Veður

Veður


Fréttamynd

Sól­ríkt sunnan­til en él og frost norðan- og austan­lands

Dregið hefur úr þeim hvassa vindi sem verið hefur viðloðandi síðustu daga. Þó hefur ekki lægt alveg, því í dag er útlit fyrir norðaustan kalda eða strekking á landinu. Taka má fram að stór hluti höfuðborgarsvæðisins er í skjóli í þessari vindátt.

Veður
Fréttamynd

Rofar til síðdegis en ekki sést til vorsins í kortunum

Fjallvegir víða um land voru ófærir í morgun og var mjög blint sums staðar á norðanverðu landinu, Vestur- og Austfjörðum. Draga á úr vindi og éljum um miðjan dag að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar og er meinlítið veður í kortunum næstu daga. Lægðirnar séu þó að gera sig heimkomnar og áfram megi búast við að loka gæti þurft vegum á næstu vikum.

Innlent
Fréttamynd

Djúp lægð veldur norð­austan­stormi

Langt suður í hafi er víðáttumikil og djúp lægð sem veldur norðaustanstormi á landinu, en roki syðst. Það gekk á með hríðarveðri í flestum landshlutum í nótt, en fór síðan að rofa til sunnan- og vestanlands.

Veður
Fréttamynd

Hellisheiði og Þrengslum lokað

Veginum um Hellisheiði og Þrengsli hefur verið lokað vegna veðurs. Þá hefur hring­veg­in­um verið lokað á á milli Skóga og Vík­ur og milli Lómagnúps og Jök­uls­ár­lóns. Hálkublettir eru víða.

Innlent
Fréttamynd

Hvassir austan­vindar og snjó­koma með köflum syðst

Allmikið og alldjúpt lægðasvæði er suður af landinu og veldur hvössum austanvindum, jafnvel stormi eða roki syðst. Snjókoma með köflum eða skafrenningur á sunnanverðu landinu og því getur færðin spillst með skömmum fyrirvara.

Veður
Fréttamynd

Gular við­varanir vegna storms og hríðar

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á Suðurlandi, Vestfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendinu vegna austan og norðaustan hvassviðris eða storms sem skellur á landið á í kvöld og á morgun.

Veður
Fréttamynd

Víða bjart veður en von á stormi á morgun

Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt í dag, golu eða kalda en annhvössum vindi syðst á landinu. Víða verður bjart veður, en suðaustan- og austanlands verður líklega eitthvað þungbúnara.

Veður
Fréttamynd

Snjó­flóð á Aust­fjörðum

Nokkur snjóflóð hafa fallið á Austfjörðum síðustu daga, þau stærstu nálægt Eskifirði. Veik lög eru í snjónum vegna skafrennings og kuldakasts síðustu daga. Veðurstofa biður fólk um að fylgjast vel með.

Innlent
Fréttamynd

Á­fram norð­læg átt í vændum

Áfram er norðlæg átt í vændum og verður vindur víða á bilinu átta til þrettán metrar á sekúndu. Hvassari vindstrengir geta látið á sér kræla við austurströndina. Frost verður á bilinu átta til fimmtán stig í dag.

Veður
Fréttamynd

Allt að 22 stiga frost í dag

Frost verður allt á bilinu 6 til 22 stig í dag. Ekkert lát virðist ætla að verða á kuldakastinu sem hefur bitið síðustu daga.

Veður
Fréttamynd

Á­fram norð­læg átt og frost að tíu stigum

Norðlægar áttir verða ríkjandi á landinu næstu daga og má reikna með norðan og norðaustan átta til fimmtán metrum á sekúndu í dag. Búist er við éljum fyrir norðan og austan en úrkomulítið sunnan heiða.

Veður
Fréttamynd

Samfellt kuldakast í vændum

Búast má við áframhaldandi kuldakasti fram yfir næstu helgi að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings. Hann segir kalda loftið sem landinn finnur nú fyrir vera hreinræktað heimskautaloft.

Veður
Fréttamynd

Út­lit fyrir eins­leitt veður næstu daga

Næstu daga er útlit fyrir fremur einsleitt veður þar sem norðlægar áttir verða ríkjandi og éljagangur fyrir norðan og austan. Þá verður yfirleitt þurrt og lengst af bjart veður annars staðar.

Veður