Sú stjarna sem kom kannski mest á óvart var söngkonan Taylor Swift sem lagði rómantísku kjólunum og mætti í leðurbuxum á rauða dregilinn.
Beyonce mætti einnig í leðurbuxum en töluvert rokkaðri en Swift á meðan Kim Kardashian sýndi línurnar svo um munaði í nýþröngum blúndukjól.
Það kæmi eflaust ekkert á óvart ef næsta skref hjá Kardashian væri að hanna flottan meðgöngufatnað þar sem hún er nú barnshafandi.
Miranda Kerr sem kemst mjög oft á þennan lista var sumarleg í gulum blazer eftir Stella McCartney, með sólgleraugu og bera leggi á á meðan hún verslaði í matinn.
Síðast en ekki síst sást Vanessa Hudgens sást frekar töff á röltinu í skósíðum kjól með stóran trefil.
