppfyllti skilyrði laga um að ráðgast við Eflingu. Tillagan er efnislega samhljóða tilboði Samtaka atvinnulífsins, og kom í engum atriðum til móts við sjónarmið Eflingar,“ segir í kröfu Eflingar. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í gær að Eflingu bæri að afhenda sáttasemjara kjörskrá sína tafarlaust svo sáttasemjari geti látið atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna fara fram hjá öllum félagsmönnum Eflingar. Sólveig Anna segist ekki ætla að afhenda kjörskrána fyrr en Landsréttur hefur tekið málið fyrir. „Öll heildarsamtök launafólks á Íslandi hafa opinberlega gagnrýnt miðlunartillögu ríkissáttasemjara,“ segir í tilkynningu frá Eflingu. Er þar vísað til þess að ASÍ, SGS og VR hafa öll gagnrýnt tillöguna. Verkfall félagsmanna Eflingar á sjö hótel í Reykjavík hefst klukkan tólf í dag. Þá lýkur atkvæðagreiðslu um víðtækari aðgerðir á átta hótelum til viðbótar auk bílstjóra hjá Samskipum og olíufélögum. Erindið í heild sinni má sjá í viðhengi að neðan. Tengd skjöl Krafa_vegna_vanhæfisPDF454KBSækja skjal
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Sjá meira