Sýn fær fjármálastjóra frá Kviku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. mars 2024 09:48 Eðvald Gíslason er nýr fjármálastjóri Sýnar á Suðurlandsbraut. Eðvald Gíslason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Sýn hf. Eðvald tekur við starfinu af Kristínu Friðgeirsdóttur sem lét af störfum fyrr í mánuðinum. Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallar. Þar segir að Eðvald sé reyndur stjórnandi með víðtæka reynslu úr fjármálageiranum. Hann kemur til Sýnar frá Kviku þar sem hann kom á fót og veitti hagdeild forstöðu. Hagdeildin hefur verið í lykilhlutverki í stafrænni framþróun fjármálasviðs. Þar áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Greiðslumiðlun Íslands og við greiningar hjá NextCODE, CCP og Nykredit banka í Danmörku. Eðvald útskrifaðist með meistaragráðu í verkfræði með áherslu á hagnýta stærðfræði frá DTU í Danmörku árið 2010 en lauk B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005. Herdísi Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, tekur fagnandi á móti Eðvald. „Ég er sannfærð um að yfirgripsmikil reynsla og þekking Eðvalds muni reynast Sýn vel. Eðvald er með víðtæka reynslu úr fjármálageiranum og hefur gegnt lykilhlutverki í stafrænni framþróun fjármálasviðs Kviku. Ég er virkilega spennt og hlakka til að fá hann til liðs við okkur hjá Sýn.“ Spennan er ekki minni hjá Eðvald. „Ég er fullur tilhlökkunar að hefja störf hjá Sýn og taka þátt í þeirri vegferð sem félagið er á. Sýn hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum árum og framundan eru spennandi tímar á krefjandi markaði. Mikilvægt er að byggja upp öfluga innviði til að styðja við gagnadrifna ákvörðunartöku hjá félaginu. Fjármálasvið er þar í lykilhlutverki og er ég þakklátur fyrir að vera sýnt það traust að fá að leiða sviðið,“ segir Eðvald. Kvika, þaðan sem Eðvald kemur, lagðist á síðasta ári í greiningu á rekstri og virði rekstrareiningarinnar „Vefmiðlar og útvarp“ hjá Sýn en þar undir heyra meðal annars vefmiðillinn Vísir og útvarpsstöðin Bylgjan auk Já.is, Bland.is og fleiri útvarpsstöðvar. Stjórn Sýnar fól svo Kviku banka í desember að annast vinnu við að miðla afmörkuðum fjárhagsupplýsingum til mögulegra fjárfesta á einingunni. Ari Edwald, fyrrverandi forstjóri 365-miðla og Mjólkursamsölunnar, fer fyrir hópi fjárfesta sem hefur sýnt áhuga á kaupum á vefmiðlum og útvarpshluta Sýnar. „Ég hef sýnt áhuga á þessu en ekkert sem ég get tjáð mig um það frekar á þessari stundu,“ sagði Ari við Mbl.is á dögunum. Vísir er í eigu Sýnar. Vistaskipti Kvika banki Sýn Fjölmiðlar Fjarskipti Tengdar fréttir Kristín kveður Sýn Sýn og Kristín Friðgeirsdóttir hafa gert samkomulag um að Kristín láti af störfum sem fjármálastjóri félagsins. Kristín hefur gegnt þeirri stöðu frá árinu 2021. 26. febrúar 2024 16:12 Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Þar segir að Eðvald sé reyndur stjórnandi með víðtæka reynslu úr fjármálageiranum. Hann kemur til Sýnar frá Kviku þar sem hann kom á fót og veitti hagdeild forstöðu. Hagdeildin hefur verið í lykilhlutverki í stafrænni framþróun fjármálasviðs. Þar áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Greiðslumiðlun Íslands og við greiningar hjá NextCODE, CCP og Nykredit banka í Danmörku. Eðvald útskrifaðist með meistaragráðu í verkfræði með áherslu á hagnýta stærðfræði frá DTU í Danmörku árið 2010 en lauk B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005. Herdísi Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, tekur fagnandi á móti Eðvald. „Ég er sannfærð um að yfirgripsmikil reynsla og þekking Eðvalds muni reynast Sýn vel. Eðvald er með víðtæka reynslu úr fjármálageiranum og hefur gegnt lykilhlutverki í stafrænni framþróun fjármálasviðs Kviku. Ég er virkilega spennt og hlakka til að fá hann til liðs við okkur hjá Sýn.“ Spennan er ekki minni hjá Eðvald. „Ég er fullur tilhlökkunar að hefja störf hjá Sýn og taka þátt í þeirri vegferð sem félagið er á. Sýn hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum árum og framundan eru spennandi tímar á krefjandi markaði. Mikilvægt er að byggja upp öfluga innviði til að styðja við gagnadrifna ákvörðunartöku hjá félaginu. Fjármálasvið er þar í lykilhlutverki og er ég þakklátur fyrir að vera sýnt það traust að fá að leiða sviðið,“ segir Eðvald. Kvika, þaðan sem Eðvald kemur, lagðist á síðasta ári í greiningu á rekstri og virði rekstrareiningarinnar „Vefmiðlar og útvarp“ hjá Sýn en þar undir heyra meðal annars vefmiðillinn Vísir og útvarpsstöðin Bylgjan auk Já.is, Bland.is og fleiri útvarpsstöðvar. Stjórn Sýnar fól svo Kviku banka í desember að annast vinnu við að miðla afmörkuðum fjárhagsupplýsingum til mögulegra fjárfesta á einingunni. Ari Edwald, fyrrverandi forstjóri 365-miðla og Mjólkursamsölunnar, fer fyrir hópi fjárfesta sem hefur sýnt áhuga á kaupum á vefmiðlum og útvarpshluta Sýnar. „Ég hef sýnt áhuga á þessu en ekkert sem ég get tjáð mig um það frekar á þessari stundu,“ sagði Ari við Mbl.is á dögunum. Vísir er í eigu Sýnar.
Vistaskipti Kvika banki Sýn Fjölmiðlar Fjarskipti Tengdar fréttir Kristín kveður Sýn Sýn og Kristín Friðgeirsdóttir hafa gert samkomulag um að Kristín láti af störfum sem fjármálastjóri félagsins. Kristín hefur gegnt þeirri stöðu frá árinu 2021. 26. febrúar 2024 16:12 Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Kristín kveður Sýn Sýn og Kristín Friðgeirsdóttir hafa gert samkomulag um að Kristín láti af störfum sem fjármálastjóri félagsins. Kristín hefur gegnt þeirri stöðu frá árinu 2021. 26. febrúar 2024 16:12
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent