Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Helena Sverrisdóttir, leikjahæsta landsliðskona Íslands í körfubolta frá upphafi, hefur nú blandað sér í umræðuna um þá staðreynd að góðir körfuboltadómarar fái ekki að dæma leiki vegna samskipta við dómaranefnd KKÍ. Körfubolti 25.9.2025 08:32
Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Formaður dómaranefndar KKÍ kvaðst ekki getað tjáð sig um mál Davíðs Tómasar Tómassonar eða annarra körfuknattleiksdómara sem hafa hætt störfum fyrir KKÍ. Körfubolti 24.9.2025 14:56
Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Fátt heyrist frá Körfuknattleikssambandi Íslands eftir að dómarar kvörtuðu undan útilokunartilburðum dómaranefndar sambandsins. Sérfræðingur skilur ekki hvers vegna færum aðilum er ýtt til hliðar, vonast eftir lausn á samskiptavandamálum innan sambandsins og krefur það svara. Körfubolti 23.9.2025 23:00
Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti 18.9.2025 14:45
Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Það er nóg um að vera á skrifstofunni hjá körfuboltanum í Grindavík. Nýverið var samið við Jordan Semple karla megin og nú hefur kvennalið félagsins sótt leikstjórnanda alla leið frá Grikklandi. Körfubolti 2. ágúst 2025 21:32
Sutton snýr aftur á Krókinn Kvennalið Tindastóls er á fullu að styrkja sig fyrir komandi leiktíð og hefur fengið sterkan leikmann sem þekkir vel til á Króknum. Körfubolti 23. júlí 2025 17:00
„Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Keflavíkurkonur hafa tryggt sér mikinn liðstyrk fyrir átökin í Bónus deild kvenna í körfubolta á næstu leiktíð. Reynslumikill Belgi mun stjórna umferðinni á Sunnubrautinni næsta vetur. Körfubolti 16. júlí 2025 09:02
Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Nýliðar Ármanns í Bónus-deild kvenna eru á fullu að safna liði fyrir komandi vetur og hafa bætt leikmanni í hópinn með reynslu úr efstu deild en Dzana Crnac hefur samið við Ármann og kemur til liðsins frá Aþenu. Körfubolti 16. júlí 2025 07:02
Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Tindastóll er ekki bara að styrkja karlaliðið fyrir átökin í Bónus deildunum í körfubolta á næsta tímabili. Körfubolti 14. júlí 2025 13:32
Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Körfuboltakonan Inga Lea Ingadóttir hefur ákveðið að yfirgefa Íslandsmeistara Hauka og semja í staðinn við silfurlið Njarðvíkur fyrir komandi tímabil í Bónus deild kvenna í körfubolta. Körfubolti 11. júlí 2025 12:31
Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Grindavík hefur samið við sænsku landsliðskonuna Ellen Nyström um að leika með liðinu á komandi tímabili í Bónus-deild kvenna í körfubolta. Körfubolti 30. júní 2025 19:13
Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Valur hefur samið við Þórönnu Kika Hodge-Carr um að leika með liðinu á næsta tímabili í Bónus deild kvenna í körfubolta. Körfubolti 25. júní 2025 11:29
Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Valsarar hafa tryggt sér öflugan leikmann fyrir næstu leiktíð í körfubolta kvenna því félagið hefur samið við Re´Shawna Stone sem farið hefur á kostum í Finnlandi síðustu tvö tímabil. Körfubolti 22. júní 2025 10:32
Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Íslandsmeistarar Hauka í körfubolta kvenna hafa samið við Amandine Justine Toi um að leika með liðinu á næstu leiktíð. Körfubolti 20. júní 2025 18:01
Íslandsmeistarasystkinin með bikara sem hafa litið betur út Systkinin Lovísa og Hilmar Smári urðu bæði Íslandsmeistarar í körfubolta á dögunum. Faðir þeirra gerði slíkt hið sama árið 1988. Körfubolti 10. júní 2025 11:00
Birna snýr aftur og er ein af fjórum sem framlengir Keflvíkingar hafa framlengt samning við fjóra lykilleikmenn í kvennakörfunni en liðið mætir þá til leiks undir stjórn Harðar Axels Vilhjálmssonar. Körfubolti 8. júní 2025 10:56
Snýr aftur til Íslands betri en nokkru sinni áður Ríkjandi bikarmeistarar kvenna í körfubolta, Njarðvík, ætla sér stóra hluti á næsta tímabili. Liðið hefur nælt í íslensku landsliðskonuna Danielle úr atvinnumennsku og eftir að hafa verið með betri leikmönnum efstu deildar á árum áður segist hún snúa aftur heim til Íslands sem mun betri leikmaður. Körfubolti 7. júní 2025 08:01
Nýliðar KR semja við landsliðskonu sem er dóttir fyrrum fyrirliða karlaliðsins Nýliðar KR í Bónus deild kvenna í körfubolta eru byrjaðir að styrja liðið sitt fyrir komandi tímabil. Körfubolti 4. júní 2025 17:00
Jamil og Margrét áfram: Bæði með mikinn metnað og mikið keppnisskap Jamil Abiad og Margrét Ósk Einarsdóttir hafa framlengt samning sinn sem þjálfarar kvennaliðs Vals í Bónus deildinni í körfubolta. Körfubolti 2. júní 2025 17:31
Þór dregur liðið úr keppni í efstu deild Stjórn körfuknattleiksdeildar Þórs frá Akureyri hefur ákveðið að draga lið sitt úr keppni í Bónus deild kvenna og skrá liðið þess í stað í 1. deildina á næsta tímabili. Ákvörðunin er tekin í kjölfar fregna um brotthvarf tveggja lykilleikmanna liðsins. Körfubolti 31. maí 2025 15:13
Stjarnan sækir tvo öfluga Þórsara Miðherjinn Madison Sutton og landsliðskonan Eva Wium Elíasdóttir hafa yfirgefið herbúðir Þórs frá Akureyri og samið við Stjörnuna í Garðabænum til næstu tveggja ára. Körfubolti 31. maí 2025 13:27
„Þakklát fyrir að vera á leið aftur inn í jafn frábært umhverfi“ Njarðvíkingar misstu Emilie Hesseldal til Grindavíkur í síðustu viku en liðið hefur aftur á móti tryggt sér áfram þjónustu sænska miðherjans Pauline Hersler. Körfubolti 30. maí 2025 21:45
Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Lið Grindavíkur í Bónus-deild kvenna heldur áfram að styrkja sig því í kvöld tilkynnti liðið um önnur félagaskiptin á stuttum tíma. Körfubolti 27. maí 2025 22:51
Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Bikarmeistarar Njarðvíkur eru heldur betur búnir að styrkja sig fyrir næsta tímabil því nú rétt í þessu var tilkynnt að Dani Rodriguez hefði samið við félagið til næstu tveggja ára. Körfubolti 27. maí 2025 18:27
Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik Hörður Axel Vilhjálmsson hefur skrifað undir tveggja ára samning sem næsti þjálfari Keflavíkur í Bónus deild kvenna í körfubolta. Körfubolti 26. maí 2025 22:01