Sigurður Orri stýrir samfélagsmiðlum og viðburðum Viðreisnar Sigurður Orri Kristjánsson, stjórnmálafræðingur, hefur verið ráðinn til starfa hjá Viðreisn sem verkefnastjóri samfélagsmiðla og viðburða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. 1.9.2023 14:10
True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns Framleiðslufyrirtækið True North hefur krafist þess að lögbann verði sett á Hval hf vegna veiða á langreyðum. Katrín Oddsdóttir, lögmaður hjá Rétti, fer með málið fyrir hönd True North. Erfitt, jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. 31.8.2023 16:58
Ný reglugerð: Veiða skal í birtu og þrír reynsluboltar ávallt um borð Ný reglugerð um veiðar á langreyðum kveður á um að aðeins megi veiða langreyðar í birtu, gæta þurfi þess að enginn kálfur sé með í för, skjóta þarf af minna en 25 metra færi og þrír í áhöfninni þurfa að lágmarki að hafa reynslu af hvalveiðum. Þetta kemur fram í nýrri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem tók gildi í dag. 31.8.2023 15:56
Rétta hlut tannskakkra með þreföldum styrk Styrkur til tannréttinga hefur tæplega þrefaldast með breytingu á reglugerð um þátttöku Sjúkratrygginga í kostnaði við tannlækningar. Styrkur til meðferðar í báðum gómum hækkar úr 150 þúsund í 430 þúsund. Styrkur til meðferðar í einum gómi hækkar úr 100 þúsund krónum í 290 þúsund krónur. 31.8.2023 15:12
Fjölskylda Sofiu þakklát fyrir heimboð að Bessastöðum Fjölskylda Sofiu Sarmite Kolesnikovu sem lést á Selfossi í apríl síðastliðnum þáði heimboð Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands að Bessastöðum á dögunum. Systir Sofiu er full af þakklæti fyrir heimboðið. 31.8.2023 13:13
Hvalveiðivertíðin hefst á morgun með hertum skilyrðum Hvalveiðar geta hafist á morgun en með hertum skilyrðum. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að setja nýja reglugerð í dag sem ætlað er að bæta umgjörð veiða á langreyðum. Með reglugerðinni er brugðist við niðurstöðum eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum árið 2022, áliti fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðarnar. 31.8.2023 11:54
Arnhildur verðlaunuð fyrir frumleika í mannvirkjagerð Arnhildur Pálmadóttir arkitekt hefur hlotið viðurkenningu sem frumkvöðull í mannvirkjagerð. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, færði Arnhildi viðurkenninguna á húsnæðisþingi í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem viðurkenning af þessu tagi er veitt fyrir frumkvöðlastarf í mannvirkjagerð í tengslum við húsnæðisþing. 31.8.2023 11:27
Dagskrá riðlast vegna seinkunar á flugi Flugi Icelandair frá Reykjavík til Egilsstaða seinkaði um eina og hálfa klukkustund í morgun. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru um borð en sumarfundur ríkisstjórnarinnar fer fram á Egilsstöðum í dag. Reiknað er með því að matvælaráðherra tilkynni um ákvörðun sína varðandi hvalveiðar á fundinum. 31.8.2023 09:09
Hvorki pirraður nágranni né hrekkjóttur unglingur Listamaðurinn Curver Thoroddsen hefur eignast nýjan vin eftir leystist farsællega úr óvæntri uppákomu á Hamraborgarhátíðinni í Kópavogi. Það sem talið var hafa verið skemmdarverk pirraðs nágranna reyndist hafa verið umsjónarmaður húsnæðisins að vinna vinnuna sína. 30.8.2023 16:37
Svandís greinir frá ákvörðun um hvalveiðar á Egilsstöðum Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að greina frá ákvörðun sinni varðandi framhald hvalveiða að loknum ríkisstjórnarfundi á morgun. Þetta staðfestir Dúi Landmark upplýsingafulltrúi í matvælaráðuneytinu. Um er að ræða sumarfund ríkisstjórnarinnar sem fer fram á Egilsstöðum. 30.8.2023 14:03