„Við erum með hörkureynslu í farteskinu“ Erna Hreinsdóttir og Ásgrímur Már Friðriksson hafa farið af stað með nýtt hönnunar- og markaðsstúdíó þar sem þau geta nýtt einstaklega vel sína reynslu úr tískubransanum. Þau hafa síðustu vikur unnið örþætti um fatahönnun í miðborginni og fer fyrsti þáttur í loftið á Vísi á morgun. Tíska og hönnun 2. desember 2020 22:00
Skreytum hús: Barnaherbergjum breytt í ævintýraheim „Þegar við fluttum inn þá máluðum við og komumst svo ekkert lengra,“ segir Alda Dröfn Guðbjörnsdóttir „um barnaherbergin tvö á heimilinu sem var tekið fyrir í nýjasta þætti af Skreytum hús. Ekkert var á veggjum og herbergin því ekki fullkláruð. Skápahurðir voru farnar að gulna og gardínustangir ekki í réttri hæð. Tíska og hönnun 1. desember 2020 09:30
Svala afhjúpar leyndarmálið á bak við sleikta taglið Svala Björgvins er þekkt fyrir einstakan stíl. Hún greiðir hárið reglulega upp í hátt slétt tagl, sem hún sleikir aftur þannig að litlu hárin gjörsamlega hverfa inn í greiðsluna. Í þáttunum Snyrtiborðið með HI beauty ræddi Svala meðal annars um þessa hárgreiðslu. Tíska og hönnun 28. nóvember 2020 11:00
RISA afsláttarhelgi framundan! Fjöldi fyrirtækja býður frábær tilboð á Black Friday og Cyber Monday á heimapopup.is. Lífið samstarf 27. nóvember 2020 10:32
Hætt að taka þátt í tískusýningum trúarinnar vegna Bandaríska ofurfyrirsætan Halima Aden er hætt að taka þátt í tískusýningum vegna trúar sinnar. Hún segist margoft hafa þurft að fórna gildum sínum fyrir vinnu sína en kórónuveirufaraldurinn hafi gefið henni svigrúm til að endurskoða afstöðu sína. Tíska og hönnun 26. nóvember 2020 19:44
„Ég lita alltaf hárið á mér sjálf“ Svala Björgvins er fyrsti gestur Heiðar Óskar og Ingunnar Sig í þáttunum Snyrtiborðið með HI beauty og ræddi þar um allt á milli himins og jarðar tengt förðun, húðumhyrðu, hárinu og snyrtivörum og auðvitað tónlistinni líka. Tíska og hönnun 25. nóvember 2020 08:32
Skreytum hús: Hjónaherbergið gert „rómó og kósý“ „Við erum búin að vera að græja og gera ýmislegt. Við fluttum hingað inn fyrir tveimur árum , segir Ásdís Hanna Pálsdóttir en hún býr ásamt eiginmanni og fjórum börnum í Hafnarfirði. „Hjónaherbergið hefur alltaf setið á hakanum.“ Tíska og hönnun 24. nóvember 2020 09:30
Kíkja í snyrtitöskuna hjá þekktum Íslendingum í nýjum þáttum Á miðvikudag fara af stað þættirnir Snyrtiborðið með HI beauty hér á Vísi. Það eru förðunarfræðingarnir Ingunn Sigurðardóttir og Heiður Ósk Eggertsdóttir Sem mynda dúóið HI beauty. Í þáttunum hitta þær þekkta Íslendinga og tala um allt á milli himins og jarðar tengt förðun og snyrtivörum. Tíska og hönnun 22. nóvember 2020 13:00
Kylie Minogue fer yfir fatastíl sinn frá árinu 1988 Söngkonan Kylie Minogue tók þátt í skemmtilegu myndbandi sem birtist á YouTube-síðu Vogue þar sem hún fer yfir fatastíl sinn frá árinu 1988. Lífið 20. nóvember 2020 14:33
Skreytum hús: „Mér líður eins og þetta sé ekki herbergið mitt“ Í öðrum þætti af Skreytum hús fékk Soffía það verkefni að breyta barnaherbergi í unglingaherbergi. Útkoman var svo flott að allir viðstaddir táruðust. Lífið 17. nóvember 2020 09:15
