Pepparar Guðlaugs höfðu betur gegn riddurum Bjarna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2024 21:55 Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson eru lykilmenn hjá Sjálfstæðisflokknum, saman í ríkisstjórn en ólíka sýn á framtíð flokksins. Vísir/Vilhelm Janus Arn Guðmundsson og Steinar Ingi Kolbeins hlutu kosningu sem aðalmenn í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Báðir eru nánir samstarfsmenn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og höfðu betur í baráttu við nána samstarfsmenn Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins. Bjarni og Guðlaugur Þór háðu harða baráttu í kosningu til formanns Sjálfstæðisflokksins í nóvember 2022. Bjarni hlaut 59 prósent atkvæða á landsfundi flokksins en Guðlaugur Þór 40 prósent. Síðan er liðið rúmt ár og styttist í landsfund. Enn takast armar Guðlaugs og Bjarna á um ítökin innan flokksins. Smalað á kjörstað Kosningu Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, til miðstjórnar fór fram í gær og í dag. Fjórir voru í framboði. Annars vegar þeir Janus Arn Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Háskóla Íslands, og Steinar Ingi Kolbeins aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Báðir hafa verið afar virkir í flokknum um árabil og stuðningsmenn Guðlaugs Þórs. Janus og Steinar Ingi eru komnir með sæti í miðstjórn sem fulltrúar Reykjavíkurkjördæmis.XD Hins vegar buðu sig fram Elsa Björk Valsdóttir, skurðlæknir og lektor við læknadeild Háskóla Íslands, og Magnús Þór Gylfason, forstöðumaður samskipta hjá Kviku banka. Bæði hafa verið virk í starfi flokksins í lengri tíma og tilheyra stuðningsmönnum Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra. Elsa og Magnús Þór hverfa úr miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Kjörsóknin var afar góð og mögulega til marks um að styttist í landsfund. Alls mættu 352 til að kjósa í Valhöll í Reykjavík. Aðeins þeir sem eru í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík mega kjósa. Má telja fullvíst að mörg símtöl stuðningsmanna Bjarna og Guðlaugs hafi átt sér stað í aðdraganda kosninganna og hvatt til að kjósa. Svo fór að Janus fékk 240 atkvæði, Steinar 236 atkvæði, Elsa 117 atkvæði og Magnús 109 atkvæði. Merkja átti við tvo af fjórum á atkvæðaseðlinum og er til marks um skiptinguna milli stuðningsmanna Bjarna annars vegar og Guðlaugs Þórs hins vegar að þeir sem kusu Janus virðast nánast allir hafa kosið Steinar líka. Þeir sem kusu Elsu virðast sömuleiðis svo til allir hafa kosið Magnús um leið. Miðstjórn áhrifamikil á landsfundum Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins er mjög áhrifamikil þegar kemur að ákvörðunum tengdum landsfundi. Í miðstjórn sitja meðal annars formaður, varaformaður og ritari flokksins auk formanna ungliðahreyfinga og Sjálfstæðisfélaga í kjördæmum landsins. Reykjavíkurkjördæmi átti sex fulltrúa í miðstjórn en á landsfundinum fyrir rúmu ári var samþykkt tillaga um að fækka fulltrúunum um tvo. Elsa Björk og Magnús Þór áttu sæti í miðstjórninni ásamt fjórum til viðbótar. Þau þurfa nú að víkja fyrir þeim Janusi og Steinari Inga. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 16,6 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu og hefur aldrei mælst minna í könnunum Maskínu. Bjarni og Guðlaugur Þór ræddu sýn sína á Sjálfstæðisflokkinn í Pallborðinu á Vísi í aðdraganda formannskosninga á landsfundi í nóvember 2022. Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Fleiri fréttir Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Sjá meira
Bjarni og Guðlaugur Þór háðu harða baráttu í kosningu til formanns Sjálfstæðisflokksins í nóvember 2022. Bjarni hlaut 59 prósent atkvæða á landsfundi flokksins en Guðlaugur Þór 40 prósent. Síðan er liðið rúmt ár og styttist í landsfund. Enn takast armar Guðlaugs og Bjarna á um ítökin innan flokksins. Smalað á kjörstað Kosningu Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, til miðstjórnar fór fram í gær og í dag. Fjórir voru í framboði. Annars vegar þeir Janus Arn Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Háskóla Íslands, og Steinar Ingi Kolbeins aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Báðir hafa verið afar virkir í flokknum um árabil og stuðningsmenn Guðlaugs Þórs. Janus og Steinar Ingi eru komnir með sæti í miðstjórn sem fulltrúar Reykjavíkurkjördæmis.XD Hins vegar buðu sig fram Elsa Björk Valsdóttir, skurðlæknir og lektor við læknadeild Háskóla Íslands, og Magnús Þór Gylfason, forstöðumaður samskipta hjá Kviku banka. Bæði hafa verið virk í starfi flokksins í lengri tíma og tilheyra stuðningsmönnum Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra. Elsa og Magnús Þór hverfa úr miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Kjörsóknin var afar góð og mögulega til marks um að styttist í landsfund. Alls mættu 352 til að kjósa í Valhöll í Reykjavík. Aðeins þeir sem eru í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík mega kjósa. Má telja fullvíst að mörg símtöl stuðningsmanna Bjarna og Guðlaugs hafi átt sér stað í aðdraganda kosninganna og hvatt til að kjósa. Svo fór að Janus fékk 240 atkvæði, Steinar 236 atkvæði, Elsa 117 atkvæði og Magnús 109 atkvæði. Merkja átti við tvo af fjórum á atkvæðaseðlinum og er til marks um skiptinguna milli stuðningsmanna Bjarna annars vegar og Guðlaugs Þórs hins vegar að þeir sem kusu Janus virðast nánast allir hafa kosið Steinar líka. Þeir sem kusu Elsu virðast sömuleiðis svo til allir hafa kosið Magnús um leið. Miðstjórn áhrifamikil á landsfundum Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins er mjög áhrifamikil þegar kemur að ákvörðunum tengdum landsfundi. Í miðstjórn sitja meðal annars formaður, varaformaður og ritari flokksins auk formanna ungliðahreyfinga og Sjálfstæðisfélaga í kjördæmum landsins. Reykjavíkurkjördæmi átti sex fulltrúa í miðstjórn en á landsfundinum fyrir rúmu ári var samþykkt tillaga um að fækka fulltrúunum um tvo. Elsa Björk og Magnús Þór áttu sæti í miðstjórninni ásamt fjórum til viðbótar. Þau þurfa nú að víkja fyrir þeim Janusi og Steinari Inga. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 16,6 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu og hefur aldrei mælst minna í könnunum Maskínu. Bjarni og Guðlaugur Þór ræddu sýn sína á Sjálfstæðisflokkinn í Pallborðinu á Vísi í aðdraganda formannskosninga á landsfundi í nóvember 2022.
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Fleiri fréttir Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Sjá meira