Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttamynd

Weekday opnuð á Íslandi

Fyrsta útibú tískufatabúðarinnar Weekday verður opnað á fimmtudaginn. Verslunin er í Smáralind. Hönnuðirnir Sigurður Oddsson og Viktor Weisshappel voru fengnir til að hanna boli í tilefni af opnuninni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Klæða Hatara í valdníðsluna

Karen Briem og Andri Hrafn Unnarson eru búningahönnuðir Hatara fyrir bæði forkeppni hér heima og keppnina í Ísrael. Þau telja að þau hafi gert um 3.000 göt á ólar og saumað hundruð gadda á.

Lífið
Fréttamynd

Dómarar tilnefndir og verðlaunaðir

Ómögulegt er að koma í veg fyrir að dómnefndarmeðlimir tilnefni og verðlauni sjálfa sig á FÍT-verðlaununum, að mati formanns Félags íslenskra teiknara.

Innlent
Fréttamynd

Hver og ein flík verður einstök

Fatahönnuðurinn Marta Heiðarsdóttir og Feldur verkstæði sýndu safn gamalla pelsa á HönnunarMars um síðustu helgi sem allir höfðu fengið nýtt og skemmtilegt hlutverk.

Lífið
Fréttamynd

Nýtt líf í tuskunum í Trendport

Hjón sem eru búin að fá nóg af fatasóun hér á landi hafa ákveðið að opna markað þar sem hægt er að koma með notuð föt og selja í umboðssölu. Þau hafa fengið afar jákvæð viðbrögð hjá fólki sem oft er með fulla skápa af klæðnaði sem það notar sjaldan eða aldrei.

Innlent
Fréttamynd

„Ég hef aldrei verið sterkari“

Tískugoðsögnin Katharine Hamnett er á Íslandi. Hún hefur í áratugi barist fyrir umhverfisvænni framleiðsluháttum í tískuiðnaði. "Hún gaggaði eins og hæna,“ segir hún um frægan fund með Margaret Thatcher árið 1984.

Lífið
Fréttamynd

Troðfullt í Epal á HönnunarMars

Margt var um manninn þegar Epal opnaði sýningarnar Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd og Íklædd í arkitektúr í samvinnu við Listaháskóla Íslands.

Lífið
Fréttamynd

Ragnhildur selur Maí

"Þetta er frábært tækifæri fyrir áhugasamt fólk að grípa." Ragnhildur Guðmundsdóttir setur lífsstílsverslunina Maí á Garðatorgi á sölu.

Lífið kynningar
Fréttamynd

Eyjólfur afhjúpar langþráðan lunda

Eyjólfur Pálsson, Epal sjálfur, leikur venju samkvæmt á als oddi á HönnunarMars. Heimsþekktir íslenskir hönnuðir verða áberandi í Epal og þar heimsfrumsýnir Eyjólfur nýjan fugl, sem Normann Cop­enhagen sérpantaði frá vini hans, Sigurjóni Pálssyni.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Vveraa er ekki Vera nema síður sé

Íris Björk Jónsdóttir hefur um árabil hannað og selt skartgripi undir merkjum Vera Design og er ekki sátt við nýja skartgripalínu undir vörumerkinu Vveraa Reykjavík. Lögmaður hennar segist telja „eftirhermuna kolólöglega“.

Tíska og hönnun