Dallas hópurinn í sparifötunum í London Í meðfylgjandi myndasafni má sjá leikara Dallas þáttanna í frumsýningarpartýi sem fram fór í London í gær en þar hafa leikararnir dvalið undanfarna daga til að kynna þættina. Eins og sjá má voru leikararnir prúðbúnir og flottir. Þættirnir hafa fengið góðar viðtökur hér á landi en þeir eru sýndir á stöð 2. Tíska og hönnun 23. ágúst 2012 17:00
Skemmtilega skrýtnir skór Söngkonan Rihanna, 24 ára, var í skemmtilega skrýtnum skóm í gær í Los Angeles. Rihanna, sem er vissulega leiðandi í tísku á heimsvísu, var á leiðinni á fund en hún hefur eflaust í mörgu að snúast fyrir utan það að syngja og skemmta eins og henni einni er lagið. Eins og sjá má á mynd voru skórnir hennar allsérstakir - þá sér í lagi hællinn. Tíska og hönnun 23. ágúst 2012 12:00
Kelly Brook átti rauða dregilinn Allt ætlaði um koll að keyra þegar leikkonan fagra, Kelly Brook gekk inn rauða dregilinn í London í gærkvöldi. Tíska og hönnun 21. ágúst 2012 08:00
Sarah Jessica Parker í öllu bleiku Sex and the City sjarnan, Sarah Jessica Parker er svo sannarlega með puttann á púlsinum þegar kemur að tísku. Tíska og hönnun 20. ágúst 2012 23:00
Eftirlíking af Fuzzy skýtur upp kollinum í Danmörku Dönsk hönnunarstofa sem nefnist Lop Furniture framleiðir kolla sem þykja furðu líkir Fuzzy-kollinum sem hannaður var árið 1970 af Sigurði Má Helgasyni. Vöruhönnuðurinn Svana Lovísa Kristjánsdóttir heldur úti blogginu Svartáhvítu og vakti hún fyrst athygli á málinu á síðu sinni á miðvikudag. Tíska og hönnun 19. ágúst 2012 20:00
Litríkt tískutákn Blaðakonan og tískutáknið Anna Piaggi lést þann 7. ágúst síðastliðinn. Piaggi átti að baki langan feril sem blaðamaður hjá ítalska Vogue og var þekkt fyrir litríkan og sérstæðan fatastíl sinn. Tíska og hönnun 18. ágúst 2012 11:00
Dýramyndir skreyta fatnaðinn í haust Nú streyma haustvörur í verslanir mörgum til mikillar gleði. Eitt af þeim tískutrendum sem sjá má þetta haustið eru prentaðar dýramyndir á boli, peysur og kjóla. Hægt er að blanda flottum ljónabol með vinnudragtinni sem dæmi og taka þátt í þessu skemmtiega trendi. Tíska og hönnun 17. ágúst 2012 16:00
Er toppurinn málið? Leikkonan Jessica Biel, 30 ára, var glæsileg þegar hún stillti sér upp á rauða dreglinum á frumsýningu kvikmyndarinnar Total Recall sem haldin var í Lundúnum í gærkvöldi. Eins og sjá má á myndunum var leikkonan klædd í hvítt pils með fjaðrabelti um sig miðja og bleika Christian Louboutin skó sem toppuðu útlitið heldur betur. En spurningin er hvort stuttur toppurinn fari Jessicu eins vel og þegar hún var með skipt í miðju. Hvað finnst þér? Tíska og hönnun 17. ágúst 2012 12:00
Eftirhermur verða fleiri Tíska Hönnuðir og tískuhús glíma í auknum mæli við að hönnun þeirra sé stolið og ódýrar eftirlíkingar seldar í verslunum. Tíska og hönnun 17. ágúst 2012 00:01
Eva Longoria sjóðandi heit í rauðu Desperate Housewives stjarnan Eva Longoria vakti mikla athygli ljósmyndara er hún yfirgaf veitingastað í New York í vikunni. Tíska og hönnun 16. ágúst 2012 20:00
