Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttamynd

Jörmundur með fatamarkað

Jörmundur Ingi Hansen hefur frá unga aldri haft óbilandi áhuga á fötum. Hann rekur fatamarkað í kjallara á Laugavegi 25 og selur notuð föt sem honum hafa áskotnast með ýmsum hætti. Hann er kræsinn á föt og vill aðeins það besta.

Lífið
Fréttamynd

Innblásturinn er sögur af fólki

Fyrirtækið As We Grow er í dyragættinni á stórum mörkuðum í Asíu og hlaut fyrir skömmu Hönnunarverðlaun Íslands. Sterk siðvitund og nýtni eru hugtök sem skipta eigendur fyrirtækisins miklu.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Ískaldur hljóðheimur Högna fyrir 66°Norður

Á 90 ára afmæli 66°Norður var tónlistarmaðurinn Högni Egilsson fenginn til að semja tónlist fyrir fyrirtækið. Ný vetrarherferð merkisins – Á tökustað – var í vikunni tilnefnd til evrópsku auglýsingaverðlaunanna Epica, ein íslenskra auglýsinga.

Tónlist
Fréttamynd

Nauðsynlegt að vera persónulegur

Erna Kristín Stefánsdóttir er umsvifamikil á Snapchat og Instagram þar sem hún auglýsir bæði sína hönnun og annarra. Hún lýkur guðfræðinámi um jólin og segist ætla að verða nútímalegur prestur.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

NTC fagnar 40 ára afmæli

Verslunarkeðjan Northern Trading Company fagnar nú fjörutíu ára afmæli. Fyrirtækið hefur verið leiðandi í innflutningi, framleiðslu og sölu á tískufatnaði á Íslandi frá því árið 1976.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Blanda af há- og lág­menningu

Hönnunarfyrirtækið Döðlur hefur vakið mikla athygli fyrir hönnun sína á Oddsson hótelinu í gamla JL húsinu. Virtar hönnunarsíður á borð við Dezeen og DesignMilk hafa fjallað um hönnunina sem þykir skemmtilega óhefðbundin. Hönnun þar sem andstæður kallast á.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Justin Bieber í jakka frá JÖR

Kanadíska poppstjarnan og Íslandsvinurinn Justin Bieber spókaði sig í París í dag í jakka frá íslenska tískumerkinu JÖR. Bieber heldur seinni tónleika sína í París í kvöld en hann er nú á ferð um Evrópu til að kynna nýjustu plötu sína Purpose.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Jakkinn er miðpunkturinn

Ítalskur stíll, þá helst suðurítalskur, heillar Jökul Vilhjálmsson mest. Hann er jakkafataklæddur flesta daga vikunnar en blandar þó einnig áhrifum úr götutískunni inn á milli.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Pallíettujakkinn verður notaður meira

Þura Stínu á hafnaboltatreyju sem hefur ferðast um alla Evrópu og pallíettu-(Palla)jakka sem veitir skemmtilega tilfinningu þegar komið er í hann. Hún leyfir lesendum að kíkja inn í skápinn sinn sem geymir margar fallegar flíkur.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Ofin með aldagamalli aðferð

Ólöf Gunnlaugsdóttir og Dröfn Sigurðardóttir hafa sett á markað nýja línu handklæða að tyrkneskri fyrirmynd undir merkinu Takk Home. Áhugi þeirra á fallegri hönnun og heimilisvörum varð kveikjan að samstarfi.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Fimm kíló af garni sem segja sögu

Ýr Jóhannsdóttir opnar sína fyrstu einkasýningu 1. september. Þar sýnir hún ellefu peysur úr afgangsgarni. Sé peysunum raðað rétt upp segja þær heildstæða sögu um fortíð sína.

Menning
Fréttamynd

Leitin að íslenska postulíninu

Vöruhönnuðurinn Brynhildur Pálsdóttir og Ólöf Erla Bjarnadóttir keramiker ætla í rannsóknarleiðangur um Ísland í leit að kaolíni, feldspati og kvarts, efnunum sem þarf til að búa til postulín. Þær hlutu styrk frá Hönnunarsjóði til verkefnisins en tilraunir til þess að búa til nothæft íslenskt postulín hafa ekki verið stundaðar markvisst áður.

Tíska og hönnun