Flugvél með Vittorio Missoni, forstjóra og einum af erfingjum Missoni-tískuhússins, eiginkonu hans, Mauriziu Castiglioni, og tveimur öðrum innanborðs hvarf við strönd Venesúela á föstudag. Leit hefur staðið yfir að vélinni frá því á föstudag en hún hefur ekki borið árangur.
Leitað er á lofti, láði og legi og hafa yfirvöld í Venesúela sagt að leitinni verði haldið áfram þar til flugvélin finnst. Angela Missoni, systir Vittorios, segir fjölskylduna enn halda í vonina um að fólkið finnist á lífi.
„Von okkar er sú að hann finnist á lífi. Við viljum halda í vonina, það er okkur mikilvægt,“ sagði Missoni í viðtali við ítalska blaðið La Repubblica.
Missoni-erfingi hvarf með flugvél
