Gunnþórunn Jónsdóttir er látin Gunnþórunn Jónsdóttir, hárgreiðslumeistari og athafnakona, lést á líknardeild Landakots 1. desember síðastliðinn. Hún var 77 ára gömul. 11.12.2023 12:48
Ætla til Ólafsfjarðar að skoða vettvang manndrápsins Aðalmeðferð hófst í morgun í manndrápsmálinu á Ólafsfirði. Steinþór Einarsson er ákærður fyrir að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana í október í fyrra. Steinþór ber fyrir sig neyðarvörn og segir Tómas hafa fyrst ráðist á sig með stóran hníf í hönd. 11.12.2023 10:22
Fékk slæmt höfuðhögg í fljúgandi hálku Glerhált var víða á höfuðborgarsvæðinu í morgun þegar að rigndi ofan í frostið sem var um helgina. Dæmi er um að fólk hafi flogið á hausinn og slasað sig alvarlega. 11.12.2023 09:58
Valsmenn án Kára næstu mánuðina Landsliðsmaðurinn Kári Jónsson þarf að gangast undir aðgerð á fæti vegna meiðsla sem hafa plagað hann á tímabilinu. Verður hann frá leik og keppni næstu mánuðina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Vals. 10.12.2023 23:53
YoYo kveður Egilsgötuna Ísbúðinni YoYo á Egilsgötu við Snorrabraut í Reykjavík hefur verið lokað. Greint er frá lokuninni á miða á inngangi ísbúðarinnar. Eigendaskipti urðu á búðinni í fyrra. 10.12.2023 20:01
Böðuðu sig í lokuðu Bláa lóninu Fólk naut þess að baða sig í Bláa lóninu í dag. Lónið hefur verið lokað almenningi síðan 9. nóvember vegna hættu á eldgosi í Svartsengi og nágrenni. 8.12.2023 22:51
Skilaboð til vinar lykilgagn í sextán ára fangelsisdómi Héraðsdómur Reykjaness horfði til ýmissa þátta þegar hann útilokaði að Maciej Jakub Talik hefði verið í neyðarvörn þegar hann stakk herbergisfélaga sinn til bana í Drangahrauni í Hafnarfirði í sumar. Textaskilaboð þar sem hann lýsti ásetningi að ætla að bana Jaroslaw Kaminski vógu þungt í niðurstöðu dómsins. 8.12.2023 11:39
Spreyttu þig á PISA-prófinu í stærðfræðilæsi Fimmtán ára börn á Íslandi standa verr að vígi en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum þegar kemur að stærðfræðilæsi. Þetta er meðal niðurstaðna í PISA-könnun sem birt var í vikunni. 7.12.2023 16:15
Guðni þögull sem gröfin fram á nýársdag Forseti Íslands ætlar ekki að upplýsa um áform sín í embætti fyrr en í árlegu áramótaávarpi sínu. Þetta segir forsetinn í skriflegu svari til fréttastofu. 7.12.2023 15:34
Sigríður Hrund íhugar framboð til forseta Íslands Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir, eigandi Vinnupalla ehf. og fyrrverandi formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, liggur undir feldi varðandi mögulegt forsetaframboð á nýju ári. Forseti Íslands ætlar ekki að upplýsa um áform sín fyrr en í áramótaávarpi sínu. 7.12.2023 15:13