Íslensk ungmenni geta ferðast og starfað í Kanada í allt að tvö ár Íslensk ungmenni á aldrinum 18 til 30 ára munu geta ferðast og starfað í Kanada í allt að tvö ár þökk sé nýundirrituðum samningi. Um er að ræða gagnkvæman samning sem tryggir ungu fólki frá Kanada sömu réttindi. 8.8.2023 11:34
Saka föðurbróður sinn um töskuþjófnað og hættulega ákeyrslu Þrjár systur saka föðurbróður sinn um að hafa keyrt á föður þeirra á dráttarvél síðastliðinn föstudag. Þá hafi hann neitað að skila föður þeirra tösku sem hafi orðið eftir á heimili hans. 8.8.2023 11:20
Kertafleytingar til minningar um fórnarlömb sprenginganna Íslenskir friðarsinnar standa fyrir kertafleytingu víða um land annað kvöld til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí í Japan við lok síðari heimsstyrjaldar árið 1945. Minnt er á að kjarnorkusprengjur eru stöðug ógn við heimsbyggðina. 8.8.2023 10:13
Borgnesingurinn nældi í brons í Búkarest Erla Ágústsdóttir gerði sér lítið fyrir og vann til bronsverðlauna á Evrópumeistaramóti 23 ára og yngri í Búkarest í Rúmeníu. 3.8.2023 16:38
Forseti Íslands á leið í drulluna í Wacken Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heldur á morgun til Þýskalands þar sem hann er heiðursgestur á tónlistarhátíðinni Wacken Open Air sem fram fer dagana 2.–5. ágúst. Mikið úrhelli hefur gert tónleikagestum erfitt um vik enda hluti tónleikasvæðisins orðinn að drullusvaði. 3.8.2023 14:37
„Ekki verslunarmannahelgin þar sem allt fýkur til fjandans“ Veðurfræðingur segir milt veður í kortunum um land allt um verslunarmannahelgina. Fólk þurfi þó að hafa heppnina með sér til að sleppa algjörlega við úrkomu. Helgin bjóði upp á þokkalega sumardaga hvað hitastigið varði. Helst sjáist til sólar á Norðurlandi og Vestfjörðum. 3.8.2023 12:44
Myndi núna leggja til að Íslendingar undir fimmtugu yrðu ekki bólusettir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem lék mikið hlutverk í íslensku samfélagi meðan á faraldri kórónuveirunnar stóð, segir að flestar ákvarðanir sem teknar hafi verið hafi reynst réttar miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir. 3.8.2023 10:29
Ógreidd mótsgjöld eyðilögðu draum um verðlaun Uppi varð fótur og fit á Rey Cup fótboltamótinu um helgina þegar lið Þróttar var óvænt komið í undanúrslit þrátt fyrir tap í átta liða úrslitum gegn Breiðabliki. Ástæðan var sú að ekki hafði verið greitt mótsgjald fyrir nokkra leikmenn Blika. Málið leystist farsællega og sömuleiðis þegar ósáttur faðir hljóp inn á völl til að ræða við dómara. 2.8.2023 14:01
160 kíló af hassi voru í skútunni Lagt var hald á tæplega 160 kíló af hassi í lögregluaðgerðum á Reykjanesi í skútumáli í lok júní. Þrír eru enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 1.8.2023 14:40
Gripin með hálft kíló af kókaíni innvortis Erlend kona hefur verið dæmd í sjö mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla hálfu kílói af kókaíni til landsins þann 18. júní síðastliðinn. Konan kom til landsins með flugi frá París í Frakklandi. 1.8.2023 13:40