Gríðarlegar skemmdir: „Það eru engin orð sem geta lýst þessu“ „Þetta er náttúrulega alveg hræðilegt. Það eru engin orð sem geta lýst þessu,“ segir Birna Óladóttir íbúi á hjúkrunarheimilinu í Grindavík. Gríðarlegar skemmdir eru á hjúkrunarheimilinu eftir skjálftana síðdegis og í kvöld. 10.11.2023 22:33
Gríðarlegar skemmdir á hjúkrunarheimili í Grindavík Mikið tjón hefur orðið á hjúkrunarheimilinu Víðihlið í Grindavík. Bæði mikið vatnstjón og þá er stór sprunga í húsinu sem virðist sem það sé að klofna í tvennt. 10.11.2023 21:58
Slökktu eld í Svartsengi Eldur kom upp í klæðningu á einni af byggingum HS Orku í kvöld. Þetta staðfestir Einar Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík. 10.11.2023 20:49
Varðskipið Þór á leiðinni til Grindavíkur Þór, varðskip Landhelgisgæslunnar, siglir í kvöld frá Reykjavík og er væntanlegt til Grindavíkur í nótt að ósk almannavarna. Þá er verið að opna fjöldahjálparstöðvar á fjórum stöðum. 10.11.2023 20:22
Reikna frekar með dögum en klukkustundum Sérfræðingar Veðurstofunnar telja líklegra að nokkrir dagar líði frekar en klukkustundir áður en kvika nær til yfirborðs. Ef sprunga myndi myndast þar sem skjálftavirknin er hvað mest myndi hraun renna til suðausturs og vesturs en ekki í átt til Grindavíkur. 10.11.2023 19:52
Stöðugur straumur út úr Grindavík Stöðug umferð hefur verið út úr Grindavík síðan stóru skjálftarnir byrjuðu að ríða yfir síðdegis. Hámarki var náð á sjötta tímanum og er umferð um Grindavíkurveg lokuð eftir að brotnaði upp úr malbiki. 10.11.2023 19:45
Ætlaði að senda vinkonu snapp þegar stór skjálfti reið yfir Halla Togga Þórðardóttir, íbúi í Grindavík, ætlaði að senda vinkonu sinni myndbandsskilaboð síðdegis þegar harður skjálfti reið yfir. 10.11.2023 18:06
Vaktin: Kvikugangurinn virðist teygja sig undir Grindavík Rýmingu í Grindavík er lokið eftir að neyðarstigi var lýst yfir fyrr í kvöld. Ástæðan er sú að ekki er hægt að útiloka að kvikugangur sem er að myndast gæti náð til Grindavíkur. 10.11.2023 17:32
„Miklu lengri og harðari skjálftar“ Grindvíkingar hafa fundið verulega fyrir síðdegisskjálftum á Reykjanesinu í dag. Stórir skjálftar hafa fundist víða frá því klukkan fjögur í dag. 10.11.2023 17:28
Stór skjálfti fannst vel Nokkuð öflugur jarðskjálfti reið yfir um klukkan tíu mínútur fyrir fimm. 10.11.2023 16:53