
Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka
Í hádegisfréttum verður rætt við Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra en sala á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hófst í morgun.
Fréttamaður
Gunnar Reynir er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.
Í hádegisfréttum verður rætt við Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra en sala á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hófst í morgun.
Franski leikarinn Gerard Depardieu var í morgun fundinn sekur um að hafa beitt tvær konur kynferðisofbeldi árið 2021. Dómur féll í París í morgun en konurnar tvær voru samstarfskonur leikarans við tökur á myndinni Les Volets Verts árið 2021. Leikarinn var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi.
Í hádegisfréttum verður fjallað um veiðigjaldafrumvarpið sem nú er í vinnslu Alþingis. Við ræðum við formann atvinnuveganefndar sem býst við að fá málið inn á sitt borð í dag.
Bandaríkin og Kína hafa komist að samkomulagi í tollastríði landanna. Eftir samningaviðræður sem fram fóru í Sviss alla helgina er niðurstaðan sú að lækka ofurtollana sem komnir voru á innflutning á milli landanna um 115 prósent næstu níutíu dagana.
Nokkrar hækkanir urðu á Asíumörkuðum í nótt en svo virðist sem fjárfestar bindi vonir við að samningaviðræður Bandaríkjanna og Kína um tolla og innflutning muni skila árangri og lægja ófriðaröldurnar sem dunið hafa á fjármálakerfum heims.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er stödd í Osló á fundi um varnarmál með fulltrúum Norðurlanda, Eystrasaltsríkja og fleiri ríkja sem tilheyra JEF-ríkjunum.
Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um málefni saksóknaranna sem legið hafa undir ámæli um slæleg vinnubrögð þegar tveir þáverandi starfsmenn Sérstaks saksóknara komust upp með að stela trúnaðargögnum frá embættinu fyrir rúmum áratug.
Í hádeginu verður rætt við Ólaf Þór Hauksson héraðssaksóknara sem segist undrandi á því umfangi gagna sem fyrrverandi starfsmenn hans hjá Sérstökum saksóknara stálu frá embættinu. Málið var einnig rætt í þingsal í morgun.
Rekstrarstöðvun er sögð yfirvofandi hjá kísilveri PCC BakkaSilicon á Húsavík á næstunni.
Í hádegisfréttum verður rætt við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra sem í morgun sendi frá sér yfirlýsingu vegna ástandsins á Gasa.