Nefndin klofnaði og draumur um norskar hænur í þéttbýli úti Matvælaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar að hafna beiðni manns sem sótti um leyfi til að flytja inn sextíu frjó hænsnaegg frá norska genabankanum sem henta fyrir smábúskap sem og bakgarðshænur í þéttbýli. Erfðanefnd landbúnaðarins klofnaði í málinu en meirihlutinn taldi íslensku landnámshænunni stafa ógn af norskum stofnum. 25.1.2024 12:00
Telja brotið á mannréttindum flugfólks ADHD samtökin telja ljóst að brotið sé með margvíslegum hætti á ýmsum grundvallarréttindum fólks sem starfar við flug á Íslandi með innleiðingu skimana flugáhafna vegna notkunar geðvirkra efna á borð við lyfja við ADHD. Samtökin kalla eftir skýringum frá Samgöngustofu, Isavia, íslensku flugfélögunum og fleirum. 25.1.2024 10:50
Skellti upp úr yfir óvæntum hávaðakvörtunum Borgarfulltrúi Pírata segist hafa farið að hlæja þegar hún sá að kvartað hafði verið til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða við snjómokstur. Kvörtunum hafi hríðfækkað vegna skorts á snjómokstri í Reykjavík. 24.1.2024 16:37
Tilkynningum um heimilisofbeldi til lögreglu fjölgað verulega Ríkislögreglustjóri telur að aukin áherslu á rannsóknir heimilisofbeldismála og stuðning við brotaþola hafi leitt til mikillar fjölgunar tilkynninga um heimilisofbeldi. Þau eru nú tæplega helmingur allra ofbeldisbrota. 24.1.2024 14:49
Óvissustigi vegna jökulhlaups úr Grímsvötnum aflýst Ríkislögreglustjóri, í samráði við Lögreglustjórann á Suðurlandi, hefur aflýst óvissustigi almannavarna vegna jökulhlaups úr Grímsvötnum. 24.1.2024 12:04
Færri leituðu til Stígamóta og fækkar á biðlista Færri einstaklingar leituðu til Stígamóta árið 2023 en árin tvö þar á undan. Þá hefur fækkað nokkuð á biðlista sem lengdist töluvert árin 2021 og 2022. 24.1.2024 11:54
Seldist upp á þriðju tónleikana á augabragði Vinsældir tónlistarkonunnar Laufeyjar Línar eru miklar hér á landi sem erlendis. Uppselt varð á augabragði á þriðju tónleika hennar í Eldborgarsal Hörpu í mars. 24.1.2024 10:35
Vika til stefnu fyrir þá sem vilja sleppa við 20 þúsund króna sekt Rétt tæplega 93% þeirra sem eiga rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbíla hafa nú skráð kílómetrastöðu á Mínum síðum Ísland.is eða í Ísland.is appinu. Að morgni miðvikudags hafði kílómetrastaða ríflega 47 þúsund bíla verið skráð. 24.1.2024 09:50
Þarf að greiða alla leiguna í glæsihýsi Magnúsar Ólafs Rúmlega fimmtug kona hefur verið dæmd til að greiða þrotabúi Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon, rúmlega þrjár milljónir króna í vangoldna leigu á einbýlishúsi og húsgögnum. 23.1.2024 18:59
Keyptu Sjáland á 700 milljónir króna Félagið í Toppformi ehf. sem heldur utan um fasteignir World Class á Íslandi hefur keypt bygginguna Sjáland í samnefndu hverfi í Garðabæ fyrir 710 milljónir króna. 23.1.2024 17:58