Nýjasta herferð Louis Vuitton mynduð á Íslandi Tískuvörumerkið Louis Vuitton er eitt það allra vinsælasta í heiminum en merkið er franskt og var fyrirtækið stofnað árið 1854 í París. Lífið 11. nóvember 2020 15:32
Byggja níu metra A-hús með níu svefnherbergjum í Ölfusi „Markmiðið okkar hefur alltaf verið að við gætum verið tvö í þessu. En hlaðvarp og Instagram, þetta er ekki tekjulind, þetta er ekki fyrir salti í grautinn og það verður enginn ríkur að þessu. En markmiðið okkar með þessu er ekkert endilega að vera rík. Bara að eiga ofan í okkur og á,“ segir Andrea Eyland Lífið 10. nóvember 2020 15:32
Skreytum hús: „Vá þetta er bara allt annað“ „Fyrir þættina fékk ég mörg hundruð umsóknir, en það var eitthvað við myndina af risíbúðinni hennar Elfu sem stoppaði mig um leið,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir í fyrsta þættinum af Skreytum hús, sem fór í loftið á Vísi í dag. Lífið 10. nóvember 2020 09:30
Eftirminnileg förðunartrend frá 2000 til 2020 Í sjöunda þætti af HI beauty hlaðvarpinu töluðu þær Ingunn Sig og Heiður Ósk, eigendur Reykjavík Makeup School, um áberandi trend síðustu ár. Mörgum þeirra hafa þær sjálfar tekið þátt í. Tíska og hönnun 8. nóvember 2020 13:00
Ætlar að sýna hvað hægt er að gera mikið án þess að rústa öllu „Við þurfum ekkert að henda öllu út eða eiga bara ákveðin merki til þess að gera fallegt,“ segir Soffía Garðarsdóttir, en hún fer í næstu viku af stað með nýja hönnunarþætti hér á Vísi. Tíska og hönnun 5. nóvember 2020 21:35
Þrír Íslendingar dæma í keppni ADC*E Verðlaun Art Directors Club Europe (ADC*E) verða veitt í 30. sinn í Barcelona um miðjan desember en hátíðin fer að öllu leiti rafrænt í ár. Þrír fulltrúar Íslands verða í dómnefnd að þessu sinni. Tíska og hönnun 2. nóvember 2020 09:47
Stjörnurnar sem eiga eigin snyrtivörumerki Fræga fólkið í Hollywood fer oft af stað í ný og spennandi ævintýri. Nokkuð margar stjörnur hafa valið þá leið að byrja með eigið snyrtivörufyrirtæki í stað þess að vera andlit annarra merkja. Tíska og hönnun 31. október 2020 15:01
HönnunarMars 2021 fer fram í maí Ákveðið hefur verið að HönnunarMars fari næst fram dagana 19. til 23. maí 2021. HönnunarMars var haldinn í júní í ár vegna heimsfaraldursins við gríðarlega góðar viðtökur. Tíska og hönnun 29. október 2020 12:01
Efni úr endurunnum plastflöskum notað í úlpur 66° Norður “Við vitum að úlpur frá okkur ganga oft mann frá manni og eru notaðar í fjölda ára. Það er okkar innblástur við hönnunina.” Þetta segir Sæunn Þórðardóttir fatahönnuður hjá 66° Norður í viðtali við Vísi. Lífið 25. október 2020 13:00
Fjölbreytt tíska í fjölnota grímum Grímur eru að verða hluti að okkar útliti og klæðnaði á hverjum einasta degi og er það farið að færast í aukanna að fólk gangi um með fjölnota grímur. Vala Matt kynnti sér málið í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Lífið 23. október 2020 10:30
