Síðasta fréttakviss ársins: Ertu með á nótunum á gamlársdegi? Hversu vel fylgist þú með fréttum og líðandi stund? Taktu þátt í Fréttakvissi vikunnar sem er í boði á Vísi á laugardögum. 31.12.2022 09:00
Mari Jaersk komin á fast með Nirði Ofurhlaupakonan Mari Jaersk hefur fundið ástina í badmintonkempunni Nirði Lúðvíkssyni. Mari birti mynd af parinu á Instagram í TBR-húsinu við Gnoðarvog í dag. Þar eru þau í faðmlögum og með badmintonspaða í hönd. 30.12.2022 17:22
Skella í lás eftir tíu ár í CooCoo's Nest Veitingastaðnum CooCoo's Nest á Granda í Reykjavík verður lokað í dag eftir að hafa framreitt mat fyrir gesti í áratug. Aðrir aðilar opna rekstur í húsnæðinu á nýju ári. Síðasti brönsinn á CooCoo's hefur verið borinn fram. 30.12.2022 16:26
Borholuhús sem hefur áhrif á heita vatnið á höfuðborgarsvæðinu brann í nótt Eldur kviknaði í borholuhúsi Veitna í Mosfellssveit í nótt með þeim afleiðingum að stór og öflug borhola er dottin úr rekstri tímabundið. Frá þessu er grein á vef Veitna. Viðbúið er að íbúar í einhverjum hverfum á höfuðborgarsvæðinu finni fyrir þrýstingsfalli heita vatnsins. 30.12.2022 14:41
Talsvert um nauðung á hjúkrunarheimilum og lagt til að þrengja heimildir Talsvert er um að nauðung sé beitt á hjúkrunarheimilum og eru læsingar og fjötrun algengustu aðferðirnar. Samráðshópur skipaður af heilbrigðisráðherra leggur til að þrengja heimildir til beitingu nauðungar og setja auknar skorður við framkvæmdina. 30.12.2022 14:22
Guðjón Valur orðinn afi Handboltakappinn Guðjón Valur Sigurðsson er orðinn afi. Dóttir hans eignaðist hárprúða dóttur þann 21. desember síðastliðinn. 30.12.2022 13:12
Myndaveisla frá heimsókn Pele: Reif í einn ljóshærðan hnokka fyrir myndatöku „Þetta er mjög eftirminnilegt. Það átti að fara að loka dyrunum að einhverjum sal þar sem eðalmenni áttu að fá að vera í friði. Þá rífur hann í mig,“ segir Einar Jónsson um kynni sín af knattspyrnugoðsögninni Pele. Svarta perlan kvaddi þennan heim 82 ára að aldri í gær eftir glímu við krabbamein. 30.12.2022 12:25
Áhrif Þjóðleikhúsmálsins meiri en fólk geri sér grein fyrir Sóley Tómasdóttir jafnréttis- og fjölbreytileikafræðingur telur að stóra Þjóðleikhúsmálið hafi haft meiri áhrif en fólk geri sér grein fyrir. Fólk sé móttækilegra fyrir menningarfordómum í dag og nefnir að nú borgi fólk henni fyrir að ræða hluti sem það hataði hana fyrir á sínum tíma. 29.12.2022 21:00
Fimm milljónir í sjónvarpsþætti um hatursorðræðu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, undirrituðu í gær samning við Ketchup Productions um framleiðslu sjónvarpsþátta um skaðsemi hatursorðræðu. 29.12.2022 15:57
Leggja til tólf milljónir í meira Sjúktspjall Forsætisráðuneytið og Stígamót hafa gert samstarfssamning um framhald verkefnisins Sjúktspjall. Um er að ræða nafnlaust netspjall þar sem ungmenni á aldrinum 13-20 ára geta rætt við ráðgjafa Stígamóta um kynferðisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. 29.12.2022 15:52