Að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofunni snýst í norðlæga og hægari átt á morgun, yfirleitt þrjá til átta metra á sekúndu. Þá verði skýjað og dálitlar skúrir á víð og dreif. Það hvessi síðan með suðausturströndinni seinnipartinn og létti einnig til norðanlands um svipað leiti. Áfram verði svipaður hiti nema nú hlýjast á Suðausturlandi.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag: Snýst í norðlæga átt 3-10 m/s. Skýjað og dálitlar skúrir á víð og dreif. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast suðaustantil. Hvessir við suðausturströndina síðdegis og léttir til um norðanvert landið.
Á þriðjudag (sumarsólstöður): Suðvestlæg átt 5-13, hvassast vestanlands. Þykknar upp og fer að rigna eftir hádegi en þurrt að kalla austantil fram undir kvöld. Hiti 8 til 15 stig.
Á miðvikudag: Suðvestlæg átt 5-13 og lítilsháttar rigning í flestum landshlutum. Hiti breytist lítið.
Á fimmtudag: Suðaustlæg átt og lítilshattar væta en þurrt að mestu og bjart norðvestantil. Hiti 7 til 12 stig.
Á föstudag: Norðaustlæg átt, skýjað og dálítil úrkoma en bjart að mest suðvestanlands. Kólnar lítillega.
Á laugardag: Útlit fyrir norðaustlæga átt og rigningu í flestum landshlutum, þó lítilsháttar suðvestantil. Kólnar enn frekar.