Sálufélagar í prjónaskapnum Sjöfn Kristjánsdóttir byrjaði að prjóna 12 ára en átti alltaf erfitt með að fylgja uppskriftum. Nú rekur hún eigið prjónafyrirtæki, hannar uppskriftir og gefur út sína fyrstu prjónabók núna fyrir jólin. Lífið 21. október 2020 08:00
Hoppandi hvalir í bakgarðinum og draumahúsið að veruleika „Það eru engin mörk og hafa aldrei verið en mér hefur alltaf fundist best að vinna þar sem ég bý. Stundum er það ákveðin áskorun, en þetta er allt einn suðupottur og mér finnst best að hafa hann bara á einum stað,“ segir listakonan og ilmvatnshönnuðurinn Andrea Maack í viðtali við Vísi. Lífið 18. október 2020 21:00
Apple Watch Series 6 fylgist með súrefnismettun í blóði Apple Watch Series 6 er fullkomnasta snjallúr Apple til þessa. Enn fleiri möguleikar til að fylgjast með heilsunni. Úrið fæst í Epli á Laugavegi og í Smáralind. Samstarf 16. október 2020 13:47
Kalda töskur, Genki snjallhringurinn og stafrænt strokhljóðfæri á meðal styrkþega Hönnunarsjóður úthlutaði í dag 18 styrkjum til ólíkra verkefna á vegum hönnunar og arkitektúrs. Að þessu sinni voru 17 milljónum úthlutað en alls bárust 122 umsóknir um 230 milljónir samkvæmt tilkynningu frá Hönnunarmiðstöð Íslands. Tíska og hönnun 15. október 2020 16:31
Förðunartrendin sem hafa slegið í gegn á TikTok TikTok er heitasti miðillinn í dag til að færa okkur nýjustu trendin beint í lófann, segja Heiður Ósk og Ingunn Sig, eigendur Reykjavík Makeup School. Í hlaðvarpsþættinum HI beauty fóru þær yfir þau förðunar og hár trend sem hafa gert allt vitlaust á TikTok. Tíska og hönnun 15. október 2020 07:01
Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands gagnrýnd fyrir klæðaburð Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, sætti gagnrýni um helgina vegna ljósmyndar sem birtist af henni í tískutímaritinu Trendi. Þótti mörgum klæðaburður hennar óviðeigandi. Þetta kom af stað stórri herferð á samfélagsmiðlum þar sem konur um allt landið sýna ráðherranum stuðning. Lífið 14. október 2020 15:30
Harklinikken valið besta sjampóið hjá Allure Harklinikken Balancing sjampó hlaut hin eftirsóttu verðlaun Allure Best of Beauty 2020. Fyrsta útibú Harklinikken í Reykjavík hefur verið opnað að Laugavegi 15. Verslun og meðferðarstofa Lífið samstarf 14. október 2020 12:47
Lífið of stutt fyrir venjulegar töskur Heiðrún Björk Jóhannsdóttir hefur hannað og saumað töskur í 11 ár í bland við aðra fylgihluti. Síðustu fimm ár hefur hún nánast eingöngu framleitt töskur og fær innblástur frá flottum konum hér á landi og erlendis Tíska og hönnun 14. október 2020 09:01
Algengar fegurðarmýtur sem rugla fólk í rýminu Í nýjum þætti af hlaðvarpinu HI Beauty fara þær Ingunn Sig og Heiður Ósk yfir algengar fegurðarmýtur sem þær hafa heyrt í gegnum árin. Ingunn og Heiður Ósk hafa margra ára reynslu þegar kemur snyrtivörum, hári og förðun. Tíska og hönnun 10. október 2020 14:01
Eftirminnilegasta förðunin frá rauða dreglinum Förðunarfræðingarnir Heiður Ósk og Ingunn Sig fóru yfir sín uppáhalds augnablik á rauða dreglinum í gegnum árin, í hlaðvarpinu sínu HI Beauty. Þær ræddu bæði förðun, hár og húð stjarnanna. Tíska og hönnun 6. október 2020 09:31