
Einstakur myndaþáttur Viðars Loga tekinn í ljósaskiptunum
Herferðin „Íslensk flík“ er farin aftur af stað, en verkefnið vakti mikla athygli á HönnunarMars í sumar. Íslensk flík er vitundarvakning Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem íslensk fatahönnunarfyrirtæki bjóða upp á ásamt þeim möguleikum sem felast í greininni.