Veður

Veður


Fréttamynd

Heiðskírt með 400 metrum á sekúndu

Veðurofsinn í heiðhvolfi Júpíters, stærstu reikistjörnu sólkerfisins, hefur nú verið mældur beint í fyrsta skipti. Vindhraðinn mældist ríflega 400 metrar á sekúndu við heimskaut gasrisans og telja stjörnufræðingar veðurfyrirbrigðið einstakt í sólkerfinu.

Erlent
Fréttamynd

Sóttvarnaaðgerðir ráðist ekki af veðri og vindum

Stjórnvöld ættu ekki að nota árstíðarskipti og hlýnandi veðurfar sem ástæðu til að slaka á sóttvarnaaðgerðum sem eiga að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Sérfræðingar segja að smitvarnir yfirvalda hafi mun meiri áhrif á útbreiðslu veirunnar en veður eða loftgæði.

Erlent
Fréttamynd

„Ákaflega hlýtt loft“ yfir landinu

Það er ákaflega hlýtt loft yfir landinu nú og í nótt hefur verið allt að fimmtán stiga hiti í hnjúkaþey á Tröllaskaga og á Austfjörðum að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Veður
Fréttamynd

Gul viðvörun og allt að fimmtán stiga hiti

Víðáttumikil hæð sem er skammt vestur af Írlandi beinir hlýjum og rökum vindum til okkar en á Norður- og Austurlandi verður úrkomulítið auk þess sem þar munu jafnframt mælast hæstu hitatölurnar.

Veður
Fréttamynd

Spá allt að fjórtán stiga hita

Víðáttumikil hæð á Biscayaflóa stýrir veðrinu í augnablikinu og beinir votum og mildum sunnanáttum að landinu að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Veður
Fréttamynd

Allt að 18 m/s og rigning eða slydda

Búast má við vaxandi suðaustanátt í dag, 10-18 m/s eftir hádegi og rigningu eða slyddu um landið sunnan- og vestanvert. Norðaustantil á landinu verður hægari vindur og úrkomulítið fram á kvöld.

Innlent
Fréttamynd

„Önnur djúp lægð er ekki langt undan“

Hvassviðrið og úrkoman úr lægðinni sem var rétt austan við landið í gær heldur áfram í dag enda hefur lægðin færst langt síðasta sólarhringinn að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert ferðaveður og Holtavörðuheiði lokað

Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða ekkert ferðaveður. Hvassviðri er um allt vestanvert landið og víða skafrenningur og blint. Vesturlandsvegur er lokaður fyrir umferð bæði um Kjalarnes og Holtavörðuheiði. Veðurstofan er með gular veðurviðvaranir í gildi fyrir vestan- og norðvestanvert landið.

Innlent
Fréttamynd

Óvæntur norðanhvellur eftir góða tíð

Vonskuveður er víða um vestanvert landið í dag og er gul viðvörun í gangi á Faxaflóasvæðinu, við Breiðafjörð, á Vestfjörðum, Ströndum og á Norðurlandi- Vestra. Þrjár bílveltur urðu á Reykjanesbraut í morgun þar sem mikið hvassviðri er og lokað var fyrir umferð um Vesturlandsveg á Kjalarnesi vegna veðurs.

Innlent
Fréttamynd

Djúp lægð nálgast sem veldur hvassri norðan­átt

Djúp 958 millibara lægð er nú í morgunsárið stödd milli Íslands og Færeyja. Hún nálgast landið enn frekar í dag og veldur hvassri norðanátt á landinu ásamt ofankomu sem einkum verður bundin við norðurhelming landsins.

Veður
Fréttamynd

Gul viðvörun á fjórum spásvæðum

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði og Strandir. Viðvörunin tekur gildi klukkan sex í fyrramálið og gildir til miðnættis. Varað er við hvassviðri eða stormi, snjókomu eða hríð og versnandi akstursskilyrðum, einkum á fjallvegum.

Innlent
Fréttamynd

Veturinn minnir á sig

Hyggilegt er fyrir ferðalanga að hafa veður morgundagsins í huga þegar ferðalög eru skipulögð þar sem veturinn minnir nú á sig eftir hagstæða tíð undanfarið.

Innlent
Fréttamynd

Ný vika heilsar með suð­austan­átt og rigningu

Eftir hægviðri helgarinnar heilsar ný vika okkur með suðaustanátt og rigningu, víða átta til fimmtán metrum á sekúndu. Búast má við talsverðri rigningu fram eftir degi á Suðausturlandi en lengst af úrkomulítið norðaustanlands.

Veður
Fréttamynd

Veðrinu stjórnað af hæðum yfir Bret­lands­eyjum og Græn­landi

Í dag er spáð suðlægri átt, þremur til tíu metrum á sekúndu en austan átta til þrettán við norðausturströndina. Gera má ráð fyrir dálítilli vætu með köflum en lítilsháttar slyddu eða snjókomu norðaustantil fram eftir degi. Hiti verður á bilinu tvö til sjö stig, bjart með köflum og milt veður. Léttir til um sunnanvert landið í kvöld.

Veður
Fréttamynd

Helgarveðrið með hagstæðasta móti

Í dag er útlit fyrir sunnan fimm til tíu metra á sekúndu með skýjuðu veðri og lítilsháttar rigningu af og til en á Norður- og Austurlandi verður þurrt og bjart. Hiti verður á bilinu tvö til sjö stig.

Innlent
Fréttamynd

Hæð milli Ís­lands og Fær­eyja heldur lægð fjarri

1.038 millibara hæð milli Íslands og Færeyja stjórnar nú veðrinu hér á landi. Víðáttumikil og djúp lægð gengur nú yfir nærri Nýfundnalandi, en hún kemur ekki við sögu í veðrinu hér á Íslandi þar sem hæðin heldur henni fjarri. Veður verður því með rólegra móti út vikuna.

Veður
Fréttamynd

Íslendingar þurfi að vera meira vakandi fyrir veikingu hafstrauma sem flytja hlýjan sjó norður á bóginn

„Það hafa allar rannsóknir sýnt það hér á landi að meðalhitinn hér er nátengdur hitastiginu í sjónum. Það er ekkert eitt sem hefur jafnmikil áhrif á hitafar hér hjá okkur eins og meðalhitinn í sjónum af því að við erum eyja úti á miðju Atlantshafi. Þess vegna er mjög mikilvægt fyrir okkur að fylgjast mjög vel með allri umræðu sem á sér stað um þetta og öllum rannsóknum og leggja okkar að mörkum til þess að auka hér vöktun og mælingar.“

Innlent
Fréttamynd

Gular við­varanir á vestur­hluta landsins

Í dag fer lægð í norðaustur fyrir vestan land. Henni mun fylgja suðvestanátt með hvössum og dimmum éljum, en þurru og björtu veðri austanlands. Búast má við að það taki að lægja í kvöld.

Innlent