Orð gegn orði um andlát sjúklings á geðdeild Grundvallarmunur er á lýsingum hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans og starfsmanna sem voru á vaktinni á því hvað gerðist. Hjúkrunarfræðingurinn neitaði að hafa hellt næringardrykk í sjúklinginn þar til hann missti meðvitund við aðalmeðferð málsins sem hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 24.5.2023 15:52
Afar ósáttur við auglýsingar BSRB sem hann telur ólöglegar Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, er allt annað en sáttur við auglýsingar BSRB í nafni Reykjanesbæjar þar sem óskað er eftir nægjusömum starfskrafti. Félagsmenn í Starfsmannafélagi Suðurnesja lögðu niður störf í grunnskólum í dag og fjölmenntu á bókasafn bæjarsins í morgun og hittu fyrir bæjarstjórann. 24.5.2023 12:00
Sagðist hafa fundið tíu þúsund evrur á leið heim úr skólanum Tveir rúmenskir karlmenn hafa verið dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa notað peninga í verslunum og í Háspennusal sem þeir máttu gruna að væru falsaðir. Ófjárráða stelpa kom að því að skipta fölsuðum evruseðlum í íslenska peninga. 23.5.2023 16:39
Seltjarnarnesbær sýknaður af öllum kröfum feðginanna Seltjarnarnesbær var í hádeginu sýknaður af tólf milljóna skaðabótakröfu sem feðgin höfðuðu á hendur bænum. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi ekki sannað að starfsfólk bæjarfélagsins hefði sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi. Faðirinn segir að málinu verði áfrýjað til Landsréttar. 23.5.2023 13:11
Fiðlubogasnillingar tilnefndir til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs Fiðluleikarinn Elfa Rún Kristinsdóttir og hljómsveitin Sigur Rós eru tilnefnd til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2023. Tilkynnt verður um verðlaunahafann í Ósló þann 31. október. Þetta kemur fram á vef Norðurlandaráðs. 23.5.2023 10:41
Viðbrögð „góða fólksins“ hafi verið viðbúin Eigandi plastverksmiðju á Akureyri segir „góða fólkið“ hafa orðið brjálað og hann kallaður arðræningi í ummælakerfum eftir auglýsingu eftir starfsmanni sem væri sjaldan veikur. Hann segir einfaldlega hafa viljað vekja athygli á því að hæfniskröfur væru í raun engar. 22.5.2023 16:58
Aftur í einangrun grunaður um manndráp á Selfossi Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið 28 ára konu að bana á Selfossi þann 27. apríl er aftur kominn í gæsluvarðhald í fangelsinu á Hólmsheiði. Vikurnar tvær á undan hafði hann fengið að umgangast aðra fanga á meðan hann sætir gæsluvarðhaldi. 22.5.2023 14:50
Ostabúðin á Fiskislóð gjaldþrota Engar eignir fundust í þrotabúi Ostabúðarinnar veisluþjónustu sem var með starfsemi á Fiskislóð á Granda þar til búðinni var lokað í fyrra. Kröfur í þrotabúið námu rúmum 26 milljónum króna að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag. 22.5.2023 13:50
Eiginmaðurinn fyrrverandi fylgist með úr öðru herbergi Karlmaður sem sakaður er um gróf kynferðisbrot og ofbeldi í nánu sambandi gagnvart þáverandi eiginkonu sinni skal víkja úr dómsal þegar konan gefur skýrslu. Þetta er niðurstaða þriggja dómara við Landsrétt sem voru ósammála héraðsdómi sem hafði hafnað kröfu ákæruvaldsins að eiginmaðurinn viki úr salnum. 22.5.2023 13:05
Þórdís ráðin forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar Þórdís Valsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar. Útvarpsstöðvarnar sem Þórdís mun stýra eru Bylgjan, FM957, X977, Gullbylgjan, Léttbylgjan og Íslenska bylgjan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. 22.5.2023 12:02