Hádegisfréttir Bylgjunnar Hugsanlegt er að Skaftárhlaup hafi náð hámarki. Að sögn bónda á svæðinu er vatnsmagnið minna nú en oft áður og heimafólk ekki uggandi yfir stöðunni eins og er. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á slaginu tólf. 30.8.2023 11:59
Gul viðvörun um helgina Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs á stóru hluta landsins á föstudagskvöld og fram eftir degi á laugardaginn. Vissara er fyrir fólk að hugsa að trampólínum í görðum víða um land. 30.8.2023 11:15
Lokanir á fjallvegum vegna hlaup í Skaftá Lögreglan á Suðurlandi vekur athygli á lokunum á fjallvegum vegna yfirstandandi hlaups í Skaftá. Í tilkynningu segir að staðan sé reglulega metin með sérfræðingum Veðurstofu Íslands og Almannavörnum. 30.8.2023 10:40
Tók íbúðina úr sölu þótt mamman tryði ekki vinningnum Karlmaður um fertugt datt í lukkupottinn liðna helgi og vann 32,5 milljónir króna í Lottó. Hann beið ekki boðanna með að taka íbúðina sína úr sölu en átti erfitt með að sannfæra móður sína um stóra vinninginn. 30.8.2023 10:33
Sóttu eldisstjóra til Færeyja Landeldisfyrirtækið First Water hefur ráðið Heðin N. Joensen frá Færeyjum í stöðu eldisstjóra fyrirtækisins. Í tilkynningu frá First Water segir að Heðin hafi yfir 30 ára reynslu af fiskeldi og endurnýtingu vatnskerfa. 30.8.2023 10:18
Skrifar forsætisráðherra bréf og hvetur til formannafundar Formaður Viðreisnar hefur sent Katrínu Jakobsdóttur bréf þess efnis að hún beiti sér fyrir formlegum viðræðum formanna allra flokka á Alþingi til að kanna möguleika á breiðri samstöðu um lögggjöf um útlendinga. Lífskjör á Íslandi verði mjög háð erlendu vinnuafli á komandi árum. 28.8.2023 15:30
Hádegisfréttir Bylgjunnar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur einsýnt að matvælaráðherra leyfi hvalveiðar að nýju og segir hana hafa brotið lög með því að banna þær. Verði það ekki niðurstaðan muni hafi það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Von er á nýrri skýrslu um hvernig draga má úr frávikum við veiðar á langreyðum í dag. 28.8.2023 11:52
Sýn kaupir Bland Sýn hefur keypt sölutorgið Bland af Heimkaupum. Mun Sýn í framhaldi taka yfir rekstur sölutorgsins. 28.8.2023 11:33
Bæjarfulltrúi verður framkvæmdastjóri hjá Orkusölunni Andri Teitsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og framtíðar hjá Orkusölunni. 25.8.2023 14:39
Ætla að spara sautján milljarða með ýmsum hagræðingum Uppsagnir hjá ríkisstarfsmönnum er meðal aðgerða sem gripið verður til hjá stofnunum til að hagræða í rekstri ríkisins. Þá verða gjöld hækkuð á skemmtiferðaskip og fiskeldi. Allt stefnir í að staða ríkissjóðs verði hundrað milljörðum krónum betri en spáð var fyrir um í fyrra. Spara á fimm milljarða með lækkun launakostnaðar hjá ríkinu. 25.8.2023 12:14