Viðskipti erlent

Yeezy-skórnir hans Kanye seldust á 225 milljónir króna

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hér má sjá umrædda Yeezy-skó á sýningu fyrir uppboðið í Hong Kong. Kanye West klæddist skónum á Grammy verðlaunahátíðinni árið 2008.
Hér má sjá umrædda Yeezy-skó á sýningu fyrir uppboðið í Hong Kong. Kanye West klæddist skónum á Grammy verðlaunahátíðinni árið 2008. EPA-EFE/JEROME FAVRE

Par af Yeezy strigaskóm, sem hannaðir eru af rapparanum Kanye West og hann klæddist á Grammy verðlaunahátíðinni 2008, seldust á dögunum fyrir 1,8 milljónir Bandaríkjadala, eða um 225 milljónir króna. Strigaskór hafa aldrei áður selst á svo háu verði.

Skórnir voru frumgerð af fyrstu týpunni af Yeezy skóm og voru þeir hannaðir af West og hönnuðinum Mark Smith fyrir Nike. West frumsýndi skóna á Grammy verðlaunahátíðinni 2008 og flutti hann lögin Hey Mama og Stronger í skónum á hátíðinni.

Fjárfestingafyrirtækið RARAES keypti skóna en fyrirtækið býður fólki upp á að fjárfesta í strigaskóm með því að kaupa og selja hlut í skónum.

Uppboðshúsið Sotheby‘s sá um söluna en fyrir þetta höfðu dýrustu strigaskórnir til þessa selst á 560 þúsund Bandaríkjadali, eða tæpar 70 milljónir króna. Það voru Air Jordan skór frá árinu 1985, sem körfuboltamaðurinn Michael Jordan átti.


Tengdar fréttir

Seldust upp á einni mínútu

Nýjustu Yeezy-skórnir frá rapparanum Kanye West og Adidas ruku út þegar sala hófst í morgun. Salan stóð ekki lengi yfir því mínútu eftir að opnað var fyrir pantanir voru skórnir uppseldir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×