Það þarf kjark í svona breytingu Fyrrverandi ofurfyrirsætan Yasmin Le Bon nálgast bráðum fimmtugt. Eins og sjá má á myndinni er hún búin að láta klippa á sig drengjakoll sem fer henni vel. Sumir segja hana of djarfa en Lífið segir hana líta stórkostlega út. Yasmin sem eiginkona Duran Duran söngvarans Simon LeBon er 47 ára gömul er djörf þegar kemur að því að breyta til. Tíska og hönnun 16. ágúst 2012 17:45
Stórglæsileg fimm mánuðum eftir barnsburð Leikkonan Jennifer Garner vægast sagt geislaði er hún gaf aðdáendum sínum eiginhandarártanir fyrir utan CBS stúdíóið í New York í gær. Tíska og hönnun 16. ágúst 2012 15:00
Kynþokkafyllstar á rauða dreglinum Vinsælt er af pressunni vestan hafs að kjósa um eitt og annað þegar það kemur að fræga fólkinu; ríkustu pörin, heitustu piparsveinana og svo framvegis. Tíska og hönnun 16. ágúst 2012 14:00
Sóðaleg með nýja klippingu Söng- og leikkonan Miley Cyrus hefur verið dugleg að setja inn myndir af sér með nýju klippinguna á Twitter. Klippingin fer stúlkunni mjög vel og hún hefur vakið athygli fyrir flotta útlitsbreytingu en hún gleymdi hinsvegar að taka til... Tíska og hönnun 16. ágúst 2012 12:45
Mischa Barton opnar verslun í London Leikkonan Mischa Barton opnaði tískuvöruverslun með pompi og prakt í London um helgina. Að því tilfefni bauð hún upp á rokktónlist og fría drykki. Fyrrum "OC" stjarnan hefur lengi haft áhuga á tísku og kom það því fáum á óvart að hún skyldi opna verslun. Búðin ber nafn leikkonunnar. Tíska og hönnun 13. ágúst 2012 22:00
Kim Kardashian í plastbuxum með prjóna legghlífar Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian valdi sér vægast sagt sérstakan ferðafatnað á dögunum er hún sást á leið í flug á flugvellunum í Los Angeles. Tíska og hönnun 13. ágúst 2012 21:00
Kannastu við kjólinn? Stórstjörnurnar vestanhafs hafa varla undan að koma fram á opnunum, frumsýningum og fleiri uppákomum og eitt er víst að þær láta aldrei nappa sig í sama kjólnum oftar en einu sinni. Tíska og hönnun 13. ágúst 2012 17:00
Flottustu dress vikunnar Sólin skín enn skært í Hollywood ef marka má þau dress sem valin voru þau flottustu þessa vikuna. Tíska og hönnun 13. ágúst 2012 16:00
Tilraunir í textíl Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir er nýútskrifaður fatahönnuður úr Listaháskóla Íslands. Tíska og hönnun 10. ágúst 2012 22:00
Einstök og lífræn lífsstílsverslun Rakel Húnfjörð lét drauminn rætast nú í júlí og opnaði umhverfisvænu lífsstílsverslunina Radísu í gömlu húsi í Hafnarfirði. Tíska og hönnun 10. ágúst 2012 13:00
Flottustu tískubloggarar landsins undir sama hatti Tískuáhugakonurnar Elísabet Gunnarsdóttir og Álfrún Pálsdóttir hafa nú tekið sig saman og stofnað glæsilega heimasíðu undir nafninu www.trendnet.is. Síðan var opnuð formlega í gær. Tíska og hönnun 10. ágúst 2012 12:00
Hannar á lítil höfuð Thelma Þorsteinsdóttir hefur undanfarið ár hannað falleg hárbönd á litlar stelpur. Tíska og hönnun 10. ágúst 2012 09:29
