Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Davíð Lúther segir skilið við Sahara

Davíð Lúther Sigurðarson, einn stofnenda og framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, er hættur störfum. Hann greinir frá tímamótunum á Facebook.

Glænýr Land Cruiser sem betur fer í bílskúrnum

Stærðarinnar ösp varð vindinum að bráð við Digranesheiði í Kópavogi á þriðja tímanum. Tilviljun réð því að öspin féll ekki á glænýjan Land Cruiser sem var aldrei þessu vant inni í bílskúr.

Varanlegur heilaskaði og 150 milljóna króna bótakrafa

26 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps en til vara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás við Moe's bar í Jafnaseli í fyrra. Gerð er krafa í miska- og skaðabætur upp á 150 milljón króna.

Valur Hrafn ráðinn tæknistjóri hjá Stokki

Valur Hrafn Einarsson hefur verið ráðinn tæknistjóri (CTO) hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Stokki Software. Valur hefur víðtæka reynslu úr tæknigeiranum og hefur frá árinu 2018 stýrt vefþróunardeild Sýnar.

Auka loðnukvótann um tæplega sextíu þúsund tonn

Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuafli á vertíðinni 2022-2023 verði ekki meiri en 275.705 tonn, sem þýðir 57.300 tonna hækkun ráðgjafar frá þeirri sem gefin var út 4. október 2022. Þetta kemur fram á vef Hafrannsóknarstofnunar.

Hristir hausinn yfir ákvörðun Jóns því vélina megi alls ekki selja

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra á þeim tíma sem flugvélin TF-SIF varð hluti af flota Landhelgisgæslunnar, er hissa á tíðindum af fyrirhugaðri sölu vélarinnar. Hans skoðun er einföld. Vélina megi alls ekki selja. Þá setur hann spurningamerki við að Ísland vilji ekki stolt leggja sitt af mörkum við gæslustörf fyrir Miðjaðarhafi.

Tvíhöfði snýr aftur í hlaðvarpi

Grínistarnir Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr ætlar aftur að blaðra frá sér allt vit í þætti sínum Tvíhöfða. Tilkynnt var í sumar að Tvíhöfði yrði ekki á dagskrá Rásar 2 eftir fimm ára endurkomu þáttanna vinsælu.

Sjá meira