Fyrir liggur greining á því hversu margir sóttu um og hverjir fá. Þannig hefur til að mynda verið skoðuð aldursdreifing þeirra listamanna sem fá úthlutað og það kemur á daginn að 45 prósent þeirra sem fá úthlutað eru á fimmtugs- og sextugsaldri, eða á aldrinum 41 til 59 ára. 42 prósent hópsins eru fjörutíu ára eða yngri, þar af 12 prósent þrjátíu ára og yngri. Þeir á fertugsaldri sem fá úthlutað eru því heil 30 prósent. Að lokum eru þeir sem eru sextíu ára og eldri og fá úthlutað eru 14 prósent. Hér fyrir neðan má sjá nánar hvernig þetta skiptist.

Þá hafa umsóknir og úthlutanir verið greindar út frá kyni og búsetu. Samtals var sótt um 10,740 mánuði af umsækjendum sem eru 1,117 talsins. Fleiri konur en karlar sækja um eða 614 á móti 503 körlum. Úthlutun er að einhverju leyti í samræmi við það en 107 karlar fá úthlutað starfslaunum listamanna á móti 129 konur.