Ítalía að missa tökin Muiccia Prada, listrænn stjórnandi Prada-tískuhússins, segir að Ítalía eigi á hættu að missa stöðu sína sem eitt af leiðandi löndum í tískuheiminum. Að undanförnu hefur sala á ítölskum fatamerkjum til annarra landa aukist og þannig eru Ítalir að missa yfirhöndina í tískuheiminum. Upprennandi tískuhönnuðir frá Ítalíu yfirgefa landið í von um að getað byrjað ferilinn annars staðar. Þekktasta dæmið er hönnuðurinn Raf Simons hjá Jil Sander sem færði sig yfir til Dior vegna þess að þá jókst virði hönnunarinnar. Tíska og hönnun 5. ágúst 2012 12:00
Hátíska í bland við ódýran gæðafatnað Á annað hundruð manns komu saman í tískuversluninni GK í vikunni. Tilefnið var frumsýning þriggja nýrra hátískumerkja; Stella McCartney, mcq frá Alexander McQueen og mm6 by Maison Martin Margiela. Tíska og hönnun 3. ágúst 2012 11:45
Lúxusvillan þar sem Pattinson dvelur Leikarinn Robert Pattinson, 26 ára, er að hugsa sinn gang á heimili vinkonu sinnar, Reese Witherspoon, sem hann kynntist við tökur á kvikmyndinni Water for Elephants á síðasta ári... Tíska og hönnun 2. ágúst 2012 12:15
Karl Lagerfield gerir alvarlegar athugasemdir við útlit Pippu Tískuhönnuðurinn Karl Lagerfield hefur enn einu sinni hneykslað fólk með ummælum sínum. Hann sagði á dögunum að hann kynni ekki við andlit Pippu Middleton, en Pippa er mágkona Vilhjálms Bretaprins. Hönnuðurinn sagði að Pippa ætti einungis að sýna bakið á sér og að hún ætti í mestu vandræðum með útlit sitt. Einungis fáeinir dagar eru síðan að Lagerfield bað söngkonuna Adele afsökunar á því að hafa sagt að hún væri of feit. Daily Telegraph segir að Lagerfield hafi aftur á móti gefið Kate Middleton, eiginkonu Vilhjálms prins, mun betri einkunn og sagt hana vera fallega. Tíska og hönnun 1. ágúst 2012 10:10
Fetar í fótspor Alexanders McQueen Aníta Hirlekar útskrifaðist með BA í fatahönnun frá virta listaháskólanum Central Saint Martins í London í síðustu viku og hefur fengið inngöngu í eftirsóknarvert meistaranám hans. Sama nám hefur verið stökkpallur fyrir þekkta hönnuði á borð við Alexander McQueen. Tíska og hönnun 30. júlí 2012 10:00
Steinunn fetar í fótspor foreldra sinna "Ég hef alltaf verið að hanna og leika mér og breyta skartgripum sem ég átti, en byrjaði ekki almennilega að hanna og gera gripi frá grunni fyrr en árið 2010 og hef verið að síðan þá,“ segir Steinunn Camilla Sigurðardóttir, söngkona í The Charlies. Fyrsta skartgripalína Steinunnar, Carma Camilla, er nú fáanleg á netinu. Tíska og hönnun 25. júlí 2012 07:00
Litrík táningaverðlaun - myndir Teen Choice verðlaunahátíðin fór fram í Los Angeles á sunnudag. Verðlaunin eru afhent ár hvert og eru sigurvegarar í hverjum flokki kosnir af áhorfendum á unglingsaldri. Tíska og hönnun 24. júlí 2012 22:30
Hannar eigin fatalínu Rihanna er ekki við eina fjölina felld; hún lék í sinni fyrstu kvikmynd á árinu og nú hyggst hún hanna fatalínu fyrir tískumerkið River Island. „Mig hefur lengi langað að hanna mína eigin fatalínu. River Island er hinn fullkomni samstarfsaðili og mér þótti eftirsóknarvert að vinna með bresku, fjölskyldureknu fyrirtæki,“ sagði Rihanna í tilkynningu um málið. „London veitir mér innblástur og River Island hannar skemmtilegan fatnað. Ég hlakka til að vinna með þeim og skapa eitt og annað alveg sérstakt.“ Áætlað er að fatalína Rihönnu komi í verslanir vorið 2013. Tíska og hönnun 17. júlí 2012 11:00