Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Draga enga ályktun af banaslysinu á Sighvati

Rannsóknarnefnd samgönguslysa dregur enga ályktun af banaslysi sem varð á línuskipinu Sighvati GK 57 norðarlega á Eldeyjarbanka norðvestan af Garðskaga þann 3. desember síðastliðinn. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem birt hefur verið á vef nefndarinnar.

Slökktu eld í Öskjuhlíð

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti útkalli vegna elds í Öskjuhlíð. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var talið að kveikt hafi verið í brettum nærri göngustíg.

Sækja veiðarfæri og stefna á miðin á morgun

Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandi Hvals hf, segir hvalveiðiskipin Hval 8 og Hval 9 á leið í Hvalfjörðinn. Þangað verða veiðarfæri sótt og í framhaldinu lagt á miðin á morgun.

Funduðu með starfsfólki og nemum um sameiningu MA og VMA

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, og Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, héldu í dag fund með starfsfólki og nemendum beggja skóla um sameiningu skólanna. Skólameistararnir eru jákvæðir fyrir sameiningu.

Kristján stefnir á hvalveiðar um leið og veður leyfir

Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandi Hvals hf., skilur ekkert í því hvers vegna fólki sem brjóti lög sé hampað út í það óendanlega. Hann segir slæmt veður hafa tafið hvalveiðar í september en siglt verði á miðin á morgun verði veður gott.

Átta ára fangelsi fyrir hrotta­leg brot gegn eigin­konu sinni

Karlmaður var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir nauðgun, stórfellda líkamsárás og stórfellt brot í nánu sambandi yfir fjögurra ára tímabil. Hann þarf að greiða eiginkonu sinni fyrrverandi sjö milljónir króna í miskabætur.

Með einum of marga bestu vini á heimilinu

Einn nýjasti íbúinn á Hellu bíður þess að fá að vita hvort hann geti búið áfram í bænum. Reglur um hundahald í bænum komu honum í opna skjöldu.

Innkalla Carbonara kjúklingapasta

Álfasaga ehf. hefur að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Carbonara kjúklingapasta. Ástæða innköllunar er röng innihaldslýsing og ómerktir ofnæmisvaldar, bæði egg og sellerí.

Sjá meira