Lækka endurgreiðslu á rafbílum en fjölga þeim sem geta fengið Hámarksendurgreiðsla á virðisaukaskatti við kaup á rafmagns- og vetnisbílum lækkar á árinu 2023 úr 1,56 milljónum króna í 1,32 milljónir króna. Hámarksfjöldi bíla sem geta sótt slíka ívilnun hefur verið fjölgað úr fimmtán þúsund í tuttugu þúsund. Þetta kemur fram í nýsamþykktu frumvarpi um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld. 16.12.2022 20:33
Löggan sinnir betlara, þefar uppi graslykt og ræðir við gervilöggur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með starfsmann á Twitter-vaktinni í kvöld þar sem greint er frá öllum útköllum lögreglunnar. Twitter-verkefnið stendur í hálfan sólarhring. 16.12.2022 19:30
Fjárlög samþykkt og næsti þingfundur 23. janúar Fjárlög fyrir árið 2023 voru samþykkt á Alþingi nú síðdegis. Þar með er Alþingi komið í jólafrí. 16.12.2022 19:13
Dæmdur fyrir að smita fyrrverandi af HIV-veirunni Karlmaður á fertugsaldri í Noregi hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa smitað fyrrverandi eiginkonu sína af HIV-veirunni. Þá þarf hann að greiða henni 220 þúsund norskar krónur í bætur, eða sem svarar til 3,2 milljóna íslenskra króna. 16.12.2022 19:06
Vísindamaðurinn í fallegu lopapeysunum heiðraður í Bandaríkjunum Freysteinn Sigmundsson, vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans, hefur verið kjörinn heiðursfélagi hjá Sambandi bandarískra jarðvísindamanna (American Geophysical Union - AGU) fyrir rannsóknir sínar og framlag á sviði jarðeðlisfræði. Greint er frá þessu á vef Háskóla Íslands. 16.12.2022 18:21
Frumvarpið sem leigubílstjórar óttast orðið að lögum Leigubílafrumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra var samþykkt nú síðdegis með 38 atkvæðum. Tíu þingmenn sögðu nei. Frumvarpið rýmkar skilyrði sem þarf til að reka leigubíl, meðal annars með því að afnema reglur um heildarfjölda starfsleyfa. 16.12.2022 16:37
Markmiðið að til verði einn héraðsdómstóll í stað átta sjálfstæðra Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur hafið undirbúning að sameiningu átta héraðsdómstóla í einn héraðsdómstól. Forsenda sameiningarinnar að mati ráðherra er sú að héraðsdómstóllinn hafi áfram starfsstöðvar á landsbyggðinni þar sem núverandi dómstólar eru staðsettir. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. 16.12.2022 16:14
Ingibjörg tekur við af Hörpu sem safnstjóri Listasafns Íslands Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur skipað Ingibjörgu Jóhannsdóttur til að gegna embætti safnstjóra við Listasafn Íslands. Hún tekur við starfinu af Hörpu Þórsdóttir sem skipuð var þjóðminjavörður í ágúst síðastliðnum. 16.12.2022 15:59
Átta ára fangelsi yfir Árnmari endanleg niðurstaða Landsréttur staðfesti í dag átta ára fangelsisdóm yfir Árnmari Jóhannesi Guðmundssyni fyrir skotárás á Egilsstöðum í ágúst í fyrra. 16.12.2022 14:33
Dómur fyrir íkveikju á Akureyri lítillega mildaður Landsréttur hefur dæmt Kristófer Örn Sigurðarson í tveggja ára og þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa í nóvember 2019 kveikt í húsinu Byrgi í Sandgerðisbót á Akureyri. Um er að ræða mildun sem nemur þremur mánuðum frá dómi í Héraðsdómi Norðurlands eystra í fyrra. 16.12.2022 14:12
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið