Hafði betur í baráttu við leigjanda sem skemmdi borðplötu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2024 12:14 Húsaleigan hljóðaði upp á 370 þúsund krónur. Myndin tengist fréttinni ekki með öðrum hætti en að á henni má sjá dæmi um borðplötur í eldhúsi. Unsplash Kona sem leigði íbúð í tæplega eitt ár þarf að sjá á eftir 873 þúsund krónum af tryggingafé sínu til leigusalans vegna skemmda sem hún vann á nýlegum borðplötum og vangoldinnar leigu. Forsaga málsins er sú að kona tók íbúð að leigu í eitt ár frá september 2022 og út ágúst 2023. Fór svo að konan skilaði íbúðinni 22. júní eftir að leigusalinn féllst á ósk hennar að slíta samningnum fyrr. Hún virðist þó ekki hafa verið að flýta sér út úr íbúðinni miðað við fjölda tölvupósta sem leigusalinn sendi á konuna til að ýta á eftir henni. Þá lá fyrir að konan viðurkenndi að hafa skemmt borðplötur í íbúðinni og fallist á að bæta það tjón. Ekki fallist á fulla mánaðarleigu Málið kom til kasta kærunefndar húsamála eftir að konan hafnaði kröfu leigusalans um að fá tryggingafé leigjandans upp á 1,1 milljón króna til sín. Leigusalinn sagði konuna skulda sér 370 þúsund krónur fyrir leigu í júní auk 680 þúsund króna fyrir kostnað við að skipta út borðplötum í eldhúsinu. Leigusalinn gerði skriflega grein fyrir kröfu um tryggingaféð innan fjögurra vikna eins og húsaleigulög krefjast. Kærunefnd húsamála segir í úrskurði sínum að þótt deilt hafi verið um ástand íbúðarinnar í tölvupóstssamskiptum eftir sameiginlega skoðun á íbúðinni í lok maí 2023 væri ekki hægt að fallast á það með konunni að leigusalinn hafi gert henni ómögulegt að skila íbúðinni fyrr. Þó féllst kærunefndin ekki á að konan þyrfti að greiða fulla leigu fyrir júní heldur mánuðinn að hluta. Þannig ætti leigusalinn rétt á 271 þúsund krónum úr tryggingafénu vegna vangoldinnar leigu. Fékk ekki nýjan vask Skemmdir á borðplötum í eldhúsi á leigutímanum voru óumdeildar að mati nefndarinnar og féllst konan á bótakröfuna í tölvupóstssamskiptum við leigusalann. Leigusalinn lagði fram tilboð upp á 680 þúsund og lagði konan ekki fram nein rök um að fjárhæðin væri úr hófi. Féllst nefndin á að leigusalinn gæti sótt rúmlega 600 þúsund krónur úr tryggingafénu og dró frá kostnað við nýjan vask sem var hluti af tilboðinu sem leigusalinn fékk. Ekkert styddi að vaskur hefði skemmst. Konan gerði kröfu um að leigusalinn skilaði henni ísskáp, stól og útihúsgögn sem hún skildi eftir að lokum leigutímans. Leigusalinn sagði hlutina hafa verið verðlausa og hafa falið í sér kostnað að losna við þá. Kærunefndin vísaði kröfunni frá því hún heyrði ekki undir verksvið nefndarinnar. Leigumarkaður Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Forsaga málsins er sú að kona tók íbúð að leigu í eitt ár frá september 2022 og út ágúst 2023. Fór svo að konan skilaði íbúðinni 22. júní eftir að leigusalinn féllst á ósk hennar að slíta samningnum fyrr. Hún virðist þó ekki hafa verið að flýta sér út úr íbúðinni miðað við fjölda tölvupósta sem leigusalinn sendi á konuna til að ýta á eftir henni. Þá lá fyrir að konan viðurkenndi að hafa skemmt borðplötur í íbúðinni og fallist á að bæta það tjón. Ekki fallist á fulla mánaðarleigu Málið kom til kasta kærunefndar húsamála eftir að konan hafnaði kröfu leigusalans um að fá tryggingafé leigjandans upp á 1,1 milljón króna til sín. Leigusalinn sagði konuna skulda sér 370 þúsund krónur fyrir leigu í júní auk 680 þúsund króna fyrir kostnað við að skipta út borðplötum í eldhúsinu. Leigusalinn gerði skriflega grein fyrir kröfu um tryggingaféð innan fjögurra vikna eins og húsaleigulög krefjast. Kærunefnd húsamála segir í úrskurði sínum að þótt deilt hafi verið um ástand íbúðarinnar í tölvupóstssamskiptum eftir sameiginlega skoðun á íbúðinni í lok maí 2023 væri ekki hægt að fallast á það með konunni að leigusalinn hafi gert henni ómögulegt að skila íbúðinni fyrr. Þó féllst kærunefndin ekki á að konan þyrfti að greiða fulla leigu fyrir júní heldur mánuðinn að hluta. Þannig ætti leigusalinn rétt á 271 þúsund krónum úr tryggingafénu vegna vangoldinnar leigu. Fékk ekki nýjan vask Skemmdir á borðplötum í eldhúsi á leigutímanum voru óumdeildar að mati nefndarinnar og féllst konan á bótakröfuna í tölvupóstssamskiptum við leigusalann. Leigusalinn lagði fram tilboð upp á 680 þúsund og lagði konan ekki fram nein rök um að fjárhæðin væri úr hófi. Féllst nefndin á að leigusalinn gæti sótt rúmlega 600 þúsund krónur úr tryggingafénu og dró frá kostnað við nýjan vask sem var hluti af tilboðinu sem leigusalinn fékk. Ekkert styddi að vaskur hefði skemmst. Konan gerði kröfu um að leigusalinn skilaði henni ísskáp, stól og útihúsgögn sem hún skildi eftir að lokum leigutímans. Leigusalinn sagði hlutina hafa verið verðlausa og hafa falið í sér kostnað að losna við þá. Kærunefndin vísaði kröfunni frá því hún heyrði ekki undir verksvið nefndarinnar.
Leigumarkaður Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira