Tvítugar stelpur höfðu allar verið kyrktar í kynlífi af ókunnugum gaur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2023 09:05 Kristín Blöndal Ragnarsdóttir, María Hjálmtýsdóttir og Eygló Árnadóttir voru gestir í Karlmennskunni. Karlmennskan Sérfræðingar í forvörnum gegn kynferðisofbeldi segja fleira þurfa að koma til en viðbragðsáætlanir þegar upp koma kynferðisbrot í framhaldsskólum. Málið sé flóknara en viðameira en það. „Þegar skóli fer í réttarkerfis pælingu um hvað gerðist, hver er sekur og saklaus og hvernig á að refsa. Skóli er ekki réttarkerfi, það er ekki hlutverk hans, hann hefur ekki forsendur í þetta. Við þurfum að hugsa þetta allt allt öðruvísi.“ segir Eygló Árnadóttir fræðslustýra hjá Stígamótum. Hún var á meðal gesta í nýjasta þætti hlaðvarpsins Karlmennskan. Þurfi að endurhugsa allt Kristín Blöndal Ragnarsdóttir, grunnskólakennari og verkefnastýra Hafnarfjarðarbæjarmeðlimur,, segir í sama viðtali að meiri áherslu ætti að leggja í að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi í stað þess að reyna að bregðast við því. „Allt samfélagið þarf að fara í gegnum risa stóra breytingu á viðhorfi, þar sem við erum með massíva fræðslu frá leikskólaaldri um virðingu, mörk, samþykki og samskipti. Þegar þetta vantar þá erum við alltaf að vinna í að bregðast við einhverju sem við ættum að leggja meiri áherslu á að koma í veg fyrir.“ María Hjálmtýsdóttir, annar gestur þáttarins, bætir við: „Í grunninn er vandamálið miklu djúpstæðara heldur en eitthvað sem við getum leyst með skýrslu sem leiðir til nefndar sem kemur með svarið. Þetta er miklu djúpstæðara og snýr að menningarlegum þáttum t.d. hvað er kynlíf og til hvers er það?“ Taka þær allar undir ákall framhaldsskólanema, í kjölfar byltinga sl. haust, um aukna kyn- og kynjafræðikennslu í framhaldsskólum. Klám hafi áhrif á kynlíf ungmenna „Ég var að tala við hóp af tvítugum stelpum, talandi um klám og hvernig það smitast í hegðun, þær höfðu allar lent í því að vera kyrktar í kynlífi með gaur sem þær þekktu ekki neitt. Án þess að þær bæðu um það eða veittu samþykki fyrir því,“ segir María. Hún telur að klám hafi þau áhrif að fyrsta kynlífsreynsla geti auðveldlega orðið neikvæð upplifun. Sérstaklega fyrir stelpur sem stunda kynlíf með strákum. „Það er ekki nóg að segja fáðu já, því við erum með samfélag sem elur stelpur upp í það að hlýða, vera stilltar og svo stráka að vera hugrakkir og ekki gefast upp. Þau koma saman og hún segir auðvitað já því hún ætlar ekki að vera tepra.“ segir Kristín. Reynsla hennar sé sú að oft viti strákar ekki endilega af því ef þeir hafi farið yfir mörk stelpna sem þeir stunda kynlíf með, sem rekja megi til áhrifa þess sem þeir sjá í klámi. María er á öðru máli og nefnir í því samhengi að margir strákar líti upp til Andrew Tate. „Sumir strákar vita alveg af því að þeir eru að fara yfir mörk, sem er hluti vandamálsins. Af því við erum með bullandi Andrew Tate-klám-sósu. Það eru ekkert allir strákar sem vita ekkert hvað þeir eru að gera, sumir vita það bara alveg.“ Þáttinn í heild má sjá að neðan. Kynlíf Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
„Þegar skóli fer í réttarkerfis pælingu um hvað gerðist, hver er sekur og saklaus og hvernig á að refsa. Skóli er ekki réttarkerfi, það er ekki hlutverk hans, hann hefur ekki forsendur í þetta. Við þurfum að hugsa þetta allt allt öðruvísi.“ segir Eygló Árnadóttir fræðslustýra hjá Stígamótum. Hún var á meðal gesta í nýjasta þætti hlaðvarpsins Karlmennskan. Þurfi að endurhugsa allt Kristín Blöndal Ragnarsdóttir, grunnskólakennari og verkefnastýra Hafnarfjarðarbæjarmeðlimur,, segir í sama viðtali að meiri áherslu ætti að leggja í að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi í stað þess að reyna að bregðast við því. „Allt samfélagið þarf að fara í gegnum risa stóra breytingu á viðhorfi, þar sem við erum með massíva fræðslu frá leikskólaaldri um virðingu, mörk, samþykki og samskipti. Þegar þetta vantar þá erum við alltaf að vinna í að bregðast við einhverju sem við ættum að leggja meiri áherslu á að koma í veg fyrir.“ María Hjálmtýsdóttir, annar gestur þáttarins, bætir við: „Í grunninn er vandamálið miklu djúpstæðara heldur en eitthvað sem við getum leyst með skýrslu sem leiðir til nefndar sem kemur með svarið. Þetta er miklu djúpstæðara og snýr að menningarlegum þáttum t.d. hvað er kynlíf og til hvers er það?“ Taka þær allar undir ákall framhaldsskólanema, í kjölfar byltinga sl. haust, um aukna kyn- og kynjafræðikennslu í framhaldsskólum. Klám hafi áhrif á kynlíf ungmenna „Ég var að tala við hóp af tvítugum stelpum, talandi um klám og hvernig það smitast í hegðun, þær höfðu allar lent í því að vera kyrktar í kynlífi með gaur sem þær þekktu ekki neitt. Án þess að þær bæðu um það eða veittu samþykki fyrir því,“ segir María. Hún telur að klám hafi þau áhrif að fyrsta kynlífsreynsla geti auðveldlega orðið neikvæð upplifun. Sérstaklega fyrir stelpur sem stunda kynlíf með strákum. „Það er ekki nóg að segja fáðu já, því við erum með samfélag sem elur stelpur upp í það að hlýða, vera stilltar og svo stráka að vera hugrakkir og ekki gefast upp. Þau koma saman og hún segir auðvitað já því hún ætlar ekki að vera tepra.“ segir Kristín. Reynsla hennar sé sú að oft viti strákar ekki endilega af því ef þeir hafi farið yfir mörk stelpna sem þeir stunda kynlíf með, sem rekja megi til áhrifa þess sem þeir sjá í klámi. María er á öðru máli og nefnir í því samhengi að margir strákar líti upp til Andrew Tate. „Sumir strákar vita alveg af því að þeir eru að fara yfir mörk, sem er hluti vandamálsins. Af því við erum með bullandi Andrew Tate-klám-sósu. Það eru ekkert allir strákar sem vita ekkert hvað þeir eru að gera, sumir vita það bara alveg.“ Þáttinn í heild má sjá að neðan.
Kynlíf Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira