HAF hjónin völdu brass og marmara fyrir nýja verslun Laugar Spa Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. apríl 2021 15:31 World Class opnaði í vikunni nýja verslun og sína átjándu stöð. Laugar Spa Fyrsta verslun Laugar Spa Organic Skincare var opnuð fyrr í vikunni í Kringlunni. Það eru smekklegu HAF hjónin Karitas og Hafsteinn sem eiga heiðurinn af hönnun verslunarinnar sem stendur við hlið World Class við inngang gömlu Borgarkringlunnar, þar sem áður var leikfangaverslun. „Við hönnunina á rýminu vorum við innblásin af ríkulegum og klassískum arkitektúr sem tekur okkur aftur til Milano og París,“ segir Karitas um hönnunina. „Rýmið á að endurspegla gæði vörulínunnar og á upplifunin að vera eins og að koma inn á SPA á fínu hóteli. Þess vegna lá efnisvalið nokkuð augljóst fyrir, þar sem Nero Marquina marmari og burstað brass eru allsráðandi.“ Hingað til hafa Laugar Spa vörurnar aðeins verið til sölu á netinu og í World Class stöðvunum, sem nú eru orðnar 18 talsins eftir að þessi nýja stöð í Kringlunni opnaði. „Laugar Spa Organic Skincare vörurnar eru lífrænar, hreinar og náttúrulegar til þess að fullkomna áhrif og hámarka vellíðan húðarinnar. Allar vörurnar eru unisex, ætlaðar báðum kynum. Vörurnar eru unnar að mestu úr lífrænu grænmeti, ávöxtum og jurtum og er handunnin frá a til ö, sem þýðir að engar vélar komast í tæri við kremin. Laugar Spa línan er án allra kemískra aukaefna og ekki prófaðar á dýrum,“ segir í tilkynningu um nýju verslunina. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af hönnun HAF hjónanna. Brass búðarborð er staðsett úti á miðju gólfi.Laugar Spa Neon skilti setja svip á búðargluggann.Laugar Spa Vaskurinn er einstaklega smekklegur og öðruvísi.Laugar Spa Tíska og hönnun Tengdar fréttir Karitas og Hafsteinn eiga von á sínu öðru barni Hjónin Karitas Sveinsdóttir og Hafsteinn Júlíusson sem eiga og reka Haf Studio og Haf Store eiga von á sínu öðru barni. 9. febrúar 2021 12:31 Karitas og Hafsteinn innréttuðu íbúðir við Sjónarveg Hönnunarhjónin Karitas Sveinsdóttir og Hafsteinn Júlíusson, eigendur HAF Store og HAF Studio, innréttuðu á dögunum íbúðir við Sjónarveg í Urriðaholti. Leitast var við að hafa létt, hlýlegt og klassískt yfirbragð á íbúðunum. 14. maí 2020 20:30 Fallegt heimili arkitektahjónanna í HAF Store við Sólvallagötu Í síðasta þætti af Heimsókn með Sindra Sindrasyni leit hann við arkitekta hjónunum Karitas Sveinsdóttur og Hafsteini Júlíussyni sem eiga og reka Haf Studio og Haf Store. 13. mars 2020 12:32 Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Það eru smekklegu HAF hjónin Karitas og Hafsteinn sem eiga heiðurinn af hönnun verslunarinnar sem stendur við hlið World Class við inngang gömlu Borgarkringlunnar, þar sem áður var leikfangaverslun. „Við hönnunina á rýminu vorum við innblásin af ríkulegum og klassískum arkitektúr sem tekur okkur aftur til Milano og París,“ segir Karitas um hönnunina. „Rýmið á að endurspegla gæði vörulínunnar og á upplifunin að vera eins og að koma inn á SPA á fínu hóteli. Þess vegna lá efnisvalið nokkuð augljóst fyrir, þar sem Nero Marquina marmari og burstað brass eru allsráðandi.“ Hingað til hafa Laugar Spa vörurnar aðeins verið til sölu á netinu og í World Class stöðvunum, sem nú eru orðnar 18 talsins eftir að þessi nýja stöð í Kringlunni opnaði. „Laugar Spa Organic Skincare vörurnar eru lífrænar, hreinar og náttúrulegar til þess að fullkomna áhrif og hámarka vellíðan húðarinnar. Allar vörurnar eru unisex, ætlaðar báðum kynum. Vörurnar eru unnar að mestu úr lífrænu grænmeti, ávöxtum og jurtum og er handunnin frá a til ö, sem þýðir að engar vélar komast í tæri við kremin. Laugar Spa línan er án allra kemískra aukaefna og ekki prófaðar á dýrum,“ segir í tilkynningu um nýju verslunina. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af hönnun HAF hjónanna. Brass búðarborð er staðsett úti á miðju gólfi.Laugar Spa Neon skilti setja svip á búðargluggann.Laugar Spa Vaskurinn er einstaklega smekklegur og öðruvísi.Laugar Spa
Tíska og hönnun Tengdar fréttir Karitas og Hafsteinn eiga von á sínu öðru barni Hjónin Karitas Sveinsdóttir og Hafsteinn Júlíusson sem eiga og reka Haf Studio og Haf Store eiga von á sínu öðru barni. 9. febrúar 2021 12:31 Karitas og Hafsteinn innréttuðu íbúðir við Sjónarveg Hönnunarhjónin Karitas Sveinsdóttir og Hafsteinn Júlíusson, eigendur HAF Store og HAF Studio, innréttuðu á dögunum íbúðir við Sjónarveg í Urriðaholti. Leitast var við að hafa létt, hlýlegt og klassískt yfirbragð á íbúðunum. 14. maí 2020 20:30 Fallegt heimili arkitektahjónanna í HAF Store við Sólvallagötu Í síðasta þætti af Heimsókn með Sindra Sindrasyni leit hann við arkitekta hjónunum Karitas Sveinsdóttur og Hafsteini Júlíussyni sem eiga og reka Haf Studio og Haf Store. 13. mars 2020 12:32 Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Karitas og Hafsteinn eiga von á sínu öðru barni Hjónin Karitas Sveinsdóttir og Hafsteinn Júlíusson sem eiga og reka Haf Studio og Haf Store eiga von á sínu öðru barni. 9. febrúar 2021 12:31
Karitas og Hafsteinn innréttuðu íbúðir við Sjónarveg Hönnunarhjónin Karitas Sveinsdóttir og Hafsteinn Júlíusson, eigendur HAF Store og HAF Studio, innréttuðu á dögunum íbúðir við Sjónarveg í Urriðaholti. Leitast var við að hafa létt, hlýlegt og klassískt yfirbragð á íbúðunum. 14. maí 2020 20:30
Fallegt heimili arkitektahjónanna í HAF Store við Sólvallagötu Í síðasta þætti af Heimsókn með Sindra Sindrasyni leit hann við arkitekta hjónunum Karitas Sveinsdóttur og Hafsteini Júlíussyni sem eiga og reka Haf Studio og Haf Store. 13. mars 2020 12:32