
Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar
Sæmundur Sæmundsson framkvæmdastjóri EFLU hefur ákveðið að láta af störfum hjá fyrirtækinu.
Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.
Sæmundur Sæmundsson framkvæmdastjóri EFLU hefur ákveðið að láta af störfum hjá fyrirtækinu.
Davíð Arnar Runólfsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures. Samkvæmt tilkynningu um hann hafa umsjón með uppbyggingu og rekstri áfangastaða fyrirtækisins við Fjaðrárgljúfur, Óbyggðasetrið, Kerið og Raufarhólshelli sem Arctic Adventures reka ásamt Kynnisferðum.
Markús Þór Andrésson hefur verið ráðinn safnstjóri Listasafns Reykjavíkur en hann hefur starfað sem deildarstjóri sýninga og miðlunar hjá safninu frá árinu 2017. Alls bárust sjö umsóknir um starfið en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka.
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur skipað Sigurborgu Kristínu Stefánsdóttur í embætti skrifstofustjóra stefnumótunar og fjárlaga í innviðaráðuneytinu að undangengnu mati hæfnisnefndar.
Húrra Reykjavík, ein heitasta tísku- og lífsstílsverslun landsins, hefur ráðið til sín nýjan framkvæmdarstjóra. Sá er viðskiptafræðingur og mikill tískuáhugamaður og heitir Marteinn Högni Elíasson.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, hefur fallist á beiðni Rögnu Árnadóttur um lausn frá embætti skrifstofustjóra Alþingis frá 1. júlí í stað 1. ágúst næstkomandi eins og áætlað var. Ragna hafði áður beðist lausnar til að taka við embætti forstjóra Landsnets.
Hafrún Sif Sveinsdóttir hefur verið ráðin til Mílu og mun hún leiða þjónustu og upplifun fyrirtækisins.
Akademias, sem aðstoðar vinnustaði með rafræna fræðslu hefur ráðið Bjarna Ingimar Auðarson sem rekstrarstjóra Avia. Avia er hugbúnaður sem býr yfir þrefaldri virkni: fræðslukerfi, samskiptakerfi og innranet.
Baldvin Þorsteinsson hefur tekið við sem forstjóri Samherja hf. en Þorsteinn Már Baldvinsson, faðir Baldvins, hefur látið af störfum eftir að hafa gegnt starfi forstjóra í 42 ár frá stofnun félagsins 1983.
Sjö manns sóttu um stöðu safnstjóra Listasafns Reykjavíkur sem auglýst var á dögunum. Einn umsækjandi dró umsókn sína til baka.
Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Benedikt Barðason í embætti skólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri til fimm ára frá 1. ágúst næstkomandi.
Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Halldór Jón Gíslason í embætti skólameistara Framhaldsskólans á Húsavík til fimm ára frá 1. ágúst næstkomandi.
Aðstoðarframkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, sem hefur starfað hjá bankanum samfellt í fimmtán ár, hefur ákveðið að láta af störfum. Talsverðar mannabreytingar hafa orðið meðal lykilstjórnenda á sviði fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum á undanförnum misserum.
Tomasz Chrapek hefur verið skipaður nýr formaður innflytjendaráðs og tekur hann við af Paolu Cardenas.
Sigríður Stefánsdóttir hefur tekið við formennsku í stjórn Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) af Silju Báru Ómarsdóttur. Sigríður hefur verið varaformaður undanfarin þrjú ár, átti sæti í stjórn Eyjafjarðardeildar félagsins frá 2021 og hefur verið sjálfboðaliði allt frá 2017.
Raquelita Rós Aguiler hefur verið ráðin í stöðu tæknistjóra hjá Itera á Íslandi.
Hreinn Þorvaldsson, Ragnhildur Leósdóttir og Svavar Kári Grétarsson hafa verið ráðin í stjórnendastöður hjá N1.
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona hefur verið ráðin í starf upplýsingafulltrúa Akraneskaupstaðar.
Gunnþór Ingvason, varaformaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og forstjóri Síldarvinnslunnar hf., mun taka við formennsku í samtökunum fram að næsta aðalfundi. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims sagði af sér sem formaður í gær.
Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja hefur tekið til starfa sem verkefnastjóri viðburða og grasrótarstarfs á skrifstofu Viðreisnar.
Hrund Hauksdóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri Íslandshótela.
Breytingar hafa verið gerðar á framkvæmdastjórn Seðlabanka Íslands. Breytingar eru þó þess eðlis að enginn hættir og enginn nýr kemur til starfa, heldur skipta þrír stjórnendur aðeins um stóla.
Jón Cleon hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá N1 og hefur þegar hafið störf.
Sverrir Jónsson hefur verið ráðinn skrifstofustjóri Alþingis. Hann tekur við embættinu í ágúst en þá lætur Ragna Árnadóttir, núverandi skrifstofustjóri, af embætti.