H&M horfir til Íslands Álfrún Pálsdóttir skrifar 15. janúar 2013 17:30 Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri LHÍ. Fréttablaðið/Vilhelm „Að vita af tækifærum á borð við þessi eftir útskrift gefur náminu vissulega aukið vægi,“ segir Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands, um að verslanakeðjan Hennes & Mauritz sé farin að leita til Íslands eftir starfskröftum. Undanfarið hafa tveir nýútskrifaðir hönnuðir frá Listaháskóla Íslands, þær Gígja Ísis Guðjónsdóttir og Steinunn Björg Hrólfsdóttir, verið ráðnir í hönnunarteymi sænsku verslanakeðjunnar Hennes & Mauritz. Báðar eru þær ráðnar inn í nærfatadeild fyrirtækisins. „Þetta byrjaði allt með því að hún hitti okkur á tískuvikunni í Kaupmannahöfn og í kjölfarið var Gígja ráðin,“ segir Linda Björg, en undanfarin hefur skólinn tekið þátt í viðburði sem kallast Designers‘ Nest þar sem frambærilegustu fatahönnunarnemar frá útvöldum skólum á Norðurlöndunum fá að láta ljós sitt skína fyrir áhrifafólk innan bransans. „Í kjölfarið setti ég mig í samband við starfsmannastjórann og bauð henni á útskriftarsýninguna okkar síðastliðið vor en hún komst ekki. Þá sendi ég henni möppur frá nokkrum útskriftarnemum okkar í fyrra, sem öll fengu viðtal og Steinunn var ráðin nú fyrir stuttu. Gígja hefur nú starfað hjá H&M í um það bil ár og er mikil ánægja með störf hennar þar.“ Starfsmannastjóri Hennes & Mauritz hefur nú boðað komu sína á útskriftarsýningu skólans í vor. Linda Björg segir það vera mjög gott fyrir skólann og námið, enda séu stöður hjá verslanakeðjunni vinsælu eftirsóttar hjá fatahönnuðum um allan heim. „Planið er að fá fleiri sem sjá um ráðningar hjá tískuhúsum og verslanakeðjum úti í heimi á sýningar hjá okkur. Ég er að vonast eftir að fulltrúi frá sænska tískuhúsinu Acne komi einnig til okkar í vor. Þetta getur opnað heim fyrir nemendur okkar og gefur þeim aukið tækifæri að starfa innan fagsins, líka utan landsteinanna.“ Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
„Að vita af tækifærum á borð við þessi eftir útskrift gefur náminu vissulega aukið vægi,“ segir Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands, um að verslanakeðjan Hennes & Mauritz sé farin að leita til Íslands eftir starfskröftum. Undanfarið hafa tveir nýútskrifaðir hönnuðir frá Listaháskóla Íslands, þær Gígja Ísis Guðjónsdóttir og Steinunn Björg Hrólfsdóttir, verið ráðnir í hönnunarteymi sænsku verslanakeðjunnar Hennes & Mauritz. Báðar eru þær ráðnar inn í nærfatadeild fyrirtækisins. „Þetta byrjaði allt með því að hún hitti okkur á tískuvikunni í Kaupmannahöfn og í kjölfarið var Gígja ráðin,“ segir Linda Björg, en undanfarin hefur skólinn tekið þátt í viðburði sem kallast Designers‘ Nest þar sem frambærilegustu fatahönnunarnemar frá útvöldum skólum á Norðurlöndunum fá að láta ljós sitt skína fyrir áhrifafólk innan bransans. „Í kjölfarið setti ég mig í samband við starfsmannastjórann og bauð henni á útskriftarsýninguna okkar síðastliðið vor en hún komst ekki. Þá sendi ég henni möppur frá nokkrum útskriftarnemum okkar í fyrra, sem öll fengu viðtal og Steinunn var ráðin nú fyrir stuttu. Gígja hefur nú starfað hjá H&M í um það bil ár og er mikil ánægja með störf hennar þar.“ Starfsmannastjóri Hennes & Mauritz hefur nú boðað komu sína á útskriftarsýningu skólans í vor. Linda Björg segir það vera mjög gott fyrir skólann og námið, enda séu stöður hjá verslanakeðjunni vinsælu eftirsóttar hjá fatahönnuðum um allan heim. „Planið er að fá fleiri sem sjá um ráðningar hjá tískuhúsum og verslanakeðjum úti í heimi á sýningar hjá okkur. Ég er að vonast eftir að fulltrúi frá sænska tískuhúsinu Acne komi einnig til okkar í vor. Þetta getur opnað heim fyrir nemendur okkar og gefur þeim aukið tækifæri að starfa innan fagsins, líka utan landsteinanna.“
Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira