Gátan sem Íslendingar keppast við að leysa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2024 13:26 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir leysti gátuna í nóvember 2020. Rúmum þremur árum síðar er gátan aftur farin á flug. Vísir/Vilhelm Íslenskir Facebook-notendur, sem er bróðurpartur fullorðins fólks á Íslandi, keppast nú hver við annan að leysa gátu sem fer sem eldur í sinu á samfélagsmiðlinum. Gátan er svo hljóðandi: Þú kemur inn í herbergi. 2 hundar, 4 hestar, 1 gíraffi og önd liggja á rúminu. 3 hænur fljúga yfir stól. Hvað eru margir fætur á gólfinu í herberginu? Fólki er bent á að svari það gátunni rétt þá verði svarinu eytt svo aðrir sjái ekki rétta svarið. Þá verði sá hinn sami, sem leysti gátuna, að birta hana sjálfur. Fjölmargir endurbirta gátuna til staðfestingar eigin árangri, að þeim hafi tekist að leysa gátuna, og bjóða vinum sínum að spreyta sig. En svo eru aðrir sem ná ekki að leysa hana og velta mögulega fyrir sér réttu svari. Gátan verður útskýrt hér fyrir neðan. Þeir sem vilja ekki vita svarið ættu ekki að lesa lengra. Þið hafið verið vöruð við... Lykillinn að svarinu við gátunni er sá að ekkert dýranna snertir gólfið. Hins vegar eru fætur bæði á hefðbundnum rúmum og stólum. Fjórir á hvoru húsgagni. Ef sá sem kemur inn í herbergið, sá sem er að reyna að leysa gátuna, er með tvo fætur þá bætast þeir við heildina. Þannig að svarið er tíu fætur. Svo benda ýmsir á galla á gátunni því ekki komi fram í textanum hvort stóllinn sé á gólfinu eða hvort um hengirúm án fóta sé kannski að ræða. Hvað ef sá sem leysir gátuna notast við hjólastól? Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem gátan fer á flug hjá íslenskum Facebook-notendum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra var á meðal þeirra sem deildi henni í nóvember 2020. „Ég er ekki mikið fyrir keðjupósta en stóðst ekki mátið fyrst ég leysti þessa gátu. Svona er maður hégómlegur,“ segir Ingibjörg Sólrún í færslunni fyrir rúmum þremur árum. Annars er gátan að erlendri fyrirmynd og til í fjölmörgum myndum. Þá eru þeir sem eru komnir með nóg af því að gátunni sé dreift á Facebook. Þeirra á meðal er Jakob Bjarnar blaðamaður á Vísi sem slær gátunni upp í grín. Facebook Samfélagsmiðlar Grín og gaman Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp „Ég er femínisti“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
Gátan er svo hljóðandi: Þú kemur inn í herbergi. 2 hundar, 4 hestar, 1 gíraffi og önd liggja á rúminu. 3 hænur fljúga yfir stól. Hvað eru margir fætur á gólfinu í herberginu? Fólki er bent á að svari það gátunni rétt þá verði svarinu eytt svo aðrir sjái ekki rétta svarið. Þá verði sá hinn sami, sem leysti gátuna, að birta hana sjálfur. Fjölmargir endurbirta gátuna til staðfestingar eigin árangri, að þeim hafi tekist að leysa gátuna, og bjóða vinum sínum að spreyta sig. En svo eru aðrir sem ná ekki að leysa hana og velta mögulega fyrir sér réttu svari. Gátan verður útskýrt hér fyrir neðan. Þeir sem vilja ekki vita svarið ættu ekki að lesa lengra. Þið hafið verið vöruð við... Lykillinn að svarinu við gátunni er sá að ekkert dýranna snertir gólfið. Hins vegar eru fætur bæði á hefðbundnum rúmum og stólum. Fjórir á hvoru húsgagni. Ef sá sem kemur inn í herbergið, sá sem er að reyna að leysa gátuna, er með tvo fætur þá bætast þeir við heildina. Þannig að svarið er tíu fætur. Svo benda ýmsir á galla á gátunni því ekki komi fram í textanum hvort stóllinn sé á gólfinu eða hvort um hengirúm án fóta sé kannski að ræða. Hvað ef sá sem leysir gátuna notast við hjólastól? Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem gátan fer á flug hjá íslenskum Facebook-notendum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra var á meðal þeirra sem deildi henni í nóvember 2020. „Ég er ekki mikið fyrir keðjupósta en stóðst ekki mátið fyrst ég leysti þessa gátu. Svona er maður hégómlegur,“ segir Ingibjörg Sólrún í færslunni fyrir rúmum þremur árum. Annars er gátan að erlendri fyrirmynd og til í fjölmörgum myndum. Þá eru þeir sem eru komnir með nóg af því að gátunni sé dreift á Facebook. Þeirra á meðal er Jakob Bjarnar blaðamaður á Vísi sem slær gátunni upp í grín.
Facebook Samfélagsmiðlar Grín og gaman Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp „Ég er femínisti“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“