Eygló nýr formaður stjórnar Sjúkratrygginga Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað Eygló Harðardóttur formann stjórnar Sjúkratrygginga Íslands og Guðmund Magnússon varaformann. Ný inn í stjórnina kemur einnig Ólafía B. Rafnsdóttir, fyrrverandi formaður VR. 26.9.2023 10:11
Eyjamaður sá fyrir enn eitt tap Chelsea og græddi 1,7 milljónir 85 ára stuðningsmaður KFS í Vestmannaeyjum fékk 13 rétta á Sunnudagsseðilinn í getraunum um helgina og fær hann rúmar 1,7 milljónir króna í vinning. Hann spáði meðal annars Aston Villa útisigri gegn Chelsea. 25.9.2023 14:00
Sjötíu milljónir til að vinna með kvíða hjá börnum Nýtt meðferðarúrræði á netinu gæti tryggt mun fleiri börnum og forráðamönnum þeirra um allt land árangursríka geðheilbrigðisþjónustu. Háskólinn í Reykjavík og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins vinna saman að verkefninu sem heilbrigðisráðuneytið hefur styrkt með 70 milljóna króna framlagi. 25.9.2023 11:59
Fá ekki að hlusta hver á annan Ákveðið var í undirbúningsþinghaldi í Bankastræti-Club málinu í morgun að sakborningar myndu ekki sitja inni í dómsal í Gullhömrum. Þeir munu sitja því frammi og koma inn einn af öðrum. Verjendur mótmæla ákvörðuninni. Á fimmtudag verður fjölmiðlabanni aflétt. 25.9.2023 10:17
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Dómsmálaráðherra hyggst skipa eftirlitshóp með rafbyssunotkun lögreglu. Þingmaður Pírata óttast meiri vopnavæðingu með innleiðingu rafbyssa hér á landi. Við fylgjum eftir fréttum okkar um rafbyssur í kvöldfréttum. 23.9.2023 18:13
Heiðra goðsögnina Bjarna Fel þegar erkifjendur mætast Til stendur að heiðra goðsögnina Bjarna Felixson, íþróttalýsanda og knattspyrnukempu, á Meistaravöllum á morgun þegar KR-ingar taka á móti Völsurum í Bestu-deild karla í knattspyrnu. 23.9.2023 14:30
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Fjölmennu liði viðbragðsaðila tókst um miðnætti að bjarga háhyrningi sem hafði legið strandaður í fjöru við Gilsfjörð frá því á fimmtudag. Við heyrum í björgunaraðilum í hádegisfréttum. 23.9.2023 11:51
Hraðbraut í Svíþjóð í sundur vegna jarðsigs Mildi má telja að engin slasaðist alvarlega þegar stór hluti E6 hraðbrautarinnar nærri Stenungssund norðan af Gautaborg fór í sundur sökum jarðsigs í nótt. 23.9.2023 11:39
Uppfylltu skotpróf MAST og með hval í sigtinu Hvalveiðiskipið Hvalur 8 er aftur haldið til veiða eftir að Matvælastofnun aflétti tímabundnu banni við veiðunum. Skotæfing til að sýna fram á hæfni skyttna á skipinu gekk vel í gær. 22.9.2023 13:35
Ís úr vél að vetri til heyrir brátt sögunni til á Siglufirði Óðum steðjar að sá dagur að Siglfirðingar og nærsveitungar geti ekki keypt sér ís úr vél eða bland í poka úr nammibar. Videoval, sögufræg sjoppa í bænum, er til sölu en verður lokað um áramótin finnist ekki nýir rekstraraðilar. 21.9.2023 16:07